3.9.2007
Veraldargæði
Mér datt í hug, í framhaldi af lestri frábærra pistla Svavars Alfreðs, bloggvinar míns, um árangursmiðað líf, náð Guðs, þakklæti og dásemdir veraldarinnar sem við lifum í, að birta hér komment mitt við einlæga og opinskáa bloggfærslu Berthu, bloggvinkonu minnar, og vera bara sjálf álíka opinská og hún: Sem sé hermiblogg, Dúa! :
Það var gaman að lesa þennan opinskáa pistil þinn, það eru svo margir finnst mér sem eru sífellt að reyna að fela sína raunverulegu fjárhagslegu stöðu og láta líta út fyrir að það eigi fullt af pening, allt of algengt, held ég, alla vega hér á landi. Sjálf hef ég aldrei átt pening, alltaf verið á lágum launum og verið að borga skuldir. Ég hef það betra núna í dag en þá, núna eftir að fjármálin rúlluðu endanlega yfrum fyrir nokkrum árum og ég byrjaði upp á nýtt á "rassvasa- og sparisjóðsbókar-heimilsbókhaldi" og eftir ég hætti að basla við að vinna og fór að lifa af mínum lífeyri. Ég læt í dag bankann taka fasta upphæð af innkomunni, er að reyna að safna mér í varasjóð ef eitthvað sérstakt kemur uppá, eða til að geta veitt mér eitthvað spes. Ég kalla þetta ferðasjóðinn minn, þó svo, ehemm, ég hugsi líka til þess að ég vilji eiga fyrir jarðarförinni, skyldi ég taka upp á því að hrökkva uppaf, sem ekki stendur til á næstunni, en maður veit þó aldrei, því maður gæti lent fyrir bíl á morgun .
Ég reyni að verða mér úti um alla þá ókeypis skemmtun sem ég get , tónleika í kirkjum o.þ.h., svo fæ ég frítt í sund af því ég er öryrki og enn er alveg ókeypis að fara í göngutúra í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Ef þú lest bloggið mitt þá sérðu líka að ég er nýkomin úr dvöl í sveitinni, sem var alveg ókeypis, sem mér finnst alveg FRÁBÆRT, því flest svona lagað þarf í dag að borga dýrum dómum, að minnsta kosti ef miðað er við minn fjárhag. Fer í næsta mánuði til Krítar og rétt mer að borga það og svo borguðu vinir mínir mér fyrir barnapössun með því að panta handa mér ferð til Prag í nóvember, sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera sjálf. Já, lífið er dásamlegt!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
335 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er þörf og góð áminning til okkar allra Gréta mín. Allt þetta bruðl og öll þessi vitleysa með að vera mestur og bestur er komin út í öfgar. Það einfalda og smáa er alltaf sannast og best. Og bara að líða vel í sálinni er það besta sem til er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:45
Kæra Gréta mín, mér fannst æðislegt að lesa athugasemdina þína á blogginu mínu, og gaman að lesa hana aftur hér, því að maður má sko vera minntur á það mörgum sinnum hversu gott maður hefur það, þó svo að buddan sé tóm. Peningar eru því miður lífsnauðsynlegir, en ekki fara þeir með manni til Himnaríkis, í staðinn fer kærleikurinn með manni, allaveganna trúi ég því.
Að hafa þakklæti gagnvart því sem lífið hefur uppá að bjóða daginn í dag, er mjög mikilvægt. Tek undir það sem Ásthildur segir, að líða vel á sálinni, það er besta tilfinning, því með góðri líðan á sálinni kemur ástin, þakklætið og skilningur Njóttu dagsins vel
Bertha Sigmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.