Leita í fréttum mbl.is

Ísland og nútíminn

NegrastrakarnirEitt gott hefur mér þótt koma út úr endurútgáfu litlu blökkupiltanna sem svo miklum titringi hefur valdið undanfarið í þjóðfélaginu. Það er það að hafin er heit umræða hér á landi um kynþáttamál og margir farnir að velta fyrir sér hverjar raunverulegar hugmyndir okkar og afstaða séu í þessum málum.

Hingað til höfum við að mestu getað stungið hausnum í sandinn, eða undir væng, í skjóli þess að við værum lítið eyland úti í Ballarhafi, en vöknum svo upp við vondan draum þegar hrist er upp í okkur við það að það er ekki lengur haldbær afsökun fyrir afstöðuleysi, við erum sem aldrei fyrr hluti af alþjóðaheiminum og verðum að standa klár á þessum málum.

Bestu greinar sem ég hef lesið um þetta mál, þær sem mér þykja bera af öðrum, eru greinar Gauta og Kristjáns, þeir hjálpa manni mikið að sjá það í skýrara ljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég bara hreinlega þori varla að segja orð. Maður veit ekki lengur hvað má og hvað má ekki. Best að þegja bara

bestu kveðjur til þín Gréta mín, við sjáumst á morgun

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég las greinina hans Gauta Kristjáns og mér fannst hún vera mjög góð,en ég hef ekki þorað að blanda mér í þetta mál því öllu er hægt að ofgera.Ég verða að vinna á morgun.kv.

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það er satt Ragnheiður, stundum er betra að þegja og hugsa sinn gang, mynda sér skoðun áður en maður fer að tjá sig um hlutina. En ég hef því miður stundum  líka lent í því að vera þá sökuð um áhuga- og framtaksleysi, af "áhuga- og framtaksamara" fólki! Kannski skilur þú hvað ég á við...

Æ, það er synd að þú skulir ekki komast, María Anna, verðum við þá bara tvær?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En ég mér finnst einmitt greinin hans Kristjáns bera þess vott að hann hafi haft þann háttinn á sem ég talaði um hér að ofan, að íhuga/ígrunda málið gaumgæfilega í stað þess að kasta sér út í umræðuna (nema að því leyti sem hann var tilneyddur, eins og hann lýsir í henni). Þess vegna ber greinin vott um að hann hafi skapað sér yfirsýn á málið og geti sett hlutina í samhengi fyrir okkur hin, sem er hið besta mál.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.