Leita í fréttum mbl.is

Hroki og auðmýkt

Í hnotskurn: Það er virðingin fyrir öðru fólki sem gerir gæfumuninn á milli hroka og auðmýktar. Hrokafullt fólk virðir aðra minna en sjálft sig (sem stundum kann að grunda í andhverfunni, lélegu sjálfsmati, en það er önnur saga) á meðan auðmjúkar manneskjur virða bæði sjálfar sig og aðrar. “Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.”

Úr predikun sr. Maríu Ágústsdóttur

Predikun flutt í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð 27. ágúst 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Gott að setja orð á þetta. Hrokafullt fólk er óþolandi og sjálfu sér verst. Þetta er eina manngerðin sem allt skynsamt fólk ætti að forðast.

Heidi Strand, 28.10.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir fallegt komment til mín, Greta Björg. 

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt, og góð vísa aldrei of oft kveðin elsku Gréta Björg mín.

Virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er grundvöllur fyrir góðu lífi.  En líka virðingin fyrir öðrum eins og dýrunum og jurtunum, öllu sem lifir og hrærist í þessum heimi.  Líka því sem ekki allir sjá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mikið rétt.Ég held að gott sé að hafa í huga það sem segir:

Komdu fram við aðra, eins og þú vilt að sé komið fram við þig

Þetta eiga þeir að hafa í huga sem sýna hroka í umgengni við aðra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband