Leita í fréttum mbl.is

Lönd sólaruppkomunnar

orient.jpgÉg var að hlusta áðan á viðtal Helga Seljan við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta okkar,  í Kastljósinu. Hann komst svo sem ágætlega frá því, þarna var gamli prófessorinn mættur til að skilgreina hlutina og vinna úr núverandi stöðu, með (venjulegum) áherslum á auðlindir okkar og sóknarfæri svo og æsku landsins.

Það er öruggleg rétt hjá bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Ólafi að náttúrulegar orkulindir okkar gera samningsstöðu okkar sterkari á þessum síðustu tímum. En þurfum við ekki samt sem áður alltaf á olíu að halda til að halda úti fiskiskipaflotanum okkar, eða sér fólk fyrir sér að knýja megi hann áfram með raforku?

Sjálfsagt gætu komist á gott flæði milli okkar og Rússa (eins og í denn) nú þegar leiðin styttist milli okkar við bráðnun norðurpólsins, að maður tali nú ekki um ef þeir fara að bora eftir olíu á því svæði.

Vesturveldin (það er að segja hafi þau fellibylinn af) myndu svo örugglega sjá til þess í hræðslubandalagi við Alþjóðabankann og Nató að Rússar seilist ekki of langt ofan í gullkistur okkar.

Mér segir svo hugur að við eigum heldur að beina sjónum í austurátt um stuðning og samstarf í efnahagsmálum, en að binda okkur við gömlu vesturlöndin sem svo er að sjá að vilji ekkert af okkur vita meðan þau sjálf eru við það að riða til falls. Þá er ég með í huga Asíulönd, Japan, Kína og Indland, þar mun uppgangurinn verða í framtíðinni.

crjsh081013.gif

 


Sjálfsvirðing

mban1157l.jpgMig langar í ljósi síðustu atburða til að deila með öðrum orðum sem þjónustufulltrúinn minn í bankanum sagði við mig fyrir nokkrum árum, þegar ég stóð mitt í mínu eigin, litla fjárhagshruni:

"Mundu að hvað sem á dynur þá eru peningarnir þínir eitt, en þú sjálf ert eitthvað allt, allt annað."

Þetta eru orð sem ég var henni mjög þakklát fyrir og ég hef aldrei gleymt. Það hjálpaði mér í gegnum miklar þrengingar að minnast þeirra.

 


Bloggfærslur 13. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband