8.9.2007
Ha, ha, ha...Ratatouille...
Þessu hefði ég nú ekki trúað fyrirfram, en ég sat í bíó áðan og horfði alveg heilluð á mynd um...hvað haldið þið...af öllum dýrum...ROTTU! Rottu sem er meistarakokkur og heillar mann alveg upp úr skónum . Þetta er alveg frábær mynd, falleg og vel gerð. Ég myndi segja, sérstaklega vegna allrar matreiðslunnar sem fer fram í myndinni, að hún sé fullt eins mikið, eða jafnvel frekar, fyrir fullorðna eins og krakka - en til til þess að geta notið hennar má maður þó til að gleyma því í bili að rottur eru í raun meindýr sem bera með sér bakteríur og alls kyns sóðaskap - ef maður gerði það ekki er ég hrædd um að það vekti manni einungis ógleði að sjá rottu við matargerð í eldhúsi fíns veitingastaðar. En Remy, meistarakokksrottan, má þó eiga það að hann/hún gengur alltaf upp á endann, á afturlöppunum, til þess, eins og hann segir bróður sínum, að óhreinka ekki loppurnar sem hann snertir matinn með!
Ég læt fylgja hér uppskrift að franska réttinum ratatouille, en hann gegnir mikilvægu hlutverki í myndinni eins og nafn hennar ber með sér. Þessa uppskrift fann ég á netinu og skelli henni hér; því miður kann ég ekki uppskriftina eins og Remy eldaði sinn rétt og heillaði matgæðingana með, en hún leit afar girnilega út á diskunum.
Túnfisk-ratatouille
4-6 msk olía
1 laukur skorinn í báta
2 söxuð hvítlauksrif
1 eggaldin skorið í teninga
1 kúrbítur í sneiðum
100g sveppir í sneiðum
400g niðursoðnir tómatar
1 msk óreganó
salt & pipar
100g brokkolí í vænum bitum
1 msk hveiti
400g túnfiskur úr dós vatnið sigtað frá
1 lítill poki af kartöfluflögum
Hitið ofninn 190¨C. Léttsteikið lauk, hvítlauk og eggaldin í 3 msk af olíu í 5-8 mín. Bætið kúrbít og sveppum út í og látið malla í 10 mín. í viðbót. Bætið tómötum og óreganó út í. Saltið og piprið. Sjóðið á meðan brokkkálið í 3 mín. og bætið á pönnuna (ég myndi nú bara skella því beint út í, þar sem ég vil hafa það stökkt). Hristið hveitið og 2 msk. af vatni og hellið út í (ég myndi sleppa þessu hveitisulli!). Hrærið þar til þykknar. Setjið helminginn af grænmetisblöndunni í eldfast mót og dreifið túnfisknum yfir. Síðan hinn helminginn af blöndunni ofan á það og loks kartöfluflögurnar (þeim myndi ég sleppa, fyrir minn smekk). Bakið í 20 mín.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Matur og drykkur | Breytt 10.9.2007 kl. 11:46 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hljómar girnilega, kannski ég finni mér rottu til að aðstoða mig við eldamenskuna ..... og þó. En ég þarf greinilega að sjá þessa mynd
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 01:50
Nei, ætli það gengi nú í alvörunni .
En mæli með því að þú sjáir myndina.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.