Leita í fréttum mbl.is

Riven

Riven_BoxÉg eignaðist stærri tölvu og þrjá síðustu daga er ég búin að vera týnd í tölvuleiknum Riven sem ég átti hér heima á diski, en hafði aldrei farið í, vegna þess að gamla tölvan mín rúmaði hann ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er hvorki nógu klár né þolinmóð til að leysa gáturnar í honum algjörlega hjálparlaust, heldur sæki ég mér leiðarvísi (walkthrough) á netið. Leikurinn er samt sem áður alveg nógu erfiður fyrir mig til að ég hafi gaman af honum og lifi mig algjörlega inn í ævintýraheiminn sem hann býður manni að ferðast um.

Ég er búin að spila Myst III, IV og V, en fyrsta Myst-leikinn hefur mér ekki tekist að komast í gegnum, þó svo ég eigi bæði upprunalega leikinn og nýju útgáfuna, einfaldlega af því að mér finnst hann ekki nógu skemmtilegur - kannski klára ég hann samt einhvern tíma þegar vel liggur á mér. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins gott að ég vari ekki að hella mér út í leiki líka, þá enda ég sem fráskilin kona í Seljahverfinu, nóg er nú samt.  Óska þér áframhaldandi skemmtunar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, satt segirðu, svona leikir eru eiginlega bara fyrir einhleypa...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já satt segið þið tvær,það verður að passa sig í leikjum,ég er búin að vera á vakt núna síðastliðna tvo daga,og ég get ekki einu sinni kíkt á bloggið mitt,það er alveg bannað,ég kemst ekki einu sinni í kapal,algjört svindl.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, mér finnst gaman í svona leikjum sjálfri, er að spila Zuma þessa dagana, en á það til að liggja í leikjum þegar ég get, meira að segja í XBOX 360, sem maðurinn minn á. Fann gamla leiki sem að ég spilaði þegar ég var táningur, geðveikt stuð.

Bertha Sigmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 04:21

5 identicon

Það er svo auðvelt að gleyma sér í tölvuleikjum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:30

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Saumakona kær, mæli með Eve-online!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er bara aaaaaalveeeeg úti að aka í þessum málum sko

Góða skemmtun!

bestu kveðjur

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.10.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Guðný Anna...einhvern veginn held ég ekki að Eve-online sé fyrir mig, er ekki allt í einhverjum bardögum þar? Held að það passi mér betur að dunda við að leysa gáturnar í Myst-leikjunum frá Cyan Worlds!

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.