9.9.2007
Hann Úlfur minn
Ég var áðan að bæta myndum í "bræðra"albúmið mitt, og datt þá í hug að leyfa ykkur, þó ég eigi að vera komin í bloggfrí, að lesa fallegt ljóð sem að pabbi minn orti um yngri strákinn minn þegar hann var í pössun hjá afa sínum og ömmu einu sinni. Mikið gladdi þetta ljóð mig á sínum tíma, og gerir enn, eins og þessi sonur minn sem ljóðið er um hefur líka alltaf gert:
Afagaman
Ljáðu afa ljúflingskæti
litli sólskinsvin
Bakvið tímans látalæti
ljómar eilífðin
Undir niðri ákaflega
ævintýragjarn
hýsir afi heimsins trega
hláturmilda barn
Má hann afi kannski kíkja
í kankvís augu þín?
Skuggar allir undan víkja
Aftur ljósið skín
Ævintýr er allt sem lifir
Ævintýr ert þú
sjórinn, landið, loftið yfir
líf í glaðri trú
Upp með fjörið, glens og gaman
Gæfan ríkti ef
allir bara syngju saman
svona glaðvær stef
Á hvítasunnu 1981
Úlfur Ragnarsson
Svo er hér mynd af sama dreng fullorðnum, með vinum sínum . Eins og sjá má er hann ennþá brosmildur og ljúfur. Myndin var tekin í dýragarði í Thailandi í sumar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
33 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt ljóð og þvílíkur fjársjóður fyrir drenginn að eiga eftir afa sinn. Ég bið kærlega að heilsa ömmunni og afanum
Hafðu það gott en ég vona að þú verðir ekki lengi í bloggfríi
Bless á meðan
Ragnhildur
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 16:46
Gréta Gréta Gréta!! ertu að segja mér að þú sért dóttir góðvinar míns Úlfs Ragnarssonar. Við vorum perluvinir, hann var svo mikið í sálarrannsóknum og ég ásamt fleirum stofnaði eitt slíkt hér. Hann gaf mér hálsmen, af því að honum þótti svo vænt um mig. Hann var einn af þessum englum, sem gefa endalaust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:02
Já, svo sannarlega, og ég skila kveðjunni.
Ég ætla að reyna að halda mig við að vera í tölvufríi þangað til ég kem aftur heim úr fríinu. Kannski hendi ég samt inn ferðapsitli ef ég rekst á tölvu úti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:04
Jessörí, hann er pápi minn.
Hann lenti, eins og margir vita, í slysi fyrir 10 árum síðan og hefur ekki verið mjög aktívur síðan, en hefur það samt ágætt, svo er minni góðu móður fyrir að þakka. Við förum saman til Krítar nú um miðjan mánuð, foreldrar mínir, vinkona mín og ég.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:07
Góða ferð öll sömul og njótið vel
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:10
Þökk fyrir góðar óskir, Ragnhildur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:25
Knúsaðu hann frá mér. Og segðu að ég hugsi oft til hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 20:02
Ég skal gera það, Ásthildur mín. Og þakka þér fyrir falleg orð í hans garð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 20:31
Ljóðið er yndislegt,enda ekki við öðru að búast þar sem það kemur úr þínum fjölskyldu garði.
María Anna P Kristjánsdóttir, 10.9.2007 kl. 12:40
Þakka þér fyrir hlý orð, María Anna mín .
Sjáumst vonandi hressar 1. sept., ég reyni að mæta. Var að ræða það mál við Önnu rétt áðan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.9.2007 kl. 12:59
Fallegt ljóð, fallegur drengur, myndarlegur maður, og þú greinilega stolt dóttir og móðir... Góða ferð, ef ég sé þig ekki aftur hér áður en þú ferð
Bertha Sigmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.