Leita í fréttum mbl.is

A single girl´s LOVELY single friday night

kryddbakadurlaxÍ tilefni af þessari bloggfærslu (þoli ekki þegar ekki er gefinn kostur á slóð!) ætla ég bara að pósta kommentinu sem ég var næstum búin að planta á færsluna í gleði minni yfir endurheimta gleði af rauðvínsdrykkju, sem ég hef ekki haft lyst á undanfarnar vikur -  né heldur - þar af leiðandi - gourmet-fæði: Sleppi því þar og set það hér:

Upplýsi hér með þeim sem það vilja vita að mín drykkjuhneigð og matarlyst haldast í hendur: Eftir inntöku á ca. 1 glasi af rauðvíni fyllist ég mikilli löngun til að elda gómsætan mat - sem er yfirleitt ekki til staðar í alkohólfríu ástandi - þetta er mikið gott þar sem ég bý ein og þarf þar af leiðandi að elda handa bara einni konu - eða að fara út að borða, sem getur reynst dýrara en rauðvínsflaskan - þannig að þessi hálfa rauðvín sem fer á svona einka-einhleypu-föstudagskvöldi er góð fjárfesting, hafi ég átt frosinn lax og brokkál í kæliskápnum + soðnar kartöflur frá í gær til að láta í örbylgjuofninn, ekki verra að hafa líka nokkur hvítlauksrif í heilu lagi með + salt og pipar og sítrónusafa að eldun lokinni yfir herlegheitin. Þið fáið vatn í munninn - já, til þess er leikurinn gerður - svo er ráð að fylla glasið aftur meðan horft er á Bogart og Bacall í "The Big Sleep" frá bókasafninu. That´s my ideal single girl´s friday night!

P.s. Minn lax tók sig kannski ekki eins vel út og sá á myndinni, en var örugglega alveg jafn bragðgóður - og víst má hafa rauðvín með laxi ef manni sýnist svo!

prague02

 

Svo er það PRAG - eldsnemma á mánudagsmorgun...! UndecidedInLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá ljúfan mín, víst er þetta girnilegt.  Hehehehe góð ertu.  Og ég segi bara góða ferð til Prag, yndisleg borg, njóttu allra fallegu bygginganna, og endilega vertu á réttum stað, þegar klukkan hringir, sú eina sanna.  Með rauðvín í glasi og gourmet mat á diski.  Knús til þín á föstudagskvöldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, þetta verður gaman, - reyni að passa upp á klukkuna...knús á móti!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dásamlegt föstudagskvöld, Gréta! Svona á sko að hafa þetta. Aldeilis góða ferð til Prag, kæra!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mmmmmm þetta hefur verið veisla hjá þér! Skál

Hafðu það rosalega gott í Prag Gréta. Knús og góðar kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þú hefur verið í svaka stuði,góða ferð og góða skemmtun í Prag.Heyrðu Gréta Björg myndin af þér er frábær,minnir mann á gömlu góðu dagana þegar margar stelpur voru með fléttur meðal annars ég,þetta sést ekki í dag.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband