Leita í fréttum mbl.is

Þörf ráðstefna fyrir okkur - meir nú en nokkru sinni

Þetta hefur verið sköruleg ræða hjá Árna Páli.

Líka gott að heyra að Geir hafi óskað eftir sérstökum fundi forsætisráðherranna um málefni Íslands.

Vonandi fáum við bæði fjárhagslegan og siðferðilegan stuðning frá Norðurlandaþjóðunum út úr þessari ráðstefnu, ekki veitir af. Best væri ef þeir væru á þeim nótum að fordæma Breta opinberlega, en óvíst hvort þessar þjóðir séu tilbúnar að ganga svo langt gegn jafn voldugri þjóð.

 


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg fyrirsögn

Mér finnst fyrirsögnin fáránlega orðuð.

Á ekki Samfylkingin, sem eykur fylgi sitt, fimm ráðherra í ríkisstjórn, eða hvað, þó forsætisráðherra og aðrir sex ráðherrar séu Sjálfstæðismenn? Auk þess sem aðeins 55% þeirra sem spurðir voru svöruðu spurningunni, samkvæmt því sem mér var tjáð hér á blogginu, þannig að þessi könnun er ekki marktæk. Þessa var þó ekki getið í frétt mbl.is. Auk þess sem spurningin virðist hafa verið um fylgi flokkanna hvers um sig, ekki hvort menn styddu ríkisstjórnina.

Leiðrétting: Sex og sex ráðherrar, ruglaðist á Kristjáni Möller, vegna þess að mér hefur alltaf fundist hann svo framsóknarlegur (eða kannski bláleitur), hann er alla vega frá Siglufirði. - Þess þá heldur!

Mér finnst svona uppsláttur í fyrirsögn á mbl.is villandi og bera vott um óvönduð vinnubrögð. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem ég gagnrýni blaðamenn síðunnar fyrir slíkt.

Ég held að margir styðji ríkisstjórnina fram að næstu kosningum. Svo kemur í ljós hvenær þær verða haldnar og hver útkoman verður úr þeim.

Fyrst þegar ég las þessa fyrirsögn var ég að vona að meiningin í henni væri að stjórnarandstaðan hefði lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu daga, sem mér fyndist vel. En til þess hefur að vísu ekki nægilega mikið komið fram um gang samningaviðræðna. Slík stuðningsyfirlýsing myndi væntanlega ekki koma fram nema búið væri að leggja fram skilyrðin og þing búið að koma saman.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.