Leita í fréttum mbl.is

Salat

Ég er nýbúin að "fatta uppá" salati, sem mig langar til að deila hugmyndinni að með ykkur, því það er svo æðislega gott:

Klettasalat (rucola), radísur, gul melóna og "salatblanda" (ristuð fræ og hnetur, frá Gott fæði í Kópavogi), extra virgin ólífuolía, ferskpressaður sítrónusafi og salt, í "hæfilegum" hlutföllum, eftir smekk.

Setjið slatta af klettasalati í skál. Skerið radísur og melónu í bita og setjið yfir. Stráið vænum skammti af fræjum og hnetum þar yfir, hellið slatta af ólífuolíu yfir þetta og að endingu nokkrum dropum af sítrónusafa. Setjið salt af hnífsoddi út í og blandið vel. Borðist ferskt. Bon appetit!

Því miður gleymdi ég að taka mynd af herlegheitunum áður en ég át þau, svo engin mynd skreytir færsluna! BlushWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm, vantar eimitt eitthvað nýtt í salatgerðina.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Verði þér að góðu, Jenný!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

MMmmmmmm verð að prófa þetta

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband