Leita í fréttum mbl.is

Sönn saga af íslenskum negrastrák

Eftirfarandi er hluti af einni margra athugasemda við margrómaða bloggfærslu Gauta B. Eggertssonar, sem ég tek mér það bessaleyfi að taka upp og birta hér, þar sem mér brá svo í brún að lesa hana. Hélt í sannleika sagt ekki að nokkur fullorðinn landi minn gæti hagað sér eins og þessi bílstjóri sem segir þarna frá:

img_2888"[...]Á íslandi eru margir rasistar, lituð börn og fullorðnir fara ekki varhluta af því. Ég get nefnt mörg dæmi um það læt þó eitt nægja. Drengur sem var í Snælandsskóla í Kópavogi fór í skólasund með bekknum sínum, vegna fjarðlægðar fóru krakkarnir með rútu. Þegar strákurinn kemur í rútuna eftir sundið segir bílstjórinn við hann að hann sé heppinn negraskítur sem engum þykir vænt um og að foreldrum hans sé sama um að hann drepist.....Þessi strákur hefur lent í óteljandi árásum frá fullorðnu fólki frá þriggja ára aldri....Eitt sinn hitti ég afa litaðrar sex ára stúlku hann saknaði hennar mikið þar sem hún var búsett í Danmörku...en hann bætti við að það væri betra þar sem hún yrði fyrir minna aðkasti þar...svona er Ísland í dag.[...] "

Er þetta rétt, er Ísland virkilega svona í dag? Crying

Í seinni athugasemd er svar aðilans sem athugasemdina gerði við fyrirspurn um það hvort bílstjórinn hafi verið látinn halda áfram að aka börnunum það að hann hafi verið settur á annan bíl, en ekki sagt upp störfum, eins og manni finnst þó að full ástæða hefði verið til. Eru rútubílstjórar svona vandfundnir í Kópavogi, eða hvað? 

Verð að viðurkenna að þessari "blóðugu" mynd hér fyrir ofan og fleirum slíkum var ég búin að gleyma þegar ég skrifaði í fyrri færslu hér að myndir Muggs væru "bara fyndnar". Ég held nefnilega að ég hafi ekki skoðað þessa bók síðan ég var krakki (jú, strákar mínir áttu víst bókina, en hún var ekki ein af þeirra uppáhalds : Það voru hins vegar Barbapapa, Litalúðurinn, Hvað tefur umferðina og Hljómsveitin fljúgandi!), svo ekki hafa nú þessar myndir haft nein djúpstæð eða róttæk áhrif á mig. Ég hef ekki handfjatlað nýju útgáfuna - en umræða undanfarinna daga verður ef til vill til þess að ég verði mér úti um hana til stúderingar - ekki upplesturs!

Hér má lesa hugleiðingu gáfumanns um drenginga blökku og þær hræringar sem endurútgáfa bókarinnar um þá hefur valdið í íslensku þjóðarsálinni.

(Breytingar í athugasemdinni hvað varðar lítinn eða stóran staf eru mínar). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Margir hafa bent á að það sé hreint ekki gott að nota orðið "litaður" það gefur til kynna að einhverjir (og þá væntanlega þessir upplituðu, hvítu og bleiku) séu ólitaðir. Hvað þá með Asíufólk ? Ekki getum við þessi hvítu skellt einu samheiti á alla aðra kynstofna. 

Þóra Guðmundsdóttir, 31.10.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski hefur einhver farið með tússpenna á þessa kynstofna? Guð, kannski?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir