Leita í fréttum mbl.is

Misskilinn snillingur?

iphone
Lágkúrupostuli, léttur í bragði,

landsmönnum skemmta vildi,

en brúnaþungur biskupinn sagði

að brandarann ekki hann skildi!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er frábært.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

 og

Helgislepjan  af honum lekur,

húmorslausum og vælandi

Viðkvæmur svo undrun vekur,

Volandi og skælandi.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.9.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir innlitið, Georg, og vísuna. Þú tekur djúpt í árinni, hvort sem þetta nú er þitt einlæga álit á manninum eða að skáldagáfan hafi hlaupið svona í þig.

Ég verð að viðurkenna að þó svo mér finnist ómaklega að biskupnum vegið fyrir það eitt að hafa lýst umbúðalaust áliti sínu á Símaauglýsingunni þegar eftir því var leitað og að ég sé sammála því að hún sé ósmekkleg, þá finnst mér hann oft full einstrengingslegur í skoðunum fyrir minn smekk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.