Leita í fréttum mbl.is

Bloggvinalistinn

vennerKæru bloggvinir!

Ég hef ákveðið að gera svolitla grein fyrir bloggvinalistanum mínum eins og hann lítur út núna Wink.

Mér finnst í fyrsta lagi skemmtilegra að láta sjást raunveruleg nöfn bloggvina minna heldur en þau nöfn sem þeir hafa valið sér sem notendanöfn. Í öðru lagi þá raðaði ég þeim til að byrja með í einfalda stafrófsröð, en síðan ákvað ég að breyta aðeins uppröðuninni. Hún er núna sem hér segir:

Efst á listanum trónir fólk sem ég þekki ekki aðeins úr bloggheimum, heldur einnig í eigin persónu, það er að segja augliti til auglitis. Þeirra á meðal bekkjarbróðir minn úr menntaskóla, sem eitt sinn uppnefndi mig flissmaskínu, en þó er bót í máli að ég hlaut það uppnefni sameiginlega með ríflega 20 öðrum ungmeyjum nýlega komnum af gelgjuskeiði Joyful

Næstar koma á listanum nokkrar konur sem láta mig alltaf öðru hvoru vita um heimsóknir sínar hingað með því að skilja eftir elskulegar athugasemdir við færslurnar mínar. Bestu þakkir fyrir, kæru bloggvinkonur! InLove

Síðan koma svo aðrir sem ég verð ekki vör við að lesi síðuna mína, en sem ég lít alltaf reglulega við hjá, vegna þess að mér finnast skrif þeirra áhugaverð og skemmtileg. Það er misjafnt hvort ég kvitta fyrir þær heimsóknir eða ekki, það fer allt eftir efnum og ástæðum (einn þeirra gefur að vísu ekki kost á athugasemdum við sína fróðlegu pistla).

Þeirra á meðal eru til dæmis: Prestur á norðurlandi, sem ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á þegar hann flutti afar minnisstæða prédikun í Hallgrímskirkju, þar sem hann talaði meðal annars út frá texta lags sem hinn ástsæli söngvari Louis "Satchmo" Armstrong söng í hér í eina tíð og heitir "What a Wonderful World"... Skáld og rithöfundur, sem ég varð sömu leiðis þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta  við stofnun Listvinafélags Hveragerðisbæjar - og nú stendur meira til í því félagi á næstunni, skilst mér... Íslendingur sem býr í Maputo, Mósambík og ég var hálft í hvoru að vona að myndi stundum blogga einhverjum áhugaverðum frásögnum af lífinu á þeim slóðum (?)... Sagnfræðingur í Kaupmannahöfn... Læknir og listamaður á vestfjörðum... Skarpur hjólagarpur og tölvunörd... Kona sem hefur tekið upp hjá sjálfri sér að fara til Indlands, algjörlega á eigin vegum, til að bæta úr fátækt fólks þar, - ég álít að til þess þurfi meiri kjark en meðaljónu er gefinn og finnst áhugavert að fylgjast með hvernig henni gengur. Og fleiri... Smile

Næst neðst er Þórdís Tinna, konan sem berst svo hetjulega við krabbamein. Hún er á þessum stað á listanum einfaldlega vegna þess að hún er síðust í stafrófinu. Samt sem áður hef ég reyndar það út á hana að setja að mér finnst að hún mætti alveg fara að skipta um höfundarmynd, hún hlýtur að líta betur út í raunveruleikanum heldur en bleika bollan sem hún er með núna! Svo eru búnar að koma myndir af henni í blöðunum svo fólk veit hvort sem er hver hún er og hvernig hún lítur út. - Þórdís Tinna, mig langar að sjá af þér almennilega mynd! Grin

Af skömmum mínum hef ég svo skólasystur mína úr menntaskóla, hana Kristínu Ástgeirsdóttur, neðsta á listanum, þar sem hún hefur ekki bloggað síðan í september. Hún situr sem sagt þar í skammarkrók og er komin í fallhættu af vinalistanum Errm - Kristín, góða besta farðu nú að blogga! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband