Leita í fréttum mbl.is

Óhugnaður...

movies003001Stutt er um liðið síðan fjöldamorð voru framin í finnskum skóla, af trufluðum ungum manni. En við þurfum ekki að fara svo langt sem til Finnlands til að sjá óhugnað blasa við okkur. Það er nóg að fara inn á síðu sem okkar eigin landar, í okkar eigin landi, halda úti, til að innyflin herpist og blóðið frjósi í æðum manns.

Eða hvernig líst mönnum á þessar myndir sem ég hef tekið af síðu skapari.com, og ætla að setja hér inn til að vekja athygli á þessu, þó mér hugnist það varla, því eins og ég sagði áðan, verður mér hreinlega flökurt af að lesa óþverrann sem vellur úr heilabúum og undan fingrum síðuhöfunda/eigenda:

Er þetta, svona ógeð, eitthvað sem við eigum/þurfum að líða, í nafni prent- og tjáningarfrelsis? Ég spyr: Hvar liggja mörkin? Og þetta er bara lítið sýnishorn af því sem þarna fer fram...

movies001007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oj! þetta er verulega óhuggulegt! Það er þetta með fínu línuna á milli tjáningarfrelsis og ofnotkun tjáningar...

Takk kærlega fyrir síðast Gréta, já ég hlakka líka til næst :-)

bestu kveðjur og góða helgi 

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú manst að í hittingnum barst talið að því að einhverjum sem skoðuðu Auswitch og ég sagði ykkur að ég myndi bara bíða fyrir utan í svoleiðis skoðunarferð...já, ég meinti það svo sannarlega. Man enn skelfinguna sem greip mig þegar ég barnung sá í bók ljósmyndir þaðan, af skinhoruðum föngum sem var hrúgað saman í svefnbálk...eins og ég segi, mér verður flökurt af að lesa þessi skrif, ég fæ bara hroll, þarf ekki að skoða þennan stað...Ninos_campo_exterminio_Auschwitz

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auschwitz mun vera rétta stafsetningin.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:11

4 identicon

Ógeðfellt og ógeð er réttu orðin yfir þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.