Leita í fréttum mbl.is

Súkkulaðiþrælkun

mainpagebannerwithtitl2e

Maður að nafni Geir Guðmundsson vakti athygli mína á þessu málefni sem ég hafði ekki heyrt um áður*, í kommenti á síðunni minni:

"Nú er bara að stíga næsta skref og berjast á næstu vígstöðvum mansals, barnaþrælkunar og ofbeldis gegn börnum. 

Eins og flestir (ættu) að vita veltir súkkulaði-iðnaðurinn margfalt meira en klámiðnaðurinn og 40 -50% af súkkulaði er ræktað í löndum þar sem gríðarlegt mansal, þrældómur og ofbeldi gegn börnum þrífst í skjóli þessa iðnaðar. 

Við verðum að fá lög gegn framleiðslu, innflutningi og dreifingu á súkkulaði alveg eins og núverandi hegningarlög banna klám.  Ef slegin eru inn leitarorðin "chocolate slavery" í Google koma upp yfir 1 milljón vefsíðna sem fjalla um þennan hræðilega iðnað.  

Það eru brotnar sálir sem leggjast í súkkulaðiát til að hugga sig m.a. vegna kynferðisofbeldis og fleiri andlegra vandamála.  Súkkulaði er auk þess óhollt því magni sem við íslendingar neytum þess. 

 

Vandinn er að það getur verið erfitt að koma þessu brýna máli á dagskrá Alþingis, þar sem forseti Alþingis er einn helsti eigandi stærsta súkkulaði framleiðslufyrirtækis Íslands, Nóa Síríus.

Stöndum saman gegn súkkulaði.  Fáum Biskupinn og prestafélagið til að hvetja allt sannkristið fólk til að neyta ekki súkkulaði-páskaeggja á einni helstu hátíð kristinnar trúar, páskunum.

 
Óskráður (Geir Guðmundsson), 23.2.2007 kl. 11:31"

 

Ég fór að ráði hans og "gúgglaði "chocolate slavery". Svaraði kommentinu hans síðan þannig:

Sæll Geir,

Það er um að gera að vekja athygli á og berjast gegn öllu því óréttlæti og nauðung sem viðgengst í heiminum. Fyrr en það er horfið úr mannlegu samfélagi verður ekki friðvænlegt í heiminum okkar. Það má ekki láta vanda sem við blasir í formi aðila sem eiga hagsmuna að gæta í tengslum við framleiðslu varnings koma í veg fyrir að vakin sé athygli á málstaðnum:

Barnaþrælar í súkkulaðiframleiðslu

Hér er línkur á heimasíðu þar sem barist er á móti þessari þrælkun: Stop Chocolate Slavery

* Sennilega mætti ég að vera duglegri að klikka inn á BBC News (sem ég er með fastan línk á í stikunni minni) til að reyna að fylgjast með hvað er að gerast í heiminum. T.d. frekar en að liggja hér í Moggabloggi "dagen lang". BBC er fréttastofa sem ég ber mikið traust til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér fyrir þetta komment, Atli Thor, það er ekkert of langt. Ætla að skoða þetta allt saman betur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Ár & síð

Eftirfarandi athugasemd átti nú reyndar við ekki-færsluna þina sem hvarf!

Svona nú, Gréta, ekki fara að gefa eftir gagnvart fíkilseinkennunum. Til þess eru ögrarnirnar að takast á við þær

Ár & síð, 24.2.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he, ég setti hana inn aftur....

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.