8.10.2007
Góðan dag...
Í dag er ég ósköp löt, ég er svona smátt og smátt að færast úr því að vera 3 tímum á undan, eins og úti á Krít, og aftur til míns morgunsvæfa sjálfs, með tilheyrandi næturgöltri...
Nenni voða litlu, þrátt fyrir góða haustveðrið, er í algjörum hægagangi (ekki í fyrsta sinn!). Samt liggur nú ýmislegt fyrir á dagskránni: Fara kl. 14 niður á Dalbraut og lesa fyrir gamlar konur í u.þ.b. þrjú kortér, í sjálfboðastarfi á vegum kirkjunnar. Ég byrjaði á föstudaginn var að lesa fyrir þær bók sem heitir "Hin hljóðu tár" og er ævisaga íslenskrar konu sem fór ung, í byrjun seinni heimstyrjaldar, til Kaupmannahafnar að læra hjúkrun, giftist þýskum hermanni, fluttist með honum til Þýskalands og upplifði þar miklar hörmungar. Giftist seinna til Finnlands, þar sem ýmsir erfiðleikar biðu hennar. Þessi saga féll í góðan jarðveg.
Svo fer ég væntanlega með Guðmundi vini mínum í Kópavoginn að hitta Ævar lúpínuseiðmann og fá hjá honum seyðið fræga, sem Guðmundur telur allra meina bót og vill ólmur fá mig til að drekka. Ég prófaði það reyndar fyrir 6 árum, en fannst það vont og hætti að nenna að standa í þessu. Læt mig hafa það að hlýða núna og byrja aftur, hversu lengi þori ég þó ekki að lofa. Þetta bætist þá við mjólkurþistlahylkin, PB8 hylkin og Spirulinatöflurnar sem hann Davíð lithimnusérfræðingur í Betra Líf sagði mér að taka inn, fyrir utan lýsishylkin og B-vítamínið sem einhver annar ráðlagði. Og grænfæði og salatát, að sjálfsögðu. Ekki mjólkurvörur, nema mjólk í kaffi, því get ég ekki hætt, því ég drekk áfram kaffi, þó ég reyni að stilla því í hóf. Nýbúin að uppgötva rosagott ólífusmjör sem fæst í Heilsuhúsinu. Ég er þó ekki fanatísk og fæ mér vöfflur með rjóma ef mig langar í það og smá Feta- eða Brie-ostbita ef verkast vill. Og að sjálfsögðu vín, lífænt ræktað rauðvín á veturna, hvítvín á sumrin, þegar hlýtt er í veðri. Með þessu móti tel ég mig eiga góðar líkur á að verða níræð og vel það, eins og genin mín í móðurætt benda til að ég eigi að geta orðið .
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Í kvöld fer ég á æfingu nr. 2 hjá Skagfirsku Söngsveitinni, ég er sem sagt búin að manna mig upp í að syngja aftur í kór, eftir margra ára hlé. Sjáum svo bara til hvað ég endist! Það er samt sem áður strax útséð um að ég fari með kórnum til New York og syngi með honum í Carnegie Hall í júní á næsta ári, það er svo fokdýrt dæmi og þarf að borga staðfestingargjald strax, nokkuð sem ég hef alls ekki efni á, þar sem það hefur ekki verið inni á minni fjárhagsáætlun. Bót í máli er að ég held þá bara ótrauð áfram að leggja drög að annarri Krítarferð næsta vor!
P.s.: Fór inn á síðu Skagfirsku og skoðaði myndina af sjálfri mér þar og komst að raun um að þeim sem sér um síðuna hefur tekist að umskíra mig, svo sem ekki í fyrsta skipti sem það er gert, kann fólk ekki að lesa: Gréta Björg Úlfarsdóttir, arrg!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að geta sungið. Ég er með mjólkuróþol og get ekki með góðu móti borðað ost nema geitaost.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:24
Nöfn geta vafist fyrir fólki. Pabbi minn er Mýrkjartansson og þú getur ímyndað þér útfærslurnar á því í gegnum tíðina
Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 16:38
Þú lifir í vellystingum,vítamín í allar máltíðir,ég tek sjálf Spirulina og líkar vel.Þú verður allra manna elst,en mér líst vel á að þú skulir vera í kór,það hlýtur að vera skemmtilegt.
María Anna P Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.