Leita í fréttum mbl.is

Sorg

SorrowÞað hefur orðið breyting í lífi mínu. Hún er búin að vera fyrirsjáanleg í nokkurn tíma, en nú þegar hún er brostin á er ég hálf innantóm og vingulsleg yfir að þetta skuli hafa þurft að fara svona. Þó svo að þetta hafi verið öllum fyrir bestu og í fullri vinsemd gert. Geri plön um eitt og annað sem ég ætla mér að brasa í framtíðinni, en sest svo með hendur í skaut og veit ekki alveg hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Vonandi rjátlast þetta af mér, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiftið á ævinni sem ég geng í gegnum sambandsslit.

Veit ekki hversu mikið ég kem til með að blogga á næstunni, auk þess sem fyrirsjáanlega missi ég tölvuna líka eftir einhvern tíma, þar sem að kærastinn fyrrverandi á hana! En kannski set ég áfram inn einhver póetísk þankabrot áfram, því það finnst mér bara gaman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín Gréta mín.  Mundu bara að þú ert aldrei ein það er fullt af fólki þarna úti sem þú þekkir og þykir vænt um og þykir vænt um þig.  Það er bara að rétta út hendina og finna vinarhönd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þessi hlýju orð, Ásthildur, já, það er rétt að minna sig á þetta þegar svona stendur á.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ekki missa móðinn, það er líf eftir þetta, kannski bara betra líf (veit náttúrulega ekki mikið um málið) en muna bara að þegar einar dyr lokast opnast aðrar.

Kolbrún Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir hvatninguna, Kolbrún. Þetta er rétt sem þú segir um dyrnar sem opnast þegar hinar lokast, já, lífið er fullt af möguleikum. Í þessu tilfelli fara væntingar til framtíðarinnar ekki nógu vel saman, þar sem við erum aldurslega stödd á mjög ólíkum stöðum í lífinu. Það var aðal ástæða fyrir slitum, en ekki skortur á væntumþykju. Þetta kemur allt í ljós!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 11:32

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég er í sömu sporum og þú en karlinn gekk út eftir 45 ára hjónaband. Ég hef stundum verið niðri í kjallara en trúi að það hafi verið einhver áskorun á mig með þessu. Stattu þig stelpa,

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.3.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka ykkur fyrir öll ykkar uppörvandi orð, stelpur mínar, þið eruð alveg yndislegar! Kossar og knús til ykkar allra!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 15:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin í bloggvinahópinn minn elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:53

8 Smámynd: Ólafur fannberg

knús

Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 17:30

9 Smámynd: Valgarður Stefánsson

Aðal atriðið er að hugsa vel um sig sjálfan, láta sér bara líða vel og gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi.

Valgarður Stefánsson, 12.3.2007 kl. 13:17

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég ætla að gera það, Valgarður! Og knús til þín líka, Ólafur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.3.2007 kl. 10:17

11 identicon

Það sem við höfum gert, höfum við gert. Það vegur þyngra en öll þau orð sem við kunnum að hafa hugsað, eða sagt.

Elska skalt þú guð og náunga þinn jafn mikið og sjálfa þig. Hvorki meira né minna. Sé ástin of lítil verður öllum kalt. Sé hún of mikil, sprettur fram sviti ;)

kisi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband