5.12.2007
Einn siður
Í bloggi sem ég heimsótti las ég eftirfarandi staðhæfingu:
Í framhaldi af þessu bendi ég fólki á að lesa ágætan pistil sr. Toshiki Toma, prests innflytjenda, sem ekki er rétt að kalla gest hér á landi, þar sem hann hefur búið og starfað hér í fjölda ára, en sem vegna uppruna síns hefur ef til vill gleggri sýn en ella á margt í þjóðlífi okkar en margir innfæddir :
Einlæg umræða um framtíð þjóðkirkjunnar óskast
Bið Önnu afsökunar ef hún telur á sig hallað með gests-nafninu, að sjálfsögðu nefni ég hana hér til sögu af sömu orsökum og séra Toma.
*(1)Ég hef kosið að líta fram hjá því í þessari færslu að hér á landi hefur orðið "þjóðtrú" almennt ekki merkinguna "trúbrögð einnar þjóðar", heldur er með því orði yfirleitt átt við átrúnað þann sem t.d. er lýst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar). Ennfremur biðst ég hér með velvirðingar á að hafa ekki, þrátt fyrir tilraun eins einstaklings hér til að kenna mér það, enn lært það á lyklaborðinu mínu hvernig á að skrifa gæsalappir að íslenskum hætti.
*(2) Ég hef ekki þá könnun handbæra (aðrir væru kannski svo góðir að benda mér á hvar hana er að finna). Set hér tengil á Gallupkönnun á vegum Kirkjugarðanna, sem gefur ýmsar veigamiklar ábendingar um trúarviðhorf Íslendinga.
*(3) Um þetta atriði skortir mig beina heimild.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 121500
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
"Í gegnum árin hefur kristnifræði verið kennd í skólum hér á landi (enda bara eðlilegt þar sem um opinbera þjóðartrú er að ræða). Í múslimaríkjum er kóraninn kenndur og það er bara gott enda er þeirra þjóðtrú*(1) trúin á Múhameð og Kóraninn. "(feitletranir eru mínar)
Þessi staðhæfing finnst mér alröng.
Ég álít að okkur sem þjóðfélagsþegnum sé öllum hollt að velta fyrir okkur eftirfarandi spurningu:
Hér gefur pistlaritari sér að það sé sjálfsagt að þjóðir hafi eina opinbera trú. En er það svo sjálfsagt? Hefur þú nokkurn tíma hugleitt hvað er sjálfsagt við það?
Mitt svar er þetta:
Ég fæ ekki séð að ein opinber trú hafi leitt gæfu yfir þau lönd þar sem Íslam er ríkistrú og stjórnarskrá þeirra meira að segja byggð á þeirri trú. Að segja að slíkt séu ekki rök gegn þjóðkirkju á Íslandi vegna þess að Kristni, - sér í lagi að hætti þjóðkirkjunnar -, sé svo miklu betri en Íslam er ekkert annað en upphafning einna trúarbragða á kostnað annarra. Hver getur sætt sig við slíkt í fjölþjóðlegu/fjöltrúarlegu samfélagi, þar sem þegnarnir ástunda mörg og mismunandi trúarbrögð?
Gæfulegra tel ég að stjórnarskrá lýðveldis grundvallist á hugsjón lýðræðis um frelsi, jafnrétti og bræðralag og jafnan rétt öllum þegnum þess til handa. Meðan þjóðin stendur staðfastan vörð um þau gildi tel ég að henni sé engin hætta búin. Þvert á móti tel ég að brot á jafnrétti á borð við það að gera einu trúfélagi í landinu hærra undir höfði en öðru grafi undan lýðræðinu og sé örugg leið til að sundra þessari fámennu þjóð.
Samkvæmt tölum könnunar sem haldið hefur verið á lofti hér á blogginu er tala þeirra sem játa afdráttarlaust trú á Jesú Krist 52% þjóðarinnar*(2) (En trú á Jesú Krist má að mati prófessors í guðfræði við Háskóla Íslands skoða sem viðmið fyrir það að geta kallast kristinnar trúar. - Er ég því sammála*(3)). - Slíkt hlutfall myndi auðvitað gilda sem ríflegur pólitískur meirihluti í Alþingiskosningum.
En gildir það sama um stjórnmál og trú? Ekki fær almenningur að kjósa sér biskup - eða um það hvaða trúfélag skuli vera þjóðkirkja á hverjum tíma! Ekki fá sitjandi ríkisstjórn og alþingismenn að kjósa um það upp á sitt eindæmi hver skuli næst/ur verða forsætisráðseta/herra? Nei, það er kosið á fjögurra ára fresti og þjóðin velur sér fulltrúa. Ætti þá ekki, í samræmi við það, Þjóðkirkja að viðhafa slíkar kosningar við val á yfirstjórn sinni? Eða er almenningur í landinu ekki talinn hafa nægilegt vit á trúmálum til þess, þó honum sé treyst til að kjósa sér ríkisstjórn, án þess að gerð sé krafa um sérstaka þekkingu á menntamálum, sjávarútvegi, fjármálum o.s.frv. Krafa um slíka sértæka þekkingu er ekki gerð til þeirra sem eiga kosningarétt í Alþingiskosningum, allir þegnar landsins hafa samkvæmt lýðræðishefð rétt til að kjósa nýja þingmenn, óháð kyni, kynhneigð, aldri, litarhætti eða trúarskoðunum, þegar þeir hafa til þess aldur. (Ég held að eina undantekningin frá þessari reglu séu fangar sem sitja af sér refsivist, er það rétt hjá mér?) Á söguleg kirkjuhefð að standa ofar lýðræðishefð? Ég segi nei.
Tel reyndar mjög skiljanlegt að fólk eins og t.d. Anna Benkovic Mikaelsdóttir hræðist það að landið sem hún býr í nú hafi trúarleg ákvæði í stjórnarskrá sinni, í ljósi reynslu hennar frá Balkanlöndunum. Munum að glöggt er gests augað.