Leita í fréttum mbl.is

Ha, ha, ha...Ratatouille...

photo4_ratatouilleÞessu hefði ég nú ekki trúað fyrirfram, en ég sat í bíó áðan og horfði alveg heilluð á mynd um...hvað haldið þið...af öllum dýrum...ROTTU! Rottu sem er meistarakokkur og heillar mann alveg upp úr skónum InLove. Þetta er alveg frábær mynd, falleg og vel gerð. Ég myndi segja, sérstaklega vegna allrar matreiðslunnar sem fer fram í myndinni, að hún sé fullt eins mikið, eða jafnvel frekar,  fyrir fullorðna eins og krakka - en til til þess að geta notið hennar má maður þó til að gleyma því í bili að rottur eru í raun meindýr sem bera með sér bakteríur og alls kyns sóðaskap  - ef maður gerði það ekki er ég hrædd um að það vekti manni einungis ógleði að sjá rottu við matargerð í eldhúsi fíns veitingastaðar. En Remy, meistarakokksrottan, má þó eiga það að hann/hún gengur alltaf upp á endann, á afturlöppunum, til þess, eins og hann segir bróður sínum, að óhreinka ekki loppurnar sem hann snertir matinn með!

ratatouille_01Ratatouille 

 

 

 

 Ég læt fylgja hér uppskrift að franska réttinum ratatouille, en hann gegnir mikilvægu hlutverki í myndinni eins og nafn hennar ber með sér. Þessa uppskrift fann ég á netinu og skelli henni hér; því miður kann ég ekki uppskriftina eins og Remy eldaði sinn rétt og heillaði matgæðingana með, en hún leit afar girnilega út á diskunum.

Túnfisk-ratatouille

4-6 msk olía
1 laukur skorinn í báta
2 söxuð hvítlauksrif
1 eggaldin skorið í teninga
1 kúrbítur í sneiðum
100g sveppir í sneiðum
400g niðursoðnir tómatar
1 msk óreganó
salt & pipar
100g brokkolí í vænum bitum
1 msk hveiti
400g túnfiskur úr dós vatnið sigtað frá
1 lítill poki af kartöfluflögum

Hitið ofninn 190¨C. Léttsteikið lauk, hvítlauk og eggaldin í 3 msk af olíu í 5-8 mín. Bætið kúrbít og sveppum út í og látið malla í 10 mín. í viðbót. Bætið tómötum og óreganó út í. Saltið og piprið. Sjóðið á meðan brokkkálið í 3 mín. og bætið á pönnuna (ég myndi nú bara skella því beint út í, þar sem ég vil hafa það stökkt). Hristið hveitið og 2 msk. af vatni og hellið út í (ég myndi sleppa þessu hveitisulli!). Hrærið þar til þykknar. Setjið helminginn af grænmetisblöndunni í eldfast mót og dreifið túnfisknum yfir. Síðan hinn helminginn af blöndunni ofan á það og loks kartöfluflögurnar (þeim myndi ég sleppa, fyrir minn smekk). Bakið í 20 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta hljómar girnilega, kannski ég finni mér rottu til að aðstoða mig við eldamenskuna   ..... og þó. En ég þarf greinilega að sjá þessa mynd

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 01:50

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, ætli það gengi nú í alvörunni .

En mæli með því að þú sjáir myndina. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.