Leita í fréttum mbl.is

Menntun - menning

Til þess að börnin okkar verði ekki menningarlegir vanvitar ber okkur að fræða þau um margvíslega hluti. Til þess eru skólar góðar stofnanir. Meðal þess sem okkur ber að fræða þau um svo þeim megi farnast vel í samfélaginu eru grundvallaratriði náttúruvísinda, stærðfræði, heimspeki, félagsfræði, lista og sögu.

Til þess að börnin okkar geti orðið vel að sér um heiminn sem við lifum í verða þau að læra um heimspeki og trúarbrögð hinna ýmsu heimshluta, svo þau getið skilið menningu og sögu þeirra og notið listar þeirra. Hjá því verður ekki komist að kenna börnum um trúarbrögð eigi þau að fá skilið helstu afrek fortíðarinnar í myndlist og bókmenntum.

Þau þurfa til dæmis að þekkja dæmisögur Jesú, sögurnar af Móses, Abraham og Ísak og öðrum persónum Biblíunnar, og einnig eitt og annað úr grískri og rómverskri goðafræði, til að geta skilið menningu álfunnar, rétt eins og þau þurfa að kunna skil á æsum norrænnar goðafræði til að geta skilið margt í fornum bókmenntum okkar Íslendinga.

Trúarlegt uppeldi tel ég hins vegar vera hlutverk kirkju og heimila. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Algjörlega sammála!  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.