Leita í fréttum mbl.is

Ár músarinnar

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja hér inn athugasemd sem Jens Guð gerir á bloggi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, hvers vegna ætti að skýra sig sjálft:

mús"Ég fagnaði nýju ári í gær með vinafólki mínu frá Víetnam.  Það bað mig um að leiðrétta tvennt þar sem ég kæmi því við:  Annarsvegar þykir þeim miður að þetta tímatal sé kennt við Kínverja vegna þess að margar aðrar Asíuþjóðir hafa þetta sama tímatal.

  Hinsvegar þykir þeim óheppilegt að árið sé kennt við rottuna.  Í asísku tungumálum er orðið rotta notað yfir mús en orðið stór rotta yfir rottu.  Nýbyrjað ár er ekki ár stóru rottunnar þannig að það er ár músarinnar.

  Mér þykir þetta litlu máli skipta.  En vinir mínir frá Víetnam taka þetta nærri sér vegna þess að í Asíu þykir músin krúttleg og skemmtileg en rottan er álitin vera smitberi,  grimm og leiðinleg.  Ár músarinnar stendur sem sagt fyrir kostum músarinnar.

  Í vikunni sá ég (held í Fréttablaðinu) að kona frá Kína sem rekur Heilsudrekann var sömuleiðis að benda á að þetta sé ár músarinnar.  Að vísu las ég ekki viðtalið við hana en fyrirsögnin var á þá leið.æ  "

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband