Leita í fréttum mbl.is

Rauðu riddararnir

red_knight.jpgMér er nú orðið farið að þykja allmargir vilja nota núverandi ástand í þjóðmálum okkar til að slá sjálfa sig til riddara meðal reiðs almennings.

Metnaðarfullur þingmaður biður um lán í Noregi upp á sitt eindæmi og hótar byltingu ef skrifað verði undir kúgunarkjör við IMF, - sem forsætisráðherra hefur sagt að verði ekki gert.  Annar, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra sem löngum hefur notið góðs af kerfinu, gengur nú í endurnýjun lífdaga með vandlætingu að vopni í stjörnuviðtali í sjónvarpsþætti og ræðuhöldum á útisamkomu.

Fréttamaður gerist svo aðgangsharður við forsætisráðherra að hann leyfir honum helst ekki að svara þeim spurningum sem hann leggur fyrir hann, heldur þylur upp úr sér sínum eigin heimatilbúnu fullyrðingum sem svörum.

Þess utan blása beittir pennar í herlúðra í bloggheimum og vilja leggja rækt við reiðina.

Einhvern tíma hefur svona atferli verið kallað stjörnustælar.

Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að láta berast með æsingarstraumi múgsefjunar eða  taka þátt í hernaðarhugleiðingunum. Ég hef of mikla reynslu í ýmis konar hremmingum til að vilja æsa mig yfir peningum. Hér geisar sem betur fer ekki alvöru stríð, þó allt virðist stefna í að æst verði til fjöldaslagsmála niðri í bæ. 

Ég vil samt ennþá að stjórn Seðlabankans segi af sér, en ég vil afsögn - ekki afhausun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.