Leita í fréttum mbl.is

Lönd sólaruppkomunnar

orient.jpgÉg var að hlusta áðan á viðtal Helga Seljan við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta okkar,  í Kastljósinu. Hann komst svo sem ágætlega frá því, þarna var gamli prófessorinn mættur til að skilgreina hlutina og vinna úr núverandi stöðu, með (venjulegum) áherslum á auðlindir okkar og sóknarfæri svo og æsku landsins.

Það er öruggleg rétt hjá bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Ólafi að náttúrulegar orkulindir okkar gera samningsstöðu okkar sterkari á þessum síðustu tímum. En þurfum við ekki samt sem áður alltaf á olíu að halda til að halda úti fiskiskipaflotanum okkar, eða sér fólk fyrir sér að knýja megi hann áfram með raforku?

Sjálfsagt gætu komist á gott flæði milli okkar og Rússa (eins og í denn) nú þegar leiðin styttist milli okkar við bráðnun norðurpólsins, að maður tali nú ekki um ef þeir fara að bora eftir olíu á því svæði.

Vesturveldin (það er að segja hafi þau fellibylinn af) myndu svo örugglega sjá til þess í hræðslubandalagi við Alþjóðabankann og Nató að Rússar seilist ekki of langt ofan í gullkistur okkar.

Mér segir svo hugur að við eigum heldur að beina sjónum í austurátt um stuðning og samstarf í efnahagsmálum, en að binda okkur við gömlu vesturlöndin sem svo er að sjá að vilji ekkert af okkur vita meðan þau sjálf eru við það að riða til falls. Þá er ég með í huga Asíulönd, Japan, Kína og Indland, þar mun uppgangurinn verða í framtíðinni.

crjsh081013.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Keyra má allann skipaflotann með bio-dízel með litlum breytíngum strax í dag, frekar en raforku.

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég veit við höfum raforkuna, en hvað stöff fer í bíódíselið?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Til dæmiz þetta....

http://www.visir.is/article/20080922/FRETTIR01/533928941

Svenni vinur minn er ekki einhamur....

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aha, mjög fróðlegt og gott að vita að við gætum verið sjálfbær í þessu ef allt færi á versta veg.

En áfram munum við þurfa á áli og stáli að halda.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með Zteingrími. Olía verður smám sama óþörf á fiskiskipaflotann og í sjálfu sér er tækni fyrir hendi í dag til að knýja hluta hans með lýsi sem stærsti hluti fiskiskipaflotans sækir sjálfur út á sjó. Það er ofgnótt síldar hér í kring núna. Hægt að sjá hana út um gluggana á húsunum við Breiðafjörðinn til dæmis. Svo eru hvalir hér um allt sem má veiða og bræða í lýsi sem vel hæft er til eldsneytis á dísilvélar.

Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hefurðu annars lesið "Eftir flóðið" ?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Smá eftirmáli:

Hvað sem öðru líður megum við meta við forsetann okkar að hann hefur lagt góðan grundvöll að samskiptum okkar við Austur-Asíuþjóðirnar, sér í lagi Indland, held ég.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband