Leita í fréttum mbl.is

Davíð

david60.jpgÉg held að margir Íslendingar séu reiðubúnir að standa við bakið á núverandi ríkisstjórn á þessum erfiðu tímum og fram að næstu kosningum, svo framarlega sem upphafsmaður reiðileysisstefnunnar í bankamálum, Davíð Oddsson, verði látinn víkja úr stöðu bankastjóra í Seðlabankanum.

Auðvitað ættu allir bankastjórarnir að víkja, en Davíð hefur tekið sér húsbóndavald í Seðlabankanum og er að auki sá ráðamaður sem kom á einkavæðingu bankanna í landinu meðan hann var enn forsætisráðherra. Hann hlýtur því að bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er og þess vegna er krafan sú að hann fyrst og fremst verði látinn víkja.

Síðan hlýtur krafan að vera sú að þeir sem verða berir að afglöpum í störfum í þágu þjóðarinnar eða vafasömum tengslum við viðskiptalífið verði skilyrðislaust látnir víkja úr starfi fyrir vikið. Og lesandi góður, ekki bera við  fámenninu og skorti á hæfu fólki einu sinni enn. Við eigum fullt af hæfu fólki, auk þess sem sá sem hefur orðið uppvís að slíku er alls ekki lengur hæfur!

Ef ekki verður orðið við þeirri kröfu mun verða krafist stjórnarslita innan skamms. Almenningur í landinu sættir sig ekki lengur við að einn maður deili og drottni á þennan hátt. Nú situr Davíð eins og kóngur í Seðlabankanum og skammtar atvinnuvegunum gjaldeyri eftir eigin geðþótta. Þetta er ekki líðandi.

Ef þeir Sjálfstæðismenn sem sitja við stjórnvölinn í dag ætla að gera sér vonir um endurnýjun lífdaga í næstu kosningum, hvenær sem þær verða haldnar, hlýtur það að vera skilyrði að þeir sýni af sér þá einurð að losa sig við aldavininn Davíð, sem hefur valdið svo miklum óskunda í þjóðlífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband