Leita í fréttum mbl.is

Strætó

Ég er búin að vera með bílinn í viðgerð í nokkra daga og hef þurft að nota strætó. Ég var einmitt í gær að velta því fyrir mér að ef það væri ekki svona andsk... dýrt í strætó, miðað við bensínverð (eitt far með strætó kostar kr. 280.-, meira en tvöfalt verð á bensínlítranum), hvað þá ef það væri ókeypis, þá myndi ég reyna að láta bílinn standa oftar og taka strætó á "auðveldum" leiðum, eins og til dæmis er fyrir mig að skreppa í Kringluna, þar sem strætóstöðin er rétt hjá mér hér heima og svo stoppar hann nánast fyrir utan "mallið". Sparnaður fyrir mig og vegakerfi borgarinnar og þar með fyrir samborgarana, sem sagt alla! Fyrir nú utan minni mengun, sem líka má kalla sparnað á hnattræna vísu.

Eins er bjánlegt að fá bara öryrkjaafslátt með því að kaupa kort, en ekki ef maður staðgreiðir, og líka að strætóstjórar skuli ekki gefa til baka ef maður til dæmis er bara með seðil í veskinu, þá reynir maður óhjákvæmilega að finna leið til að svindla, ef maður hefur ekki mátt vera að eða fattað að skreppa í sjoppu til að skipta, frekar en að borga 500 kall fyrir farið!

Mér finnst líka fíflalegt að vagnstjórarnir skuli vera hættir að selja strætókortin (alla vega öryrkjakortin, kannski selja þeir ennþá hin, held samt ekki), eins og var í gamla daga og að maður skuli þurfa að fara á einhverja af þessum "aðalstöðvum" til þess að kaupa þau. Sennilega eru þeir svo tímaknappir að talið sé að þeir megi ekki vera að því að afgreiða fólk á þennan hátt. Ég hef þó orðið vör við að greiðviknir vagnstjórar gefi erlendum ferðamönnum til baka, og reyndar til fyrirmyndar hvað þeir eru oftast viljugir að leiðbeina þeim, því má hrósa.


mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kostnaðurinn með bíll er reyndar miklu meiri en bensínið. Ég er sammála þér að mikið vesen er að kaupa farmiða. Það ætti að vera hægt að kaupa þá í öllum sjoppum. Ef vagnstjórar eiga að standa í að gefa tilbaka verður það eintómt vesen og vagnarnir enn meira á eftir áætlun.

Heidi Strand, 8.9.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, þetta er rétt hjá þér með miðana, það ætti að vera hægt að kaupa þá í næstu sjoppu og sennilega of mikið vesen fyrir strætóstjóra að vera sífellt að gefa þeim til baka sem ekki hafa döngun í sér að vera búnir að ná sér í miða fyrir seðilinn. 

Strætóstjórarnir eru yfirleitt fínir. Ég hef nú aldrei beinlínis svindlað í strætó, heldur hef ég borgað með því klinki sem hefur verið í buddunni, sem stundum hefur viljað til að var minnna, en stundum líka meira en uppgefið gjald, svo þetta hefur svona jafnað sig út, alla vega hef ég ekki liðið miklar samviskukvalir vegna þessa . Eins hef ég nú líka stöku sinnum fengið frítt í strætó með því að veifa þúsundkalli framan í bílstjórann (já, og kannski blikka hann smá í leiðinni, er ég ekki ferleg?), en það hefur nú ekki verið triks hjá mér til að fá frítt, heldur vegna þess að ég átti ekki klínk í raun og veru.....

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 12:19

3 identicon

Mér finnst verst að allir strætóar fara á sömu mínútunni frá stóru stöðvunum: Hlemmur, Lækjartorg, Mjódd, Hamraborg... allir eru farnir á sömu mínútu.

Krissilía (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, þetta er fáránlegt að láta þá alla fara á sama tíma.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:45

5 identicon

Ég sendi þá kvörtun á netfang bus.is þegar þeir spurðu hvað þeir gætu gert betur fyrir mig.

En það var að sjálfsögðu of stuttu fyrir birtingu áætlunarinnar, allt var skipulagt og bæklingarnir löngu komnir í prentun.

Núna væri tíminn til að taka saman það sem er að leiðakerfi Strætó til þess að geta breytt einhverju fyrir sumarið.

En hvaða Íslendingur hugsar um Strætóferðir sínar hálft ár fram í tímann... ?

Krissilía (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband