Leita í fréttum mbl.is

Svartamarkaðsbrask auglýst á mbl.is

Seinast þegar ég vissi var sala á gjaldeyri utan viðurkenndra fjármálastofnana ólögleg. Svo sér maður fjallað um auglýsingu um þess háttar sölu á mbl.is sem hverja aðra frétt á sömu vefsíðu, eins og ekkert sé sjálfsagðara, nema hvað þetta virðist þykja óvenjulegt og þar með fréttnæmt.

Það er greinilega allt orðið vitlaust í þessu landi.

Verður það næsta að hægt sé að kaupa dóp eftir smáauglýsingum í blöðunum?

Það er talað um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni líta okkur öðrum augum en þróunarlönd. En ég held að ekki einu sinni í þróunarlöndunum sé svartamarkaðsbraskið auglýst í dagblöðunum.

Segja ekki þessar auglýsingar og umfjöllunin um þær okkur ekki sitthvað um það hvernig siðferði þessarar þjóðar er (orðið)?

Ég er gjörsamlega gáttuð. Hversu fáfróðir og hreint og beint heimskir hafa blaðamenn leyfi til að vera, og auðvitað líka þeir sem seldu auglýsingarnar?


mbl.is Gjaldeyrir auglýstur í smáauglýsingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er það merkileg kúvending...

...að sá flokkur hérlendis sem kenndur hefur verið við hægri stefnu togar nú í austurátt, á meðan hinn sem samanstendur af leifum jafnaðarstefnunnar tosar í vesturátt.

Bentu í austur,

bentu í vestur,

bentu á þann sem að þér þykir bestur.

 

Það er allt komið á hvolf. Allt mögulegt. Hvað gerist næst?

Ég veit ekki hvort á að kalla þetta hrollvekju eða reyfara, kannski er skrípaleikur eina orðið.

Jeminn.

Nújæja, eitthvað hef ég verið að tala um það hér á blogginu að róa lífróðurinn á báða bóga, en samkvæmt því sem áður var og hét hafa ræðararnir skipt um sæti.

 


Stolt # Dramb

610x.jpgSannast nú ekki einfaldlega á okkur gamla máltækið að dramb er falli næst ?

Með alla jeppana okkar, stórhýsin, verslunarferðirnar...ja ég veit ekki hvað...Ísland mest og best...jú, við höfum verið drambsöm.

En þó veður hafi fljótt skipast á lofti þá skulum við ekki gleyma silfrinu okkar allra í Kína. Þar sýndi handboltaliðið  okkar hvers við erum megnug með jákvæðni og samstöðu í farteskinu. Þá vorum við stolt þjóð, og máttum svo sannarlega vera það af því tilefni.

Ísland er enn "stórasta" land í heimi í hjörtum okkar, þrátt fyrir allt, er það ekki?

Nema þeirra sem aðeins skilja: égummigfrámértilmínogminna.

Eyðslufylleríið er búið - þá taka timurmennirnir eðlilega við.

Það er munur á stolti og drambi, á sama hátt og það er munur á hugrekki og dirfsku.

 


Úpps...

...og ég sem var að spá í hvort þeir myndu ekki lána okkur fyrir svo sem einum plástri. Af þessar frétta að dæma er það ekki sennilegt. Þeir eru varfærnir, enda búnir að fara í gegnum hrun sjálfir fyrir ekki svo ýkja löngu síðan.
mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvitnun dagsins

hbo_mr_conservative_barry_goldwater.jpgVek athygli á tilvitnun dagsins hér í dálknum til vinstri:

Quote of the Day
A government that is big enough to give you all you want is big enough to take it all away.
Barry Goldwater

Wikipedia um Barry Goldwater


Sjá roðann í austri...

Ætli Japanir væru ekki til í lána okkur? Wink

Það er víst ekki enn búið að opna fyrir viðskipti með sjóði, þó heyrst hafi í fréttum að það yrði mögulega gert í dag. Hvenær í ósköpunum fara hjólin að hreyfast aftur?

(Ég hringid eins og auli í bankann vegna þess að ég var eitthvað að spá í markaðsvirði smotterísins míns, sem samkvæmt netbankanaum er  enn það sama í dag og fyrir yfirtökuna, var svo viss um að það væri búið að opna fyrir viðskiptin og hélt víst að þeir hefðu bara gleymt að breyta þessu um lokunina á forsíðunni! LoL)


mbl.is Ekkert lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband