Leita í fréttum mbl.is

Óhugnanleg frétt...

Hver trúir því að góðgerðarsamtök hafi ætlað að flytja stóran hóp barna úr landi, ólöglega og án alls samráðs við foreldra eða yfirvöld...???

Starfsmenn samtakanna halda því fram að flytja hafi átt börnin til lækninga á sjúkrahúsum í Frakklandi. En hvers vegna voru þá, eins og kom fram í fréttinni frá Reuters, sum barnanna með umbúðir sem engin sár eða meiðsli voru undir þegar þær voru teknar af?

Það virðist vera hægt að komast upp með alltof margt á stríðshrjáðum svæðum heimsins. Ýmislegt hryllilegt gerist á þessum stöðum sem maður heyrir aldrei um og gæti varla ímyndað sér. Gott að upp um þetta komst, en maður spyr sig hvað hefði orðið ef fyrirætlunin hefði tekist og líka hvort þetta geti verið búið að eiga sér stað áður, án þess að yfirvöld hafi komist á snoðir um það?

Manni koma í hug gíslaflutningar Bandaríkjamanna, sem kunna meira að segja að hafa átt sér stað um Keflavíkurflugvöll. Það er víst betra að eftirlit með umferð um flugvelli heimsins sé virkt, þó manni geti þótt það hvimleitt sem "venjulegum" farþega.

Í fréttapistli í suður-afríska blaðinu Cape Argus er sagt frá því að yfirvöld í Chad hafi sakað samtökin um "childtrafficing" (verslun með börn). Því er einnig haldið fram að ættleiða hafi átt börnin í Frakklandi, til fólks sem þegar hefðu borgað "góðgerðarsamtökunum"  á bilinu 2.800-6.000 evrur fyrir þau. Samtökin halda því hins vegar fram að bjarga hafi átt börnunum frá dauða með því að flytja þau yfir landamærin til Chad og þaðan til Frakklands. Aldrei hafi staðið til að þau yrðu ættleidd.

En hvers vegna þá að flytja þau ólöglega til Frakklands? Gott og vel, kannski er hægt að réttlæta það að smygla þeim yfir landamærin þarna suður frá til að flýta fyrir að þau kæmust í betri aðstæður, en að ætla að fara með þau alla leið til Evrópu verður að teljast í hæsta máta grunsamlegt.

Grein í Cape Argus

Heimsíða l´Arc de Zoe (frönsku "góðgerðarsamtökin")

Á heimsíðu samtakanna segir þetta:

« Il faut sauver les enfants du Darfour pendant qu’il est encore temps.
Dans quelques mois, ils seront morts ! »
 
Það er að segja: "Það verður að bjarga börnum Darfur á meðan enn er tími til þess. Eftir nokkra mánuði verða þau dáin!" 
 
En er þetta rétta aðferðin til þess, að ræna þeim og selja þau???!!! Nei og aftur nei! - Það er ótrúleg mannvonska að nota sér það hryllilega neyðarástand sem þarna ríkir sem hagnaðarleið.
 
P.s. kl. 16:48 Hér er svo komin frétt á BBC um málið, þetta var ekki komið á vefinn í morgun þegar ég var að leita að upplýsingum; BBC er náttúrlega þekkt að því að vanda vel til frétta og fara ekki með fleipur:  
 

Prison "likely" in Chad child row

Það lítur út fyrir að mörg barnanna séu þegar til kemur alls ekki frá Darfur, heldur er sagt að þeim hafi verið rænt úr þorpum í Chad, tekin frá foreldrum sínum, sem þau kalli svo grátandi á á kvöldin þegar þau eiga að fara að sofa. Þvílíkir glæpamenn! 


mbl.is Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skelfilegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er óskaplega hrædd um að þessi börn hafi átt að fara í þrælkun. Það var sérdeilis skelfilegt að horfa á fréttina og sjá þennan stóra barnahóp. Litlu skinnin dauðskelkuð og hágrétu. Ég er samt ekki viss um að spænska flugáhöfnin hafi vitað það rétta í málinu en ég var sátt við forseta landsins....hann var þarna innan um börnin og var saltvondur yfir þessu

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.