Leita í fréttum mbl.is

Á Íslandi er hvorki stríð né skömmtun

serbia.jpg

 

 

Ég heimsótti unga vini mína frá Serbíu í gærkvöldi.

Þeim finnst ástandið hér á Íslandi núna "pís of keik" miðað við það sem þau upplifðu í  heimalandi sínu á meðan stríðið geisaði þar, og jafnvel miðað við ástandið í landinu fyrir þann tíma, þegar vörur voru skammtaðar o.s.frv. Enda hafa þau alltaf verið ráðdeildarsöm. Þau eru búin að búa hér í 8 ár og minnast þess að hafa undrast "lífsgæða"kapphlaupið hér þegar þau komu, og ekki hefur ástandið batnað í þeim efnum árin sem þau hafa búið hér.

Það var afar áhugavert að hlusta á þau og gæti margt ungt fólk á Íslandi í dag örugglega haft gott af að heyra frásagnir fólks sem hefur kynnst raunverulegri örbirgð og hörmungum.

Þau hafa komið sér vel fyrir hér á Íslandi og hafið nýtt líf. Á þeim bænum er ekki kjarkleysinu fyrir að fara, heldur einkennir þau dugnaður og bjartsýni, þrátt fyrir það að við blasi erfiðir tímar á Íslandi.


Gott

Mér er létt að loksins skuli eitthvað vera farið að gerast. Þessi biðstaða var farin að taka aðeins á taugarnar. Ekki þó svo að ég væri illa haldin sjálfrar mín vegna, en maður gerir sér grein fyrir hvað er í húfi.

Maður var hálfhræddur um að ríkisstjórnin væri að springa eftir svipnum á ráðherrunum að dæma í gærkvöldi og framkomunni við fréttamenn þegar þeir gengu af fundi í ráðherrabústaðnum. En það hefði auðvitað verið algert ábyrgðarleysi að leyfa slíku að gerast, á svo erfiðum og viðkvæmum tíma þegar skjótra aðgerða og ákvarðana er þörf, til þess að ekki fari allt í kaldakol hér hjá okkur.

Ég fagna þessari frétt, þó það sé ógaman að verða að fá slík lán. Vænti formlegrar yfirlýsingar frá ríkisstjórninni fljótlega um málið.


Heilræði

a_isafir_i.jpg

 

 

 

 

Úr pistli sem ég rakst á í The Daily Telegraph (þegar ég setti "Iceland" í leit kom hann fyrstur upp), og mér fannst innihalda ágætt heilræði fyrir okkur í dag. Nenni ekki að hafa fyrir að þýða þetta, það skilja svo margir ensku hvort sem er, - here goes:

"On Sunday I'm back in London, hoping to see The Beautiful People, one of the great plays born out of the Great Depression. William Saroyan, prolific playwright and novelist, is another neglected master. He has a message for us all in these febrile times:

"Try to learn to breathe deeply, really to taste food when you eat, and when you sleep really to sleep. Try as much as possible to be wholly alive with all your might, and when you laugh, laugh like hell. And when you get angry, get good and angry. Try to be alive. You will be dead soon enough."

Cut it out and stick on the fridge door. I have."

Pistillinn er eftir Gyles Brandreth, sem mun vera glæpasagnahöfundur, tengill á pistilinn er HÉR.

Myndin fallega er tekin af bloggvinkonu minni Ásthildi Cesil á Ísafirði, ég fékk að hlaða henni niður þegar hún birti hana í blogginu sínu. Ég vona að það sé í lagi að setja hana hér, mig langaði svo til að setja einhverja virkilega fallega íslenska mynd með færslunni.


Bloggfærslur 20. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.