Leita í fréttum mbl.is

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Þetta er samtalsleikur: Þátttakendur, sem eru númeraðir í byrjun, sitja í hring og klappa, ýmist á hné sér eða lófum saman (byrja á hné). Einn er fenginn til að byrja leikinn. Menn verða að halda taktinn allan tímann, ef þeir ruglast eru þeir úr. Hinir sem eftir eru verða líka að fylgjast með því hvaða númer detta út, því ef þeir nefna númer einhvers sem er úr, eru þeir sjálfir úr leik.

Allir byrja: "Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?"
Byrjandinn eða sá sem datt síðast úr: "Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær"
Númer þrjú svarar: "Ha ég?"
Hópurinn: "Já, þú",
Númer þrjú: "ekki satt",
Hópurinn: "Hver þá?"
Númer þrjú: "Númer tíu stal kökunni úr krúsinni í gær."..............

Og þannig heldur leikurinn áfram. Þegar fáir eru eftir er hert á taktinum, og þarf þá sjaldan að bíða lengi eftir sigurvegaranum.

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband