Leita í fréttum mbl.is

Veraldargæði

armstr-autoMér datt í hug, í framhaldi af lestri frábærra pistla Svavars Alfreðs, bloggvinar míns, um árangursmiðað líf, náð Guðs, þakklæti og dásemdir veraldarinnar sem við lifum í, að birta hér komment mitt við einlæga og opinskáa bloggfærslu Berthu, bloggvinkonu minnar, og vera bara sjálf álíka opinská og hún: Sem sé hermiblogg, Dúa! LoL:

Það var gaman að lesa þennan opinskáa pistil þinn, það eru svo margir finnst mér sem eru sífellt að reyna að fela sína raunverulegu fjárhagslegu stöðu og láta líta út fyrir að það eigi fullt af pening, allt of algengt, held ég, alla vega hér á landi. Sjálf hef ég aldrei átt pening, alltaf verið á lágum launum og verið að borga skuldir. Ég hef það betra núna í dag en þá, núna eftir að fjármálin rúlluðu endanlega yfrum fyrir nokkrum árum og ég byrjaði upp á nýtt á "rassvasa- og sparisjóðsbókar-heimilsbókhaldi" Wink og eftir ég hætti að basla við að vinna og fór að lifa af mínum lífeyri. Ég læt í dag bankann taka fasta upphæð af innkomunni, er að reyna að safna mér í varasjóð ef eitthvað sérstakt kemur uppá, eða til að geta veitt mér eitthvað spes. Ég kalla þetta ferðasjóðinn minn, þó svo, ehemm, ég hugsi líka til þess að ég vilji eiga fyrir jarðarförinni, skyldi ég taka upp á því að hrökkva uppaf, sem ekki stendur til á næstunni, en maður veit þó aldrei, því maður gæti lent fyrir bíl á morgun Halo

Ég reyni að verða mér úti um alla þá ókeypis skemmtun sem ég get Grin, tónleika í kirkjum o.þ.h., svo fæ ég frítt í sund af því ég er öryrki og enn er alveg ókeypis að fara í göngutúra í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Ef þú lest bloggið mitt þá sérðu líka að ég er nýkomin úr dvöl í sveitinni, sem var alveg ókeypis, sem mér finnst alveg FRÁBÆRT, því flest svona lagað þarf í dag að borga dýrum dómum, að minnsta kosti ef miðað er við minn fjárhag. Fer í næsta mánuði til Krítar og rétt mer að borga það og svo borguðu vinir mínir mér fyrir barnapössun með því að panta handa mér ferð til Prag í nóvember, sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera sjálf. Já, lífið er dásamlegt! InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er þörf og góð áminning til okkar allra Gréta mín.  Allt þetta bruðl og öll þessi vitleysa með að vera mestur og bestur er komin út í öfgar.  Það einfalda og smáa er alltaf sannast og best.  Og bara að líða vel í sálinni er það besta sem til er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Gréta mín, mér fannst æðislegt að lesa athugasemdina þína á blogginu mínu, og gaman að lesa hana aftur hér, því að maður má sko vera minntur á það mörgum sinnum hversu gott maður hefur það, þó svo að buddan sé tóm. Peningar eru því miður lífsnauðsynlegir, en ekki fara þeir með manni til Himnaríkis, í staðinn fer kærleikurinn með manni, allaveganna trúi ég því.

Að hafa þakklæti gagnvart því sem lífið hefur uppá að bjóða daginn í dag, er mjög mikilvægt. Tek undir það sem Ásthildur segir, að líða vel á sálinni, það er besta tilfinning, því með góðri líðan á sálinni kemur ástin, þakklætið og skilningur Njóttu dagsins vel

Bertha Sigmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband