14.10.2008
Svartamarkaðsbrask auglýst á mbl.is
Seinast þegar ég vissi var sala á gjaldeyri utan viðurkenndra fjármálastofnana ólögleg. Svo sér maður fjallað um auglýsingu um þess háttar sölu á mbl.is sem hverja aðra frétt á sömu vefsíðu, eins og ekkert sé sjálfsagðara, nema hvað þetta virðist þykja óvenjulegt og þar með fréttnæmt.
Það er greinilega allt orðið vitlaust í þessu landi.
Verður það næsta að hægt sé að kaupa dóp eftir smáauglýsingum í blöðunum?
Það er talað um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni líta okkur öðrum augum en þróunarlönd. En ég held að ekki einu sinni í þróunarlöndunum sé svartamarkaðsbraskið auglýst í dagblöðunum.
Segja ekki þessar auglýsingar og umfjöllunin um þær okkur ekki sitthvað um það hvernig siðferði þessarar þjóðar er (orðið)?
Ég er gjörsamlega gáttuð. Hversu fáfróðir og hreint og beint heimskir hafa blaðamenn leyfi til að vera, og auðvitað líka þeir sem seldu auglýsingarnar?
![]() |
Gjaldeyrir auglýstur í smáauglýsingunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.10.2008
Mikið er það merkileg kúvending...
...að sá flokkur hérlendis sem kenndur hefur verið við hægri stefnu togar nú í austurátt, á meðan hinn sem samanstendur af leifum jafnaðarstefnunnar tosar í vesturátt.
Bentu í austur,
bentu í vestur,
bentu á þann sem að þér þykir bestur.
Það er allt komið á hvolf. Allt mögulegt. Hvað gerist næst?
Ég veit ekki hvort á að kalla þetta hrollvekju eða reyfara, kannski er skrípaleikur eina orðið.
Jeminn.
Nújæja, eitthvað hef ég verið að tala um það hér á blogginu að róa lífróðurinn á báða bóga, en samkvæmt því sem áður var og hét hafa ræðararnir skipt um sæti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008
Stolt # Dramb
Sannast nú ekki einfaldlega á okkur gamla máltækið að dramb er falli næst ?
Með alla jeppana okkar, stórhýsin, verslunarferðirnar...ja ég veit ekki hvað...Ísland mest og best...jú, við höfum verið drambsöm.
En þó veður hafi fljótt skipast á lofti þá skulum við ekki gleyma silfrinu okkar allra í Kína. Þar sýndi handboltaliðið okkar hvers við erum megnug með jákvæðni og samstöðu í farteskinu. Þá vorum við stolt þjóð, og máttum svo sannarlega vera það af því tilefni.
Ísland er enn "stórasta" land í heimi í hjörtum okkar, þrátt fyrir allt, er það ekki?
Nema þeirra sem aðeins skilja: égummigfrámértilmínogminna.
Eyðslufylleríið er búið - þá taka timurmennirnir eðlilega við.
Það er munur á stolti og drambi, á sama hátt og það er munur á hugrekki og dirfsku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008
Úpps...
![]() |
Vilja ekki íslensku sinfóníuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008
Tilvitnun dagsins
Vek athygli á tilvitnun dagsins hér í dálknum til vinstri:
Quote of the Day
A government that is big enough to give you all you want is big enough to take it all away.
Barry Goldwater
Wikipedia um Barry Goldwater
14.10.2008
Sjá roðann í austri...
Ætli Japanir væru ekki til í lána okkur?
Það er víst ekki enn búið að opna fyrir viðskipti með sjóði, þó heyrst hafi í fréttum að það yrði mögulega gert í dag. Hvenær í ósköpunum fara hjólin að hreyfast aftur?
(Ég hringid eins og auli í bankann vegna þess að ég var eitthvað að spá í markaðsvirði smotterísins míns, sem samkvæmt netbankanaum er enn það sama í dag og fyrir yfirtökuna, var svo viss um að það væri búið að opna fyrir viðskiptin og hélt víst að þeir hefðu bara gleymt að breyta þessu um lokunina á forsíðunni! )
![]() |
Ekkert lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. október 2008
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
171 dagur til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar