Leita í fréttum mbl.is

Verðlag á Íslandi

Ég rakst á merkilegan tengil í athugasemd Söru við færslu hjá Heidi, á síðu sem doktor Gunni hefur búið til. Ég legg til að þið kynnið ykkur það sem á henni stendur: Okur! Okur! Okur!

Þessi síða þykir mér gott framtak. Við neytendur þurfum að vera miklu duglegri að fylgjast með kaupmönnum og veita þeim aðhald hvað varðar vöruverð, þar getur verið ótrúlega mikill munur á milli verslana. Sjálf er ég búin að bæta þessari síðu í blogg-tenglalistann hjá mér (undir mikilvægt) og ætla mér að fylgjast með því sem þar kemur fram reglulega og jafnvel að koma með eigin ábendingar, ef tilefni gefst, sem er ekki fjarri lagi að álíta að muni gerast fljótlega, ef öllu fer fram sem hingað til.

Og talandi um verðlag, þá langar mig að benda þeim sem ekki hafa heyrt um hana á snilldarsíðuna dohop.com, sem rekin er af íslendingum. Þar má finna hagstæðasta fáanlegt verð á flugferðum um allan heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var búin að heyra af þessari síðu. Frábært framtak.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Fín síða,það er sko dýrt á Íslandi,t.d. það er ódýrara fyrir fjölskyldu að leigja dvd eða spólu og horfa á myndina heima.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband