Leita í fréttum mbl.is

Mengun og óhreinindi

Þessi "frétt" kemur því miður ekki á óvart. Hvenær ætlar mannkynið, eða öllu heldur þeir sem fara með stjórn í mannheimum og einhverju ráða, að fara að takast á við vandann, í staðinn fyrir að klemma aftur augun og skella skollaeyrum við svona fréttum? Til dæmis einn tiltekinn Búskur í BNA, en þeir eru svo sem fleiri búskarnir um alla veröld, smáir og stórir. Við íslendingar mættum alveg taka okkur smá í gegn og hætta að taka hreinu lofti og vatni og ósnortinni náttúru sem sjálfgefnum hlutum, það gæti farið svo að við glötuðum þeim verðmætum, ef svo fer sem horfir. 

Rofið bloggfrí, ég veit, en þessi frétt snerti mig bara svona inn að beini! 

Viðbót: Loftslagsbreytingar - efasemdamenn, takið ykkur 10 mínútur til að horfa á þetta.  


mbl.is 40% allra dauðsfalla tengd mengun og óhreinindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, við íslendingar mættum svo sannarlega taka okkur í gegn! Það er eins og við höldum að ekkert geti bitið á okkur. Þetta snertir mann svo sannarlega inn að beini, best að æsa sig ekki meir yfir því .... hér.

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.9.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum að gera móður jörð að ruslahaug, ekkert minna en að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Er alveg sama hvað tölur sýna Ísland koma vel út í umhverfismálum, er allt samt ómögulegt hér? Ásthildur, býrð þú ekki við hreinasta vatn jarðar, síað í gegn um heilt fjall og birtist þegar blessuð göngin voru gerð, svo að blessað rollu- listeríu- yfirborðsvatnið var ekki lengur notað til þess að gera mann veikan í hvert sinn er maður skaust til ykkar?

Hve gott er nógu gott? Reykvíkingar settu vatnið á flöskur og sendu til Ameríku, þar sem viðskiptamennirnir héldu að það væri eimað, það var svo hreint! Hér vellur allt í endalausum umhverfisgæðum og hreinni náttúru, en kvarta skal samt, bara til öryggis.

Ívar Pálsson, 11.9.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ívar, þú hefur kannski ekki tekið eftir því að  ég var ekki að kvarta, heldur spyr ég í færslu minni einmitt að því hvenær við förum að kunna að meta að verðleikum þau náttúrugæði sem okkur bjóðast hér á landi, í stað þess að taka þeim sem sjálfsögðum hlut?

Maður hefur séð þetta margrómaða tæra og hreina vatn okkar, sem sumir kalla olíu framtíðarinnar, buna úr slöngum á bílaplönum, vegna þess að bíleigendur nenntu ekki að skrúfa fyrir, sama er um heita vatnið í sundlaugunum, þar kemur maður ósjaldan að sturtum sem bunar úr, þó enginn standi undir þeim (sem betur fer er þó víða komið kerfi sem skrúfar sjálfkrafa fyrir). Svona atriði muna kannski ekki öllu, í sjálfu sér, en mér finnst þetta samt dæmi um þann hugsunarhátt að við eigum nóg af öllu og þess vegna sé í lagi að sólunda því. En það vill svo til að til dæmis heita vatnið úr iðrum jarðar er ekki óendanleg uppspretta, eins og jarðfræðingar geta frætt um. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 15:36

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ívar, fyrir utan það að það eru fleiri lönd/ríki á þessari jörð en bara ÍSLAND....móður jörð allra jarðarbúa....

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Greta Björg, þá erum við sammála um að við eigum að meta landið að verðleikum. En vatnsföllin flæða, hvernig sem við látum og grunnvatnið við Reykjavík er líklega í jafnvægi, þar sem hér rignir skýfalli af og til. Vatnsnotkun okkar er ekki að fara með okkur. Meir að segja heita vatnið flæðir um leið og búið er að bora, sama hvað gert er við það. Ég nýt þess að vera í landi þar sem ég get farið í hálftíma kraftmikla sturtu og verið endurnærður án þess að fá móral yfir því að vera til og njóta þess.

Ef ógrynni eplatrjáa væru á Íslandi, þá fengi ég mér fjölda epla án mórals yfir því að einhver hinum megin í heiminum fengi ekki eitt epli. Einfaldlega vegna þess að aðgerðir mínar breyta engu fyrir hann.

Ívar Pálsson, 11.9.2007 kl. 21:33

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Ívar, ég býst við því að það sé rétt hjá þér að grunnvatnið við Reykjavík sé í jafnvægi, blessunarlega og enn sem komið er, en þá verðum við líka að gæta þess að það breytist ekki eða mengist vegna heimskulegra aðgerða okkar. Og eins er það með heita vatnið, ég býst ekki við því að það gangi mikið á þær birgðir þess sem finnast neðanjarðar þó við tökum okkur góða sturtu, en samt sem áður er gott að umgangast þessa auðlind okkar af virðingu og skrúfa fyrir þegar við erum búin. Þá er ég nú svona að meina huglægt, svona viðlíka og það prinsipp góðra veiðimanna að veiða ekki meira en þeir geta borið með sér heim.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 21:46

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem ég vildi sagt hafa varðandi eplatrén sem þú minnist á, þá myndi ég ekki vera með móral yfir að borða afurðir þeirra, heldur fyrst og fremst vera þakklát fyrir að hafa fæðst í landi þar sem slík gnægð eplatrjáa fyriryndist. Kannski myndi ég líka reyna að benda þeim löndum mínum, sem ég héldi að ekki gerðu sér grein fyrir þvílík heppni þetta væri, á það að ekki yxu svo blómleg eplatré hinum megin á hnettinum. Þó að það myndi hins vegar engan vegin vera auðvelt viðureignar að ætla sér að flytja eplatré á milli heimshluta, það eru aðrir sálmar....

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.