Leita í fréttum mbl.is

Flottar útvarpsrásir...

Rúv:


Svo er þessi rás líka nýbyrjuð og flott:

Franskt útvarp FM 89.0 Radio France Internationale hóf útsendingar hér á landi í fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni FM89,0. Útsendingin er til eins árs í senn og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Útvarpsrásin fer í loftið hérlendis samhliða hinni umfangsmiklu frönsku menningarhátíð, „Pourquoi-Pas? Franskt vor á Íslandi", sem hefst 22. febrúar.
http://www.pourquoipas.is.

Radio France Internationale er frönsk opinber útvarpsrás rekin af utanríkisráðuneyti Frakklands sem útvarpar á um 20 mismunandi tungumálum. Fjöldi áheyrenda nemur 44 milljónum, þar af eru 25 milljónir í Afríku. Í Evrópu er fjöldi áheyrenda um 2 milljónir. Rásin er með 150 senda víða um heim og er í samstarfi við 340 mismunandi útvarpsrásir, sem útvarpa dagskrá RFI í heild sinni eða að hluta. Rásin flytur fréttir á hálftíma fresti með áherslur á alþjóðamál.

- - - 

Annars er það helst í fréttum af einkabílstjóranum að hann dreif sig í bílaþvottastöð í dag, svo bifreiðin teldist boðleg farþegum morgundagsins. Þurfti að bíða í ríflega 1 klst. eftir að komast að, að sjálfsögðu að meðtöldum þeim 10 mínútum sem tók að þvo jeppann sem tróð sér fram fyrir mig í bilið sem myndaðist meðan ég skrapp inn til að kaupa mér kort í þessa sjálfvirku þvottastöð. 

Oj, oj - kom við í Góða Hirðinum og ætlaði bara að kíkja og fá mér kaffi og spjall, en fann alls kyns freistandi dýrgripi sem nú hafa bæst í það alltof umfangsmikla safn sem fyrir er í íbúðinni minni Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir þessar gagnlegu upplýsingar. Ég er útvarpsfíkill. Vakna og sofna við útvarpsþætti!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú´r welcome, mí dír!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Rondó er á FM 87,7. Það er flott að hafa úr öllum þessum útvarpsrásum að velja. En ekki getur maður stillt á Útvarp Alþingi.  Það er ekki nógu gott og ekki nógu lýðræðislegt.

Pétur Þorleifsson , 14.2.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir tengilinn Pétur, kannski er ekki nógu skýrt að setja þetta svona fram eins og ég geri, en tengillinn hjá mér á rásina er í öllum þessum stóru, lituðu bókstöfum...

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:38

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Já, smella á lituðu stafina, það hefði mér aldrei dottið í hug..

Úr því við erum að tala um útvarp, þá heyrði ég einstaklega vel heppnaðan þátt á mánudaginn á rás 1 þar sem fjórar súpersöngkonur komu við sögu. Hann verður endurtekinn á laugardagskvöldið.

Pétur Þorleifsson , 14.2.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband