Leita í fréttum mbl.is

Klikketí-klakk...

montreal17_metroAlmenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru í molum og ástandið fer bara versnandi.

Ég veit hvað við gerum: Gröfum bara göng frá Seltjarnarnesi og upp á Akranes og setjum í þau neðanjarðarlest (metró), og líka suður í Hafnarfjörð. Svo þarf að  hafa nógu marga strætóa út frá lestarstöðvunum, svo það sé búið með að híma í kulda og trekki tímunum saman að bíða eftir strætó um vetur. Ég held að margir myndu leggja einkabílnum væri þetta svona. Og svo færum við flugvöllinn til Keflavíkur og setjum svo lestarstöð í flugstöðina og lestarspor með lest inn til miðborgar Reykjavíkur, eins og gert er í útlöndum. Einfalt, ekki satt? En kostar náttlega hellings rask og pening....Blush...en hafa menn ekki í fullri alvöru látið sér detta í hug að grafa göng út í Vestmannaeyjar (þar sem mun færri búa, þar að auki)? Jarðskjálftar? Það eru lestarkerfi í Japan, ekki koma minni skjálftar þar en hér. Snjór og slabb? Er það ekki líka í t.d. Noregi og Svíþjóð, auk þess sem það kemur ekki lengur vetur á suðurlandi Íslands og fer versnandi eftir því sem jörðin hitnar Crying.

................Tounge Whistling....segir kona sem elskar að ferðast með lest!....InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gréta mín er ekki bara löngu komin tími á neðanjarðarlesarkerfi á stórReykjavíkursvæðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held nú reyndar að nútímalestir segi ekki lengur klikketí-klakk, eins og lestir í gmla daga, - minnir að það heyrist meira svona þytur og í mesta lagi klakk-klakk í þegar þær hægja á sér til að stoppa á stöð. Er nema von að þetta gleymist þegar maður hefur svona alltof sjaldan tækifæri til að rifja upp kynni sín af lestum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband