Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Okkar á milli

Frá Gerðu á Húnabrautinni:

Þegar konur eldast (tengill)

Frásögn umhyggjusams eiginmanns, og örlög hans.

golf+cartoon


Innflytjendapólitík í Danmörku

Willy_S_vndal_237333cVilly Søvndal, formaður sósíalistaflokksins, Socialistisk Folkeparti (SF) í Danmörku hefur tjáð sig í bloggi sínu um nýleg ummæli öfgasinnaðra samtaka múslima Hizb-ut-Tahrir þar í landi, sem hann kallar " mørkemænd" (myrkramenn), um að lýðræðið sé til vansa ( ”Demokratiet er en skændsel”).  Hann segir: "Þá getið þið bara hunskast heim til þessara andlega formyrkvuðu eiræðisríkja sem þið hyllið (”Så kan I da bare skrubbe af til de åndsformørkede diktaturer, I hylder”)." Hann segir samtökin spilla fyrir öllum öðrum múslimum í landinu ("Hizb-ut-Tahrir er en del af problemet for herboende muslimer – ikke en del af løsningen!") og að þeir ættu að halda sig heima hjá sér vilji þeir að Sharialögum verði komið á hér á Vesturlöndum.

Nú hefur Anders Fogh hælt Villy Søvndal fyrir þessi ummæli, og sagt að ef hann hefði ekki verið forsætisráðherra hefði hann sagt hið sama.

"Villi er búinn að vera á löngu ferðalagi, en nú er hann kominn þangað sem hann á að vera. Ég ætla að orða þetta svona: Ef ég hefði ekki verið forsætisráðherra, hefði ég sagt nákvæmlega það sama."

Þetta er Søvndal hreint ekki kátur með. Hann segist hafa notað orðið "mørkemænd" áður, í ræðu á landsþingi sósíalistaflokksins í maí, þar sem hann hafi gefið múslimskum öfgamönnum þetta nafn og sagt þeim að fara til andskotans. Þannig séð hafi hann bara verið að "endurnýta" þau orð í ummælum sínum nú. Þau séu sem sé ekki ný og hafi forsætisráðherra ekki vitað um þau fyrr, sé það líklega vegna þess að hann hafi mikið að gera og þurfi að hafa auga með mjög mörgu og sjái þess vegna ekki allt. Hann undrast orð Fogh og segir forsætisráðherrann, sem sé búinn að vera við völd í 6 ár, eiga sök á vandanum vegna vöntunar á heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.

"Ég held ekki ræður til þess að gleðja eða hryggja forsætisráðherrann, heldur vegna þess að ég óttast hvað muni gerast ef allir sem flýja eða flytja til landsins sogast inn í hina andlýðræðislega undiröldu sem samtökin Hizb ut-Tahrir standa fyrir."

Áhugasamir dönskulæsir geta lesið nánar um þetta HÉR

Vinstrihreyfingin verður að taka skýra afstöðu á móti öfgasinnum. 

Í annari grein sem Politiken birtir er þetta haft eftir Villy Søvndal:

"Ég skil ekki af hverju trúarleiðtogum er gefin sú staða í samfélgasumræðunni sem þeir hafa. Það er fullkomið dómgreindarleysi. Íranskir vinir mínir hafa algjörlega frábeðið sér að litið sé á Íslamska Trúfélagið sem fulltrúa þess sem þeir standa fyrir."

HÉR og HÉR má lesa ráð Villys Søvndal til "drengjanna á Norðurbrú". 

Frétt Politiken um gönguna gegn teikningunum 15. febrúar, 2008. 

Í færslu dansks bloggara frá 29. september, 2006, má lesa leiðara Jótlandspóstsins til varnar rétti samtaka danskra múslima til til tjáningarfrelsis vegna ummæla í Politiken. Meðan DF, sem blaðið styður ljóst og leynt, vildi banna samtökin þegar árið 2004. Þvílík hræsni! Ekki er öll vitleysan eins. Sitthvað er rotið í Danaveldi.


Löggan á Norðurbrú

Kbh_bydeleHér er tengill á grein í Politiken um aðfarir lögreglunnar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn og samkskipti hennar við fólk af erlendum uppruna.

Lögreglan þar hóf fyrir mánuði síðan að gera reglubundna líkamsleit á ungum karlmönnum, í leit að vopnum og fíkniefnum. Ekki hafa fundist nein vopn við slíka leit á Norðurbrú, samkvæmt því sem segir í annarri frétt í Politiken. Það segir lögreglan til vitnis um að slík aðgerð beri árangur, þar sem hún hafi varnaðaráhrif. Samkvæmt upplýsingum á þessari síðu, hefur slík leit þó borið einhvern árangur í öðrum hverfum. 

Í fyrstu greininni sem ég tengi hér í segir að ungir menn sem rætt var við segist geta sætt sig við að leitað sé á þeim. (Það að lögreglan telji þörf á að gera slíka leit skýrist af því sem kemur fram um glæpagengi í færslu sem ég setti inn hér fyrr). Það sé hins vegar soralegt orðbragð lögreglunnar og niðurlægjandi framkoma gagnvart þeim sem ekki sé hægt að sætta sig við.

Hver vill láta kalla sig  "svart svín", vera skipað að klæða sig úr skóm og sokkum og láta síðan lýsa ofan í nærbuxurnar sínar með vasaljósi fyrir allra augum úti á götu?  Myndum við, ég og þú, lesandi góður, láta bjóða okkur slíka meðferð án þess að mótmæla? Myndi okkur ekki þykja okkur sýnd lítilsvirðing, finnast við niðurlægð og að verið væri að níðast á okkur?

Lögregla sem rætt er við í greininni staðfestir að óspektirnar að undanförnu hafi ekkert að gera með mótmælin gegn endurbirtingu skopmyndanna af Múhameð eða yfirvofandi brottvísun Túnismannanna tveggja sem handteknir voru fyrir að ráðgera að myrða einn af teiknurunum, þó þetta tvennt hafi reynst olía á eldinn.

Politiken birti í dag opið bréf frá "Drengjunum á Norðurbrú", þar sem þeir setja fram ásakanir sínar á hendur lögreglunni um niðurlægjandi framkomu gagnvart þessum hópi, en segja jafnframt að mótmælunum, sem þeir viðurkenna að farið hafi úr böndunum, muni nú linna. Þeir segja einnig að mótmælin hafi ekki haft neitt með birtingu skopmyndanna að gera, þó þær hafi orðið til að magna þau upp. Lögreglustjóri Kaupmannahafnar lofar að þessar ásakanir muni verða rannsakaðar, um það má lesa hér

Nørrebro_Riot

Frétt RÚV um málið

Þetta segja Danir: 

Grein á vefsíðu Danmarks Radio 

Grein í Arbejderen

Grein í Avisen 

Grein í Information

Blogg: Rune Engelbreth Larsen 

Uppreisnarandi hefur löngum svifið yfir vötnum á Norðurbrú. Þar er eiga verkalýðs- og kvennabarátta í Danmörku sér mikla sögu, sú barátta tengist húsinu á Jagtvej 69, sem Faderlandet lét rífa. Myndin hér að ofan var tekin af mótmælum á Norðurbrú 1944, meðan á hersetu Þjóðverja stóð. Myndin er úr ljósmyndasafni Frihedsmuseet.

Ég tel að sá lærdómur sem við Íslendingar getum dregið af þessu máli sé sá að að það sé mjög mikilvægt að við tökum nú þegar, strax í upphafi, mjög ákveðið á þeim glæpahópum sem komið er í ljós að byrjaðir eru að hreiðra um sig hér á landi, áður en eðlileg samskipti okkar við löghlýðna innflytjendur hafa beðið skaða vegna ótta almennings við þau. Einnig áður en þau ná hugsanlega að mynda einhvers konar hatursbandalag við unglinga sem telja sig vera hlunnfarna af samfélaginu. Það á ekki að líða glæpi, hver sem fremur þá; hvort sem í hlut eiga Íslendingar eða útlendingar. Vegna þess að, svo ég vitni í Indiru Gandhi:

"Fólk getur ekki tekist í hendur með hnefana kreppta".

Værebro skoleÞeir sem frömdu eignaspjöllin í óeirðunum í Danmörku munu verða látnir borga fyrir þau, sem manni virðist þó að muni geta orðið erfitt í framkvæmd, vegna ringulreiðarinnar í kringum þessa atburði. Greiðslan mun í mörgum eða líklega flestum tilvikum lenda á foreldrum þeirra sem hægt verður að koma sök á, og það er óraunhæft að álíta að þeir muni vera borgunarmenn fyrir öllu því sem eyðilagðist, þó svo það tækist að benda á hver hafi brennt hvað.

Þannig að kostnaðurinn af tjóninu mun augljóslega að mestu lenda á ríki og borg. Maður spyr sig hvort ekki hefði verið skynsamlegra að verja meira fé í félagslega uppbyggingu í hverfum innflytjenda, en að þurfa að borga stórfellt eignatjón síðar, hvað eftir annað, því á síðasta ári er áætlað að tjón vegna óeirðanna sem urðu kringum niðurrifið á Ungdómshúsinu í mars hafi kostað danska ríkið 100 milljónir danskra króna. Áður höfðu orðið róstur vegna hússins í desember 2006 sem ég veit ekki hvað kostuðu. Hvert fjárhagslegt tjón er núna hef ég ekki séð tölur um enn. En auðvitað er alltaf hægt að vera vitur eftir á, ekki hvað síst þegar maður býr ekki einu sinni í landinu.

Það er öruggt að almenningur í landinu mun ekki gleyma því sem gerðist þessi kvöld og nætur strax á morgun. Ég óttast að almenningsálitið muni láta marga saklausa innflytjendur gjalda atburðanna að ósekju,  á meðan  óeirðabullur, jafnvel danskar í marga ættliði, sem nýta sér  gjarnan svo kjörin tækifæri til að svala skemmdarfýsn sinni í skjólinu af reiði annarra, muni  sleppa við refsingu og hlæja að öllu saman.

Götuóeirðir eru engin ný bóla í Kaupmannahöfn, og það hafa ekki alltaf verið innflytjendur sem hafa staðið fyrir þeim: Bardaginn í Ryesgade 1986 ...

...en margt annað er gert á Innri-Norðurbrú en að kveikja í bílum og húsum: Rabarberlandet 


Merkileg frétt

Hér er svo frétt sem sætir tíðindum.

Mikið er gamli maðurinn skýr til augnanna, þó líkaminn sé augljóslega orðinn hrörlegur og búinn að bregðast honum.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólskinsfrétt

Það er alltaf gaman að lesa svona jákvæðar fréttir. Vel af sér vikið, Ólöf! Smile
mbl.is „Þetta var ekki auðvelt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli frændi

 úlfurfróði

Er maður nokkuð mikið rosalegt krútt? InLove


Hús fólksins - Ungdómshúsið - og lóðin dýra

Ungdomshuset


 Jagtvej 69, Nörrebro, maí 2007 (tengill á fleiri myndir)

Saga Ungdómshússins

Árið 1978 seldi Brugsen, sem þá átti húsið, þjóðlagahópnum Tingluti húsið. Einhverju seinna sprakk vatnslögn í húsinu, og þar sem hópurinn hafði ekki efni á að láta gera við skemmdirnar keypti borgin húsið af honum. Árið 1982 afhenti borgin Hús fólksins (Folkets Hus), eins og húsið hét frá því að lokið var við byggingu þess 1897, hópi fólks sem starfrækti þar síðan Ungdómshúsið (Ungdomshuset),þó húsið væri áfram eign borgarinnar. Á þeim tíma sem í hönd fór spiluðu þar frægir tónlistarmenn eins og t.d. Nick Cage og Björk.

Í janúar 1996 skemmdist húsið í eldi og í kjölfarið kom í ljós að húsið var illa farið af fúa og sveppagróðri. Borgin hugðist þá gera á því endurbætur af öryggisástæðum, en það mætti andspyrnu þeirra sem höfðu það þá til umráða (occupants). 

Árið 1999 var húsið sett í sölu, eftir deilur við íbúana (inhabitants) vegna fyrirhugaðra viðgerða og þess að þeir neituðu að borga þá leigu sem upphaflega var samið um. Þegar fréttist af fyrirhugaðri sölu hengdu íbúarnir utan á húsið borða sem á stóð "Hús til sölu, 500 geðbilaðir róttæklingar og grjótkastarar frá helvíti fylgja". Fyrirtækið Human A/S keypti húsið, þrátt fyrir þessa aðvörun, árið 2000 (salan gekk þó ekki í gegn fyrr en 2001), og seldi það síðan kristna söfnuðinum Faderhuset . Hústökufólkið (squatters) - [takið eftir hvernig nafngiftin um þá sem í húsinu dvöldust breytist eftir því sem líður á greinina!] neitaði þó að yfirgefa bygginguna. Hústökufólkið sat síðan sem fastast í húsinu og neitaði alfarið að hleypa nýjum eigendum þar inn fyrir dyr, alveg til 1. mars, 2007, þegar lögregla byrjaði að rýma húsið fyrir niðurrif, að undangengnum réttarhöldum Föðurhússins gegn þeim sem í því dvöldu.

(Þýtt úr Wikipediu

Þetta er sagan eins og hún gekk fyrir sig. Málið var sem sé ekki svo einfalt að þarna hafi aðeins verið um að ræða íbúa sem neituðu að borga leigu, eins og haldið hefur verið fram hér á Moggablogginu, heldur hafði borgin í raun og veru selt húsið ofan af þeirri starfsemi sem hún hafði upprunalega úthlutað húsið, þegar hún eignaðist það, eða fljótlega upp úr því, eftir deilur og samningsrof. Þegar húsið var selt hafði þessi starfsemi verið í húsinu í samfellt 22 ár, og var þar sem sagt áfram, í óþökk nýrra eigenda, í u.þ.b. 6 ár, sem verður að teljast nokkuð gott úthald!

Einhvers staðar í þessu ferli fór greinilega eitthvað mikið úrskeiðis, það er að segja eftir að bruninn átti sér stað. Ekki veit ég hvort borgin bauð unga fólkinu sem rak húsið á þeim tíma annað húsnæði fyrir starfsemina meðan endurbætur færu fram, sem það hafnaði, eða hvort borgin hefur þá ákveðið að hætta alfarið afskiptum af starfseminni. Sem síðan gerðist eftir 3ja ára þóf, þrátt fyrir mótmæli, með sölu hússins.

Þetta er sorgarsaga um starfsemi sem greinilega fór vel af stað og var með miklum blóma, en síðan hallaði undan fæti og samstarfið við borgaryfirvöld versnaði, þangað til það leystist að lokum upp. Ekki veit ég hverju er þar um að kenna. Kannski eru einhverjir svo fróðir um sögu hússins og starfsemina innan veggja þess að þeir geti sagt mér það.

Fróðleg bloggfærsla um Ungdómshúsið og endalok þess (tengill)

Í þessari færslu er ýmislegt athyglisvert. Til dæmis finnst mér að þeir sem fara fram af hvað mestum móð með síbyljuna um brjálaða múslima ættu að velta þessu fyrir sér:

" Það verður fróðlegt að sjá hvaða fólk hefur setið í fangageymslum lögreglunnar eftir óeirðirnar fyrir hálfum mánuði. Það er ekki enn komið í ljós hverjir það voru sem gengu hvað lengst í eyðileggingunum, kveiktu í leikskóla, eyðilögðu bókasafn og fjölmiðlaver menntaskóla, brenndu bíla og brutu rúður. Ég ræddi við tvær kennslukonur í vikunni sem sögðu mér að fótboltabullur hefðu sent sms-skilaboð sín á milli um að nú væri "fjör í götunum" og síðan fjölmennt hettuklæddar með barefli. Mér vitanlega hefur fótbolti ekki verið ríkur þáttur í starfi Ungdomshuset."

 

Bygges der snart på Ground 69?

Offentliggjort 19. januar 2008
www.norrebro.dk

På Ground 69 kan rotterne spise sig fede og store. Det er ikke særlig lækkert, der der ligger på jorden. På en husmur i nærheden kan man læse følgende advarsel:

  • Hvad der bygges her, bliver smadret.

Det er ikke noget, der er diskuteret på et mandagsmøde, men det er en holdning i miljøet, at man vil gå meget håndfast til værks overfor eventuelle byggefirmaer.

 

Center for Bydesign har holdt møde med repræsentanter fra Faderhuset om fremtiden for den omtalte grund. Her fremlagde Faderhuset nogle skitseforslag.

Finansgruppen A/S, hvor også Københavns Kommune har en part, vil på nabogrunden bygge boliger og erhverv i karreens indre. Man vil placere en underjordisk parkeringsplads, Karreens friarealer skal være offentlig tilgængelig. En markant tilgang, skal ske fra Nørrebros Runddel.

 

Skal planerne realiseres, kræves det at Human A/S enten sælger grunden til Finansgruppen A/S eller at sidstnævnte køber aktierne i Human A/S

 

Først skal der påregnes en udviklingsperiode ”af en hvis varighed”, hvorefter der forventes 10 – 12 måneders arbejde med at udarbejde lokalplan og kommuneplantillæg. Først herefter kan det konkrete byggeri påbegyndes. Med andre ord, grunden kan ligge ubenyttet hen i flere år endnu.

 

Allerede tidlig i forløbet kunne vi her på www.norrebro.dk afsløre Finansgruppens interesse for grunden.

  • fakta er, at ground 69 er beliggende i et såkaldt c2 – område. Den maksimale bebyggelsesprocent er på 150. Friarealet er 40% for boliger, og 10% for erhverv. Der er mulighed for anlæggelse af nye dagligvare – eller udvalgsbutikker på op til 3.000 m2 og 1.500 m2.

Det er ejeren, Faderhuset, der skal sørge for at grunden holdes i en ordentlig tilstand. Her siger man, at man engang imellem fjerner affald, men åbenbart ikke hurtig nok. Deres problem er også ifølge Faderhuset, at de unge på en hjemmeside opfordrer til, at man smider affald på grunden.

 

OG det ser ud til, at ”lossepladsen” vokser i omfang til stor ærgrelse for naboerne.

 

Kommunen har tilbudt Faderhuset, at renholde grunden mod betaling. Faderhuset har dog endnu ikke svaret på henvendelsen.


Glæpagengin

Af vef www.norrebro.dk :

Bande på Blågårds Plads

Offentliggjort 18. februar 2008

Rigspolitiet har kortlagt indvandrebander. Mange har været tæt på konfrontationer med Hells Angels. Ifølge rapporten er det lykkedes for Blågårds Plads – gruppen at presse Hells Angels ved hyppig anvendelse af vold og skydevåben. Ligeledes har indvandregruppen trukket på et ukendt antal soldater i nærmiljøet.  Kriminelle fra Nørrebro har kontakter og samarbejde med rockergruppen bandidos. Gruppen forsøger, at få overtaget i hashsalget i København og været involveret i flere knivstikkerier.

Lúxuslíf að vera unglingur í þessu hverfi? 

Ungdómshúsið - vinin á Norðubrú 


Umræður af spjallsíðu danska ríkisútvarpsins

DR.dk. - Debat :

uha 
"DET GIVER INGEN MENING"
3 time(r) siden
1 x ?
Jeg synes det pisse dum at brænder biler og skole osv , det giver jo slet ikke noget mening . Jeg selv muslim men jeg kan slet ikke finder på at gør sådan noget . de unge de ved ikke en skid om islam . jeg synes altså men kan ikke kalder dem muslimer der gør så noget.
 
Kommentar:Jensen38
Dejligt med en reaktion fra en muslim
3 time(r) siden
der som de fleste muslimer tager afstand for disse rabiate palæstinensiske intifadatilstande.

Jeg har tidligere undret mig meget over tavsheden fra moderate muslimer, som må formodes at være flertallet i Danmark.
 
Kommentar:Joel

Flertallet af muslimer er imod balladen
3 time(r) siden
men hvis I taler med yngre muslimer i de udsatte områder, så er der hele tiden et "men", og det skyldes ikke tvivl om afbrændingernes tåbelighed, men udelukkende angst for at blive "irettesat" af de unge ved næste møde på offentlig vej.

Jeg er 100% sikker på, at 90-95% af alle muslimer er voldsomt imod afbrændinger, som de nu skal kæmpe med de næste år, da danskerne har en eminent evne til at give alle muslimer skylden for få muslimers tåbelige optræden.

Bare se på denne debat. Nogle debattører skærer over en kam. Alle muslimer vil ødelægge os danskere. ALLE.

Tro dem ikke, uha. De er nemlig et stort mindretal.

- - - 

Hvem har skylden for denne ballade. Kom med et bud
4 dag(e) siden -
Er det regeringens retorik og manglende opmærksomhed omkring indvandringsproblemer især blandt unge 2. og 3. generationsindvandrere ???

Skyldes det DF og partiets evige jagt på muslimer generelt ??

Kan det skyldes de unges dumhed, og at de måske tror, at disse aktioner kan give dem respekt eller forståelse?

Eller er det tegninger og stemningen generelt i Danmark, hvor fremmede i det store og hele ikke føler sig velkommen. Kort sagt: Er det vores egen skyld ??

Kan det skyldes en form for racisme hos det danske politi, der medfører ekstra kontrol for våben og stoffer hos de unge indvandrere.

Har I andre bud, så kom med dem, og en løsning ville heller ikke være så tosset endda.

 


Pæling

Bush-VicarPowell

 

 Hvað er verst, að gera grín að Múhameð, Gyðingum eða Bush?

Þið getið dæmt um það sjálf með því að smella HÉR

Þið megið alveg kíkja á ÞETTA líka...

...og ÞETTA


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.