Leita í fréttum mbl.is

Negrastrákar

Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta
einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta

Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geyspum
en þá voru eftir sjö.

Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex
einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm
einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.

Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir
einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.

Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr
ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.

Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir
einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.

Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn
annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn

Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama

Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.

 

Í sjálfu sér er þetta bara fyndinn og saklaus bull-texti til söngs fyrir börn, þegar búið er að snara honum á íslensku og þýða orðið "nigger" (sem er skammar/háðsyrði um svertingja/negra á ensku) með "negri" á íslensku, ekki "niggari" nota bene. Ég held að orðið "negri" hafi aldrei verið notað í neikvæðri merkingu hér á landi, þá hefur orðið "niggari" frekar verið notað, að fyrirmynd kana.

Það er hinsvegar hið sögulega samhengi og frumtextinn sem er hið vafasama í þessu máli; þess vegna er það mitt álit að það hefði ekki átt að endurútgefa þessa bók.

Myndir Muggs eru bara fyndnar, er ekki alltaf verið að skrumskæla myndir af fólki og dýrum til gamans, hvort eð er, hvaða litarhátt sem viðkomandi hefur, eins og til dæmis hin klassíska mynd af skáeygum asíubúa að borða hrísgrjón? Eða hollendingur í klossum og með pípu, hangandi utan í vindmyllu, jóðlandi týrolbúi eða eskimói að skutla sel? Staðlaðar ímyndir af kynþáttunum/þjóðunum sem nú einu sinni byggja þessa jörð, og svo sem ekkert skrítið við það.

Það sem hins vegar er athugavert er hroki og drottnunargirni hins hvíta kynstofns yfir öðrum. Það er það sem er ámælisvert í þessu öllu og gerir myndir Muggs og sönginn varhugaverð, í hvíta-vesturlanda-hugmyndaheiminum, sem ætti að stefna að því að þurrka hugmyndir sínar um yfirburði kynstofns síns út úr hugskotinu og fara að viðurkenna að á þessari jörð eiga allir að vera jafnir. 

*Áhugarverð lesning um Litla svarta Sambó, sem ég rakst á á netinu. Ég verð að leiðrétta misminni mitt sem ég setti fram í kommenti á bloggi hér á moggabloggi, það voru auðvitað ljónin sem urðu að smjöri, en ekki Sambó, á því undarlega fyrirbrigði fæst skýring við að lesa bloggið sem ég vísa hér í!.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband