Leita í fréttum mbl.is

Ríkislögmaður kannar Hizb ut-Tahrir í Danmörku

 bilde

 

 Meirihluti danska þingsins styður tillögu um að samtök Íslamista í Danmörku, Hizb ut-Tahrir verði leyst upp, takist ríkislögmanni að finna því lagalega stoð. Dómsmálaráðherra hefur þrýst á að samtökin verði rannsökuð. 

Ríkislögmaður hefur áður rannsakað Hizb ut-Tahrir og fann þá ekkert sem réttlætt gat bann. En formaður samtakanna, Fadi Abullatifs, fékk fangelsisdóm, eftir þessi skilaboð voru rakin til hans: "Útrýmið þjóðarleiðtogum ykkar, ef þeir eru fyrir ykkur."

Þann dóm telur dómsmálaráðherrann, Lene Espersen (K), kalla á rannsókn á því hvað fram fer innan samtakanna. 

Ef ríkislögmanni tekst að finna lögfræðilegan grundvöll fyri því að leysa samtökin upp, mun það gerast með heimild í ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar (Grundloven) um félagastarfsemi, sem bannar félögum að "starfa með ofbeldi". Samtökin yrðu þá leyst upp fyrir dómstólunum. 

Lagalegt bann er allt annað mál að sögn dómsmálaráðherrans. 

"Við getum ekki byrjað að banna pólitískar hreyfingar, af því að þær eru á annarri skoðun en við. Þá notum við sömu aðferðir og lönd án tjáningarfrelsis. Og það megum við alls ekki," segir hún.

Að sögn blaðafulltrúa ríkislögmanns hefur ekki verið tímasett hvenær lögfræðingarnir verði búnir að meta hvort fyrir liggi  nægar ástæður til að leysa Hizb ut-Tahrir upp. Dómsmálaráðherra reiknar með að svara verði að vænta eftir tvo mánuði.

 Úrdráttur úr grein í Berlingske Tidende

Myndin hér að ofan er frá fundi sem Hizb ut-Tahrir hélt síðast liðið sumar  í Nørrebrohallen, sem imam Íslamska Trúfélagins í moskunni á Dothehavevej, Mostafa Chendid, tók þátt í, en einnig má á myndinni sjá formann samtakanna,  Fadi Abdullatif, i miðju.  Ljósmynd: Morten Juhl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband