Leita í fréttum mbl.is

Í gamla daga

Fyrsta staða föður míns eftir að hann lauk prófum í læknisfræði var staða héraðslæknis á Kirkjubæjarklaustri í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann hafði þá áður starfað sem afleysingalæknir bæði á Egilsstöðum og Reykhólum og einnig á Landakoti. Þegar ég fæddist var hann kandidat (það sem nú er kallað aðstoðarlæknir) á Kleppsspítala.

Þegar ég fæddist bjuggum við á rishæð húss sem nefnist Hólar og stendur enn við Kleppsveg. Það var þá í eigu BP (Olíufélags Íslands), en mágur pabba starfaði hjá því fyrirtæki, veit ekki hvort hann var þá orðinn forstjóri, en þau hjónin höfðu miðhæð hússins til afnota.

207695061_a8eeb7bfc4Við fluttum austur að vorlagi 1952, þá var ég 8 mánaða og man skiljanlega ekkert frá þeim flutningum. En mínar fyrstu minningar á ég úr læknishúsinu á Klaustri og umhverfinu þar í kring. Þetta var yndislegur staður til að alast upp á og áttum við þarna heima til 1957, þegar við fluttum til Hveragerðis. Svo fluttum við reyndar aftur að Klaustri 1960 og bjuggum þar í það skiptið til 1963, þegar við fluttum til Reykjavíkur.

Mamma sagði mér einu sinni skemmtilega sögu frá fyrstu mánuðum búsetunnar á Klaustri til marks um þann hugsunarhátt sem þá var almennt ríkjandi gagnvart embættismönnum ríkisins.

Svo háttaði til að í læknishúsinu, sem var (og er enn) 2ja hæða steinhús, að íbúð héraðslæknisins var á efri hæð, en á þeirri neðri var lækningstofa, apótek, sjúkrastofa, eitt lítið aukherbergi, geymsla, búr og þvottaherbergi. 

jól á klaustriTilefni sögunnar var það að mömmu höfðu áskotnast nokkrar nýslátraðar hænur, með fiðri og innvolsi og alles. Hún dreif sig því niður í þvottahús að verka fiðurféð, búin svuntu og skuplu og viðeigandi áhöldum. Á sama tíma var pabbi önnum kafinn við að taka á móti sjúklingum á læknastofunni og sat smá hópur fólks fyrir framan hana og beið. Einni kvennanna varð gengið inn ganginn, þar sem hún tók sér stöðu í opinni dyragættinn og tók mömmu tali. Spjallaði sitthvað um daginn og veginn, uns hún að lokum hallaði sér nær mömmu og sagði í hálfum hljóðum, í samsæristón: "...Og hvernig er hún svo, nýja læknisfrúin?"

Mamma sagðist í fyrstu hafa orðið hálfklumsa, en áttaði sig fljótt og svaraði: "Ja, er ekki best að þú dæmir bara um það sjálf, þar sem hún situr nú hér fyrir framan þig!" Það kom víst töluvert á blessaða konuna, sem hafði víst ekki dottið hug annað en að unga stúlkan sem sat og reytti hænur í þvottahúsinu væri rétt og slétt vinnustúlka. Datt víst ekki í hug að læknisfrúin legði sig sjálf niður við slík verk, hún hefur víst ímyndanð sér hana sitjandi í spariklædda í stássstofu á efri hæðinni, eitthvað að dunda sér. Já, svona var nú hugsunarháttur fólks í þá daga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahah Frábær saga. Það er svo miklu meira sem hefur breyst í samfélaginu en maður áttar sig á í fljótu bragði. 

Takk fyrir hittinginn í dag Gréta, virkilega skemmtilegt

bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk sömuleiðis!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannar frásagnir af fólki eru oft besta skemmtunin  Yndislegt alveg.  Og já mikið rétt, þetta lýsir tíðarandanum mjög vel.  Takk fyrir að deila henni með okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 10:23

4 identicon

snildar frásögn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:26

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir þessa yndislegu frásögn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.11.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband