Leita í fréttum mbl.is

Klukk klukk

Ásthildur Cesar klukkaði mig um daginn. Gaman að einhver vill klukka mann! Smile Meinið er bara það að ég veit ekkert hvað skal gera við klukkið, það er að segja að vera beðin um að greina frá einhverjum 8 atriðum sem fólk veit ekki um persónu mína. Ég geri mér nefnilega ekki alveg grein fyrir hvað er átt við með "fólk" í þessu sambandi.  Er fyrst og fremst átt við þá sem lesa og skrifa hér í bloggheimum Moggabloggsins? Eða Ísfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga eða Seyðisfirðinga? Badmintonspilara, fótboltaunnendur, handrukkara...?  Auk þess sem ég held að það sem ekki er almennt vitað um mig sé fyrst og fremst eitthvað sem ég kæri mig hreint ekkert um að útbásúna í bloggheimum...FootinMouth

 ...og svo þarf að klukka 8 aðra....púff! Errm

Æ, mér líður með það eins og keðjubréfakeðjurnar sem ég hef fyrir reglu að slíta...ég held ég slíti þessa bara líka. Elsku Ásthildur, ef þú leggur í að klukka mig aftur, hafðu þá auðveldari spurningar, plís! Blush                                                                                                                                                     

Páskadót 043-2

En jæja þá,hérna eru bara 2 atriði sem kannski ekki allir vita: Ég er jurtaæta (fyrir utan egg og fisk og önnur sjávardýr) og svo er ég líka ská-langamma tveggja stelpuskotta, þó ég sé ekki enn orðin amma, þar sem sá sona minna sem fest hefur ráð sitt  sleppti því að verða pabbi og gerðist afi beinustu leið Grin .

<- Ætli þetta sé ekki yngsti afi á landinu?! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.