Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
12.10.2007
Fyrir svefninn...
Ást
Mennirnir elska í þeim tilgangi að vera elskaðir, en englarnir elska í þeim tilgangi að veita ást.
- Alphonse de Lamaratine
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007
Orð eru til alls fyrst...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007
Klukk um Gretu Björgu
1. Ég er miðhollið í dætrahópi foreldra minna (2 eldri, 2 yngri). Já, ég er þessi minnsta á myndinni!
2. 11 ára (tæpra 12), vorið sem ég flutti frá Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur, var ég send til Kaupmannahafnar til að passa þar um sumarið börn íslensks frænda míns og danskrar konu hans. (Þau eru því miður bæði látin fyrir aldur fram). Hann vann hjá Flugleiðum (Flugfélagi Íslands), svo það var lítið mál fyrir hann að fá senda barnapíu að heiman.
3. 13 ára (tæpra 14), vorið sem ég fermdist var ég vinnumaður (ekki kona!) að Hnausum í Meðallandi hjá bændunum þar, Eyjólfi og Sigurlínu og syni þeirra Vilhjálmi. Gekk þar í öll sveitaverk, nema slátt, keyrði traktor og jeppa, rak kýrnar, rakaði, smalaði, rúði kindur og fór niður að Eldvatnsós með Villa að huga að reka. Veiddi þar eina fiskinn sem ég hef veitt um ævina, vænan sjóbirting. Mikið bragðaðist hann vel!
Kom ekki aftur að Hnausum fyrr en 40 árum seinna, á ferð um Skaftafellssýslu, og var standandi hissa hversu vel ég mundi alla staðhætti og líka hvað það var gaman að hitta hann Villa aftur. Það sem átti að vera smástopp og kaffispjall varð að kvöldverði, gistingu, hádegisverði og heimsókn á nágrannabæi, eins og ég fór með honum í fyrir öllum þessum árum.
4. Ég var í öðrum árganginum sem settist í hinn nýstofnaða Menntaskóla við Hamrahlíð, sem þá var enn í byggingu. Þegar ég byrjaði var búið að byggja tvær álmur, síðan bættist ein álma við á ári, svo að árið sem ég útskrifaðist var skólinn fullbyggður. Ég var líka í hópnum sem gekk til liðs við kórinn fyrsta veturinn sem hann starfaði, Þorgerður Ingólfsdóttir þá nýkomin heim frá námi í Bandaríkjunum. Þetta var lærdómsríkur tími og margs að minnast frá þessum árum.
5. Sumarið 1970 dvaldi ég í Noregi, vann við ávaxtaræktunardeild Norges Landbrukshögskole. Yndislegt sumar, og það sem maður gat í sig látið af ávöxtum. Bjó á "Tivoli" og ferðaðist um á reiðhjóli. Skrapp til Osló með lestinni og skoðaði eitt og annað. Fór með lest til Bergen og sigldi þaðan inn Sognefjord til Flåm, þar sem ég gisti í eina nótt og fór svo með "Flåmbanen" yfir til Myrdal, þar sem ég tók lestina aftur til Osló.
6. Ég hef búið á 3 stöðum sunnanlands: Kirkjubæjarklaustri, Hveragerði og Reykjavík. Og 4 bæjum norðanlands: Þórshöfn á Langanesi í einn vetur, Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki. Þess utan að Hofi í Hjaltadal í eitt sumar.
7. 4 ára gömul harðneitaði ég að borða kjöt og lýsti yfir að "ég lil ekki kjöt!" Var það látið eftir mér og er ég foreldrum mínum þakklát að reyna ekki að pína mig til þess. Hins vegar tók ég upp kjötát um tvítugt, einfaldlega til að reyna að vera eins og annað fólk - nennti ekki að svara spurningum um það af hverju ég borðaði ekki kjöt! Hef svo nú í seinni tíð tekið upp fyrri sið aftur og líður fantavel með það.
8. Þegar ég var lítil ætlaði ég mér annað hvort að verða leikkona eða söngkona, en varpaði leikkonudrauminum fyrir róða þegar ég fékk fyrstu gleraugun við nærsýni 8 ára gömul, gerðist sem sagt GLERAUGNAGLÁMUR (eins og það hét þá og heitir kannski enn?) - ég sá mig víst ekki fyrir mér að leika Ófelíu með gleraugun á nefinu. Lék nú samt síðar á lífsleiðinni í skólaleikritum, bæði Grasa-Guddu (með gleraugun falin á bak við skuplu) og fagra álfkonu, gleraugnalaus, enda rölti blessuð álfkonan hálfblindandi inn á sviðið og flutti þar textann sinn í þokumóðu. Held að linsur hafi ekki verið komnar inn í dæmið á þessum árum. Flugfreyjudraumar fóru sömu leið, eins ballerínudraumar (þetta var á dögum flugfreyjubóka og Möttu-Maju). Söngkonudraumurinn datt ekki uppfyrir með svo afgerandi hætti, heldur fjaraði út smátt og smátt, en kannski ekki alveg, því konan er aftur komin í kór þessa dagana og er á leiðinni á æfingu í þessum skrifuðum orðum.
Ég ætla að klukka Matta, Heidi, Ragnhildi, Ragnheiði, Birnu, Maríu Önnu, Siggu(worry) og Óskar:
Þú ljóstrar upp átta atriðum um þig (á blogginu þínu) sem ekki margir vita og klukkar síðan átta aðra bloggvini...
Bloggar | Breytt 11.10.2007 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2007
Rolugangur
Í framhaldi af lestri á nýjasta pistli Ragnheiðar H., þar sem hún segist þjökuð af rolugangi eftir það mikla áfall sem hún varð fyrir, fór ég að hugsa um að í raun og veru væri "allsherjar rolugangur" nokkuð rétt lýsing á orsök þess að ég var metin til örorku fyrir 1 1/2 ári síðan!
Ekki finn ég mikið dags daglega fyrir krabbameininu, sem blóðprufur sýna þó að blundar þarna einhvers staðar í líkamanum (líklega örsmáu, ekki skurðtæku æxlin sem sáust í hinum ýmsu himnum). Endurkomið krabbamein í lok árs 2000, greindist fyrst 1983 með brjóstakrabbamein.
4. stigs krabbamein, sem sagt, en afar hægfara 4. stig, nú hef ég tórt/blómstrað í þessi bráðum 7 ár til viðbótar, í stað þessara nokkurra mánaða sem um hefði verið að ræða hefðu ekki komið til nútímalyf. Fyrir það er ég afar þakklát. Mér leið þokkalega á lyfinu sem ég tók í 4 ár, sem sýndi sig síðan að var hætt að virka (þá var mér reyndar farið að líða skratti vel á því!). Þá tók við taka á nýlegu lyfi sem ég fann fyrir miklum aukaverkunum af. Máttleysi, kraftleysi, þreyta, vöðvaverkir. Engan vegin að standa mig í vinnu, alltaf þreytt ef ég tók á eins og þurfti. Og ef ég reyndi að skipta um starf leist þeim sem réð víst engan veginn á konuna! Allt þetta olli mér miklum kvíða og stressi.
Svo þannig og þess vegna fór ég á örorku, af líkamlegum, andlegum og félagslegum orsökum. Síðan ég hætti að vinna hafa aukaverkanirnar af lyfinu fjarað mikið út og líkaminn komist í meira jafnvægi, svo í dag líður mér bara ágætlega. Ekki síst nú síðast eftir þennan hálfa mánuð í hitanum og stressleysinu suður á Krít. (Kínverska iljanuddið sem ég fékk þar á ströndinni er líka að gera á mér kraftaverk, þarf að fara aftur í það hér heima, þegar ég hef efni á í næsta mánuði, þá á allt að gerast hjá mér!). Oft fer nefnilega áreitið sem mér finnst maður verða fyrir dags daglega hér heima mikið í mig og veldur mér stressi og kvíða, svo mig langar bara ekki til að hlusta á útvarp eða sjónvarp eða lesa blöðin, heldur frekar að setja á góðan disk með huggulegri tónlist .
Að sumu leyti er ég afar sátt við að vera ekki að vinna, ég get hagað dögunum eftir eigin geðþótta og hraða. En stundum fæ ég þó þessa tilfinningu um að vera utanveltu og til lítils gagns í samfélaginu og að örorkan mín sé tómur rolugangur; ef ég tæki mig á og reyndi að standa í lappirnar myndi ég geta unnið eitthvað eða lært eitthvað nýtt til að starfa við. Sjúkraliðastarfið hugnast mér nefnilega hreint ekki lengur, ég hef fengið nóg af að sinna grundvallarþörfum sjúklinga, baða, mata, hjálpa á klósett, skipta á rúmum (og standa og sitja eins og misvitrum hjúkrunarfræðingum þóknast!). Auk þess sem ég held að hryggsúlan myndi fljótlega fara í verkfall við að byrja að bogra og lyfta aftur og heldur hugsa ég að ég yrði andstutt við að rísa á fætur aftur eftir margar ferðir niður og upp í hnjánum, eins og maður þarf svo oft að gera í þessu starfi, sem í raun og veru er aðeins fyrir tiltölulega ungt og frískt fólk að sinna, en ekki miðaldra konur .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.10.2007
IMAGINE




Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2007
Uppgötvun




Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2007
Góðan dag...
Í dag er ég ósköp löt, ég er svona smátt og smátt að færast úr því að vera 3 tímum á undan, eins og úti á Krít, og aftur til míns morgunsvæfa sjálfs, með tilheyrandi næturgöltri...
Nenni voða litlu, þrátt fyrir góða haustveðrið, er í algjörum hægagangi (ekki í fyrsta sinn!). Samt liggur nú ýmislegt fyrir á dagskránni: Fara kl. 14 niður á Dalbraut og lesa fyrir gamlar konur í u.þ.b. þrjú kortér, í sjálfboðastarfi á vegum kirkjunnar. Ég byrjaði á föstudaginn var að lesa fyrir þær bók sem heitir "Hin hljóðu tár" og er ævisaga íslenskrar konu sem fór ung, í byrjun seinni heimstyrjaldar, til Kaupmannahafnar að læra hjúkrun, giftist þýskum hermanni, fluttist með honum til Þýskalands og upplifði þar miklar hörmungar. Giftist seinna til Finnlands, þar sem ýmsir erfiðleikar biðu hennar. Þessi saga féll í góðan jarðveg.
Svo fer ég væntanlega með Guðmundi vini mínum í Kópavoginn að hitta Ævar lúpínuseiðmann og fá hjá honum seyðið fræga, sem Guðmundur telur allra meina bót og vill ólmur fá mig til að drekka. Ég prófaði það reyndar fyrir 6 árum, en fannst það vont og hætti að nenna að standa í þessu. Læt mig hafa það að hlýða núna og byrja aftur, hversu lengi þori ég þó ekki að lofa. Þetta bætist þá við mjólkurþistlahylkin, PB8 hylkin og Spirulinatöflurnar sem hann Davíð lithimnusérfræðingur í Betra Líf sagði mér að taka inn, fyrir utan lýsishylkin og B-vítamínið sem einhver annar ráðlagði. Og grænfæði og salatát, að sjálfsögðu. Ekki mjólkurvörur, nema mjólk í kaffi, því get ég ekki hætt, því ég drekk áfram kaffi, þó ég reyni að stilla því í hóf. Nýbúin að uppgötva rosagott ólífusmjör sem fæst í Heilsuhúsinu. Ég er þó ekki fanatísk og fæ mér vöfflur með rjóma ef mig langar í það og smá Feta- eða Brie-ostbita ef verkast vill. Og að sjálfsögðu vín, lífænt ræktað rauðvín á veturna, hvítvín á sumrin, þegar hlýtt er í veðri. Með þessu móti tel ég mig eiga góðar líkur á að verða níræð og vel það, eins og genin mín í móðurætt benda til að ég eigi að geta orðið .
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Í kvöld fer ég á æfingu nr. 2 hjá Skagfirsku Söngsveitinni, ég er sem sagt búin að manna mig upp í að syngja aftur í kór, eftir margra ára hlé. Sjáum svo bara til hvað ég endist! Það er samt sem áður strax útséð um að ég fari með kórnum til New York og syngi með honum í Carnegie Hall í júní á næsta ári, það er svo fokdýrt dæmi og þarf að borga staðfestingargjald strax, nokkuð sem ég hef alls ekki efni á, þar sem það hefur ekki verið inni á minni fjárhagsáætlun. Bót í máli er að ég held þá bara ótrauð áfram að leggja drög að annarri Krítarferð næsta vor!
P.s.: Fór inn á síðu Skagfirsku og skoðaði myndina af sjálfri mér þar og komst að raun um að þeim sem sér um síðuna hefur tekist að umskíra mig, svo sem ekki í fyrsta skipti sem það er gert, kann fólk ekki að lesa: Gréta Björg Úlfarsdóttir, arrg!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2007
Burma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
267 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar