Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
16.11.2008
Lárétt eða lóðrétt
Ég hlustaði áðan á mjög athyglisvert viðtal Ævars Kjartanssonar við Sigurjón Árna Eyjólfsson á RÚV, rás 1.
Sigurjón fjallar fyrst og fremst um mannskilning Lúters, hvernig hann snertir nútímann og þá daga sem við lifum einmitt núna.
Lárétt eða lóðrétt: Lúter og Mammon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008
Matarsóun ?
Á þessari mynd sem Jóhann Þröstur Pálmason tók á mótmælafundinum í dag má sjá að það er greinilega ekki vert að býsnast mikið yfir matarsóun þeirra sem hentu matvælum í Alþingishúsið. Mómælendur hafa fengið matvöruna gefins einhvers staðar. Kannski voru eggin líka komin fram yfir síðasta söludag?
Vonandi þurfum við ekki að leggja okkur til munns rotnandi ávexti og myglað grænmeti í framtíðinni, hvað þá fúlegg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2008
Vonandi...
...fara leikar aldrei þannig að þessi sömu blessuðu börn eigi eftir að standa í þeim sporum að hugsa með söknuðu til matarins sem þau hentu í Alþingishúsið í dag. Tæplega eru þau öll komin af ríkisbubbum? Fyrir utan það að fljótt skipast veður á lofti þessa dagana, frá ríkidæmi til örbirgðar.
Samlandar, takk fyrir góðan mótmælafund í dag!
Sérstaklega ber að þakka Herði Torfasyni hans stórkostlega framtak og prúðmannlegu stjórn og því góða fólki sem með honum starfar að því að gera þessa fundi mögulega.
Guð blessi Ísland og íslensku þjóðina.
Myndin er héðan: old-photos.blogspot.com/.../hungry-children.html
![]() |
Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008
"Cheer up!"
Það var ekki gott að sjá hve forsætisráðherra okkar, sem vanalega virðist taka hlutum af miklu jafnaðargeði, virtist beygður í viðtali í byrjun fréttatíma RÚV í kvöld. Þó í sjálfu sér megi segja að svo liggur hver sem hann hefur um sig búið. Reyndar hefur brosið fræga dottið meir og meir af honum eins og okkur öllum hinum í seinni tíð, skyldi engan furða.
Utanríkisráðherrann virkar hressari, svei mér þá, þrátt fyrir nýleg veikindi. Enda ekki við eins ramman reip að draga í Samfylkingu og í Sjálfstæðisflokki, jafnframt því sem allt útlit er fyrir að eitt helsta stefnumál flokksins muni ganga í gegn rétt sisvona og næstum af sjálfu sér, ef marka má orð ráðherrans. Þó hinn skapheiti iðnaðarráðherra geti verið til smá trafala á stundum er það ekkert við hlið þess mikla innanhússvanda sem hinn stjórnarflokkurinn glímir við, auk þess sem hann virðist nú knúinn til gagngerrar stefnubreytingar í Evrópumálum.
Lærdómsríkt og á sama tíma hressandi að hlusta á viðtal við Robert Aliber prófessor emeritus við viðskiptaháskólann í Chicago. Eins og kunnugt er flutti hann fyrirlestur við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í maí s.l.
Hann talaði eiginlega um Ísland eins vel gerða en óþæga barnið í hópi þjóðanna sem þó mætti binda góðar vonir við bæti það ráð sitt.
Og endaði viðtalið á þessum orðum: "So, cheer up!"
Ekki veitir af. Ég held að þarna fari raunverulegur Íslandsvinur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2008
Gullkorn ársins nr. 2 ?
Björgólfur Guðmundsson veitir Hannesi Smárasyni harða samkeppni í valinu á Gullkorni ársins:
"Ég bara skildi það ekki!"
~ Björgólfur Guðmundsson
hjá Sigmari í Kastljósinu
Ætli Björgólfur skilji Heidegger?:
Quote of the Day
The possible ranks higher than the actual.
Martin Heidegger
Martin Heidegger var þýskur heimspekingur og aðdáandi Hitlers.
Meira um hann hér.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008
Sérfræðingar í geðhjálp
Ég var að lesa Moggann (fyrst núna) og á baksíðu hans er sagt frá því að það hafi verið gert grín að Íslendingum á ráðstefnu evrópskra GEÐHJÚKRUNARfræðinga, sem íslenskir geðhjúkrunarfræðingar tóku þátt í - úr ræðstóli í ávarpi framkvæmdastjóra ráðstefnunnar og líka í viðmóti við þessa þátttakendur.
Hjúkrunarfræðingurinn sem Mogginn ræddi við sagði að fólk virtist enga grein gera sér fyrir áhrifunum sem þetta hefur haft og mun hafa á þjóðlífið hér og að útrásarvíkingarnir væru greinilega búnir að ræna þjóðina mannorðinu á erlendri grund.
Þetta var sem sagt ráðstefna fólks sem á að heita sérmenntað á sviði geðheilsu. Það hefur líklega aldrei heyrt hina frægu ljóðlínu eftir Einar Ben., kannski ekki von. Maður hefði þó haldið að þeir ættu að vita betur, samt sem áður, en að koma svona fram við þáttakendur.
- just in this case, they didn´t
Myndskrítlan er héðan: www.psychologistethics.net/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008
Skrítið...
...að til skuli vera erlendir aðilar sem vilja lána Jóni Ásgeiri, eða einu margra fyrirtækja hans öllu heldur, hvað sem þau heita núna, á meðan íslenska ríkið á í mesta basli með að kría út pening neins staðar.
Væri ekki tilvalið og eðlilegt næsta skref fyrir Jón að verða sér líka úti um nýtt ríkisfang hjá þessum góðu vinum sínum?
Eða væri hann kannski til í að taka að sér að útvega ríkinu sirka eitt til tvö lán til að borga Icesaveskuldina, svo fólk í þessu landi geti farið að anda aðeins léttar?
![]() |
Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008
Hið dýr(s)lega Evrópusamband
Hvernig er það annars, erum við ekki á leiðinni að eignast fullt af olíulindum, samkvæmt fréttum Stöðvar 2? Ef það reynist rétt væri nú aldeilis "gaman" að vera búin að framselja völd okkar til EU!
Eigum við að færa EU (ESB) þessar (hugsanlegu) olíulindir á silfurfati?
Hafa voldugar bandalagsþjóðir innan sambandsins ef til vill fengið meira að vita um þessar rannsóknir en við, almennngur í þessu landi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008
Miriam Makeba
Í minningu mikillar söngkonu:
Miriam Makeba - Khawuleza 1966
Það má segja að þetta sé uppáhaldslag mitt með Miriam Makeba,
þó mér finnist í raun allt frábært sem hún gerði.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008
Sparnaður ?
Ef þetta er leið til að spara, er þá ekki verið að byrja á kolvitlausum enda?
Þetta má aldeilis kalla að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.
Ég á ekki orð. Öllu heldur hef ég ekki orku til að fjölyrða um hið augljósa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
249 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar