6.9.2007
Vandlæting
Ég held að þeir sem stöðugt hneykslast á biskupi landsins fyrir að láta umbeðið álit sitt á Síma-auglýsingunni margumtöluðu í ljós ættu að kynna sér aðeins betur um hvað kristin trú snýst. Píslarsagan, sem heilög kvöldmáltíð (ásamt innreiðinni í Jerúsalem) er inngangurinn að, er langt í frá að vera einhver skemmtisaga, heldur er hún ein aðal þungamiðja þessara trúarbragða. Þess vegna er kristnu fólki ekki ósárt um að hún sé notuð í auglýsingaskyni fyrir nýjasta tækniundrið sem otað er að landsmönnum þessa dagana. Það er fyrst og fremst þetta sem mörgum finnst ósmekklegt, að píslarsagan sé notuð í kaupskapar(commercial) tilgangi.
Það er allt í lagi að gera grín, að trúarbrögðunum jafnt sem öðru, höfundum þeirra sem iðkendum, en það grín verður þá að vera í réttu samhengi. Til dæmis fannst mér persónulega ekkert að því að Spaugstofumenn göntuðust með tilefni páskanna í skemmtiþætti hér um árið. Þeir voru þar ekki að selja neitt (nema kannski sjálfa sig!), þar sem sá skemmtiþáttur var aðeins ætlaður til sýningar þetta eina tiltekna kvöld, á með auglýsing Símans kemur til með að dynja á augum og hlustum sjónvarpsneytenda öll kvöld næstu vikurnar og útjaska þannig heilagri helgimynd kristinna manna. Auk þess sem ég held að höfundum Spaugstofuþáttarins hafi aldrei dottið í hug að líta á sitt grín sem annað en stundargaman eða dægurflugu, en ekki listaverk, öfugt við höfund auglýsingarinnar.
Á það hefur verið bent, Símamönnum til málsbóta, að kirkjan reki sjálf verslun. Þar er til að taka að allur sá varningur, munir og rit, sem seldur er í Kirkjuhúsinu, verslun þjóðkirkjunnar, þjónar trúarlegum tilgangi og er keyptur af fólki sem notar hann við trúariðkun eða ræktun trúar sinnar. Það væri kannsi athugandi fyrir umrætt fyrirtæki, í ljósi hins nývaknaða trúaráhuga þess, að fara að selja Biblíuna í verslunum sínum? Það mætti svo sannarlega kalla kaup kaups í núverandi stöðu. Viðskiptavinir gætu þá slegið tvær flugur í einu höggi, ef svo má segja, og sinnt á sama tíma jafnt sínum andlegu sem veraldlegu þörfum.
Þó svo að Jón Gnarr hafi sjálfur marglýst því yfir að hann sé sannkristinn maður, þá virðist mér stórlega skorta á næmleika hans fyrir því hvað sé viðeigandi. Það þarf þó ekki að koma neinum á óvart sem hefur einhvern tíma horft á eitthvert af hans rómuðu "sketsum", þar sem groddafenginn húmor ræður oftast ríkjum. Ég viðurkenni að oft er gaman að húmor Jóns, en það er fyrst og fremst fyrir þann skemmtilega aulahátt sem þar kemur fram, sem mér virðist nú að sé því miður ekki leikinn, heldur fullkomlega hans eiginn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
38 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 121457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.