Leita í fréttum mbl.is

Hann Úlfur minn

Ég var áðan að bæta myndum í "bræðra"albúmið mitt, og datt þá í hug að leyfa ykkur, þó ég eigi að vera komin í bloggfrí, að lesa fallegt ljóð sem að pabbi minn orti um yngri strákinn minn þegar hann var í pössun hjá afa sínum og ömmu einu sinni. Mikið gladdi þetta ljóð mig á sínum tíma, og gerir enn, eins og þessi sonur minn sem ljóðið er um hefur líka alltaf gert:

Afagaman

2nammipeliLjáðu afa ljúflingskæti
litli sólskinsvin
Bakvið tímans látalæti
ljómar eilífðin

Undir niðri ákaflega
ævintýragjarn
hýsir afi heimsins trega
hláturmilda barn

ulli3Má hann afi kannski kíkja
í kankvís augu þín?
Skuggar allir undan víkja
Aftur ljósið skín

Ævintýr er allt sem lifir
Ævintýr ert þú
sjórinn, landið, loftið yfir
líf í glaðri trú

s tasturUpp með fjörið, glens og gaman
Gæfan ríkti ef
allir bara syngju saman
svona glaðvær stef

Á hvítasunnu 1981
Úlfur Ragnarsson

 

 

úlli með öpum í thailandi

 

 

Svo er hér mynd af sama dreng fullorðnum, með vinum sínum Tounge. Eins og sjá má er hann ennþá brosmildur og ljúfur. Myndin var tekin í dýragarði í Thailandi í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt ljóð og þvílíkur fjársjóður fyrir drenginn að eiga eftir afa sinn. Ég bið kærlega að heilsa ömmunni og afanum

Hafðu það gott en ég vona að þú verðir ekki lengi í bloggfríi
Bless á meðan

Ragnhildur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gréta Gréta Gréta!! ertu að segja mér að þú sért dóttir góðvinar míns Úlfs Ragnarssonar.  Við vorum perluvinir, hann var svo mikið í sálarrannsóknum og ég ásamt fleirum stofnaði eitt slíkt hér.  Hann gaf mér hálsmen, af því að honum þótti svo vænt um mig.  Hann var einn af þessum englum, sem gefa endalaust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, svo sannarlega, og ég skila kveðjunni.

Ég ætla að reyna að halda mig við að vera í tölvufríi þangað til ég kem aftur heim úr fríinu. Kannski hendi ég samt inn ferðapsitli ef ég rekst á tölvu úti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jessörí, hann er pápi minn.

Hann lenti, eins og margir vita, í slysi fyrir 10 árum síðan og hefur ekki verið mjög aktívur síðan, en hefur það samt ágætt, svo er minni góðu móður fyrir að þakka. Við förum saman til Krítar nú um miðjan mánuð, foreldrar mínir, vinkona mín og ég. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:07

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða ferð öll sömul og njótið vel

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þökk fyrir góðar óskir, Ragnhildur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsaðu hann frá mér.  Og segðu að ég hugsi oft til hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 20:02

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skal gera það, Ásthildur mín. Og þakka þér fyrir falleg orð í hans garð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 20:31

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ljóðið er yndislegt,enda ekki við öðru að búast þar sem það kemur úr þínum fjölskyldu garði.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.9.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér fyrir hlý orð, María Anna mín .

Sjáumst vonandi hressar 1. sept., ég reyni að mæta. Var að ræða það mál við Önnu rétt áðan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.9.2007 kl. 12:59

11 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Fallegt ljóð, fallegur drengur, myndarlegur maður, og þú greinilega stolt dóttir og móðir... Góða ferð, ef ég sé þig ekki aftur hér áður en þú ferð

Bertha Sigmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.