Leita í fréttum mbl.is

Sund

SWIMMI~2þó dýfingar af hæsta brettinu séu tilkomumiklar og glæsilegar og veki hrifningu áhorfenda, þá er nauðsynlegra að kunna að troða marvaðann án þess að örmagnast, til að halda höfði, sínu og stundum annarra, upp úr vatni. gott er að kunna bringusund til að komast áfram og einnig skriðsund þegar meira liggur við og mjög hentugt er að geta látið sig fljóta ef svo ber undir. flugsund er vitaskuld sjónrænt mjög áhrifaríkt fyrir þá sem vilja að eftir þeim sé tekið. en stundum getur verið nauðsynlegt að synda í kafi, til dæmis þegar öll önnur sund virðast lokuð, þó má ekki synda kafsund svo lengi að maður verði súrefnislaus og það líði yfir mann og maður drukkni, því þá verður það hvort tveggja, vita gagnslaust og tilgangslaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég skil duldu merkingu þessa og tengi þetta flestu sem á sér stað í íslenskri pólitík og mannlífi nú um stundir.

Jón Sigurgeirsson , 1.3.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu Gréta Björg, þegar maður les þetta sér maður strax að þetta höfðar nú bara til als lífsins.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mikið rétt hjá þér Gréta Björg, rétta er að kunna öll sundtök til að komast áfram í lífinu , en hver og einn verður að velja sér það sundtak sem honum eða henni hentar best.

Kveðja

María

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.3.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kæru vinir!

Ég gleymdi auðvitað að geta þess hversu gott það getur verið að kunna baksund, því þá getur maður á sundinu virt fyrir sér veðrabrigðum og velt því fyrir sér hvað sé skýjum ofar. En geri maður of mikið af því getur maður þó átt á hættu að vera talinn skýjaglópur, einnig getur maður hæglega villst af leið eða lent í árekstrum, til að mynda ef margir synda baksund í sömu laug.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband