Leita í fréttum mbl.is

Fangelsi eða elliheimili?

old.jpgMerkileg frétt.

Hvernig skyldi staðan vera í Japan varðandi elliheimili? Það væri fróðlegt að heyra eitthvað um það í framhaldi af þessari frétt. Það hlýtur að vera illskárra að sitja í fangelsi sem hefur verið lagað að þörfum eldri borgara en að svelta og skorta umönnun í ellinni.

Kannski eldri borgarar á Íslandi á biðlista eftir plássi fari að stunda búðaþjófnað til að flýta fyrir vistun á stofnun? Hængurinn á því er þó sá að ég held að hér á landi erum við enn verr stödd í fangelsismálum en hvað varðar þá sjálfsögðu ummönnun sem eldra fólk á rétt á í velferðarþjóðfélagi.

Ég hef stundum sagt að augljós mælikvarði á velferð í þjóðfélögum sé hvernig þau hlúa að gamla fólkinu sínu. Ég held að þrátt fyrir allt séu þessi mál í þokkalegu lagi hér hjá okkur, ef miðað er við önnur lönd en hin Norðurlöndin, það er að segja heiminn allan. Vonandi breytist það ekki á næstu árum.


mbl.is Afbrotum eldri borgara í Japan fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband