Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
3.11.2008
Þjóðarskútan
Dagskipun 1. stýrimanns: "Í björgunarbátinn!"
"Ég ber ekki ábyrgð á neinu nema 3. stýrimanni og helmingi hásetanna."
Hver verður dagskipun hans á morgun? Tja...
Það fer víst eftir því hversu vel hann og hásetarnir kunna til verka og hvort þeir telja sig bera ábyrgð á einhverju ennþá yfir höfuð...til að mynda FARÞEGUNUM sem ferðast með skútunni?
Enga björgunarbáta er að sjá handa þeim um borð. Kannski eiga þeir einfaldlega að stökkva fyrir borð og synda til lands, eða troða marvaðann og vonast til að verða veiddir upp af öðru fleyi.
Skipperinn stendur sem fastast í brúnni og neitar að henda aðstoðar-skippernum, sem kann ekki á sjókort frekar en hann sjálfur, fyrir borð.
Hvað þá að honum detti sjálfum í hug að stökkva.
Hafði aðstoðar-skipperinn þó haft þá forsjálni að útvega allri áhöfninni fyrir nokkrum árum þá bestu björgunarhringi sem völ er á.
Aðeins örfáir útvaldir fá slíka hringi.
Svo er að sjá að 2. stýrimaður hafi látið sig gossa, alla vega er hann hvergi að sjá eða heyra.
Sá sportlegasti hásetanna skippers-megin hímir við borðstokkinn og langar augljóslega mjög mikið til að hoppa niður í bátinn til hins helmingsins - en kannski væri annars betra að bíða eftir sjónvarpsþyrlunni?
Á meðan liðast flakið í sundur.
Þetta er grátbroslegur farsi.
(Mikið vildi ég vera þokkalegur grínmyndateiknari þessa dagana. Og rosalega segi ég oft "borð" í færslunni! )
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2008
Hinn nýi Steingrímur
Glæsilegt viðtal við Steingrím J. Sigfússon í Silfri Egils.
Í því fékk maður að sjá stjórnmálaforingja sem lýsti af sjálfstrausti og baráttuhug. Þarna örlaði ekki á þrasinu og þvergirðingshættinum sem hefur fælt mig frá því að kjósa flokkinn sem hann stýrir, heldur mælti hann af einurð og skynsemi.
Þetta var auðvitað svokallað drottningarviðtal hjá Agli, en ég býst við að Steingrímur hefði staðið sig með sama hætti þó andmælendur hefðu verið til staðar.
Svo er að sjá að sveitadrengurinn að norðan sé búinn að taka út pólitískan þroska, mættur upp á dekk reiðubúinn að taka við stýrishjóli þjóðarskútunnar og stýra henni farsællega í gegnum þau boðaföll sem framundan má sjá með heiðarleika, bjartsýni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi.
Í þessu sambandi var sérlega ánægjulegt að heyra hann leggja áherslu á nauðsynina á að veita konum ráðrúm og tækifæri til þátttöku í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. - Þá tel ég að hann eigi síst af öllu við þær kerfiskellingar sem nú tróna í feitum embættum í stöðnuðu og spilltu kerfi, - heldur ungar konur með ferskar hugmyndir.
Verst hvað Björk er góður músíkant, annars vildi ég sjá hana á þingi. Þrátt fyrir að hún verði seint talin vel máli farin er kollurinn á henni í góðu lagi, fullur af góðum hugmyndum og brjóstið þar að auki fullt af kjarki til að láta hlutina gerast.
Krafa númer eitt er: Kosningar í vor!
* Í leit að mynd með færslunni komst ég fljótt að þeirri niðurstöðu að Steingrímur J. verður seint talinn myndast vel, smáfríður eða sérstakt augnayndi. Í mínum augum verður hann alltaf bóndi úr Þistilfirðinum, sama hvaða embætti hann á eftir að gegna í framtíðinni.
Íslenskir bændur eru samkvæmt minni reynslu afbragðs fólk, enda er ég af þeim komin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
249 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121543
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar