17.11.2008
Lárus Pálsson
Í gær, á degi íslenskrar tungu, fór ég í Þjóðmenningarhúsið og heyrði kynnta nýja bók um ævi Lárusar Pálssonar, leikara, sem í nærfellt þrjá áratugi var einn af máttarstólpum íslenskrar leiklistar. Það var vel til fundið að kynna bókina á þessum degi, því Lárus var einn af meisturum tungunnar hér á landi á síðustu öld og hafði víðtæk áhrif á menningu landsins, bæði með störfum sínum í leikhúsi og ekki síður í kennslu.
Meðal efnis á dagskránni var upplestur Sigurðar Skúlasonar, leikara, úr bókinni. Hann las meðal annars kafla sem fjallar um samskipti Lárusar við fyrsta Þjóðleikhússtjóra landsins, Guðlaug Rósinkranz. En Lárus var eins og kunnugt í hópi þeirra leikara er störfuðu við það leikhús frá því að starfsemi þess hófst í kringum 1950.
Þessi kafli sem lesinn var sýnir greinilega fram á það að aðalmeinsemd íslenska lýðveldisins má rekja (að minnsta kosti) aftur í frumbernsku. Það hefur lengst af tíðkast í sögu þess að ráða menn á pólitískum forsendum, vegna vinskapar og tengsla, en ekki vegna faglegrar þekkingar og hæfni.
Lárus var, eins og áður segir, fastráðinn starfsmaður við Þjóðleikhúsið frá 1950, eða allt frá stofnun þess og óslitið til dauðadags síns fyrir aldur fram 1968, eða í 18 ár. Allan þann tíma fékk Lárus ekki notið hæfileika sinna til fulls innan stofnunarinnar vegna þess að hann var settur undir vald manns sem bar mun minna skynbragð á leiklist, leikhús og bókmenntir en hann. Þar með fékk þjóðin ekki heldur notið þeirra hæfileika til fulls, þó svo hann hafi gefið henni af þeim í mjög ríkum mæli og eins og kraftar leyfðu.
Starf sem atvinnuleikari á Íslandi á þeim árum utan Þjóðleikhússins var ekki í boði, auk þess sem laun við þá stofnun voru heldur rýr, eftir því sem mér skilst. Störf í leikhúsi utan Þjóðleikhússins voru störf í hjáverkum, þar sem eina leikhúsið sem eitthvað kvað að á þeim árum, Leikfélag Reykjavíkur, varð ekki atvinnuleikhús fyrr en upp úr 1963! Til starfsemi þess leikhúss lagði Lárus Pálsson drjúgan skerf í gegnum árin.Til þess að ala önn fyrir sér og sínum urðu þeir sem vildu hafa leiklistina að lifibrauði að taka að sér kennslu og upplestur. Lárus stofnaði sinn eigin leikskóla, kenndi upprennandi kennurum á námskeiðum, auk þess sem hann lagði ómetanlegan skerf til Ríkisútvarpsins með upplestri sínum.
Það má segja að það sé athyglisvert að þessi bók, þar sem slíkri undirokun eins okkar bestu listamanna undir stofnanavaldið er lýst, skuli koma út núna á þessum síðustu og verstu tímum.
Það verður gaman að lesa þessa bók.
(Vonandi uppgötva ég ekki neinar rangfærslur í þessum stutta texta mínum við lesturinn!)
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:43 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.