Leita í fréttum mbl.is

Trú Galileos og Einsteins

The Bible shows the way to go to heaven, not the way the heavens go. - Galileo Galilei

My religion consists of a humble admiration of the illimitable superior spirit who reveals himself in the slight details we are able to perceive with our frail and feeble mind. - Albert Einstein

Klárlega eru það ofsóknir gegn frjálsri hugsun sem fram koma í frásögnum á vídeóinu.

Í rauninni er hér verið að snúa dæmi Galileos Galielis við! Hann sem vísindamaður var ofsóttur af kirkjunni vegna vísindalegra hugmynda sem hann þróaði út frá athugunum sínum. Nú á 21. öldinni eru vísindamenn ofsóttir af Darwinistum vegna trúarlega hugmynda sem þeir hafa þróað út frá athugunum sínum!:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gréta

Þetta er rosalegt! Þakka þér fyrir að setja þetta myndband á síðu þína. Ég hef sjálfur fengið hótanir og stöðumissi vegna afstöðu minnar til sköpunar eða þróunar, rétts eða rangs. En þetta myndband segir mér þá sögu að andi kommúnisma og nazisma svífur yfir vötnum vísinda vegna "Vantrúar". Við vitum öll að mikill þrýsitngur er á yfirvöld skóla að loka á vinarlínuna af því að hún er trúarinnar megin. En trúin á Guð hefur leitt manninn á það stig að hann veit að við þurfum að standa skil á meðferð okkar á lífinu, hæfileikunum og okkur sjálfum. Til þess kom Jesús að við vissum nákvæmlega um tilganginn, upphafið og endinn.

Takk kærlega fyrir og Guð blessi þig stórkostlega. Amen!

Snorri í Betel 

snorri í betel (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Snorri, ég er með trúfrelsi og á móti því að fólk sé ofsótt vegna trúar sinnar. Það þýðir samt ekki að ég samþykki allt sem viðkomandi trúarsöfnuðir setja fram, aðeins það að ég vil standa vörð um frelsi þeirra til að gera það, í lýðræðisríki.

Varðandi kristnifræðikennslu í skólum, þá get ég ekki skrifað undir að hún eigi rétt á sér, í því fjölþjóðlega og fjöltrúarlega samfélagi samfélagi sem búum í núna árið 2007. En hins vegar tel ég að söfnuðum eigi að vera frjálst að halda úti sínum eigin skólum og upprfæða þau börn sem teljast til þeirra safnaða, svo lengi sem ekki er þar gegnið framhjá þeirri menntunarkröfu sem öllu börn eiga rétt á samkvæmt námsskrá. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er að sjálfsögðu lygi sem þú hefur lesið um trúarskoðun mína, lygi sem er reglulega endurtekin. Ég trúi ekki á persónulegan Gvuð og ég hef aldrei neitað þessu heldur sagt það skýrlega. Ef það er eitthvað í mér sem hægt er að kalla trúarlegt er það takmarkalaus aðdáðun á þeirri uppbyggingu heimsins sem vísindin hafa birt okkur. (Albert Einstein, 1954)

Matthías Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nú á 21. öldinni eru vísindamenn ofsóttir af Darwinistum vegna trúarlega hugmynda sem þeir hafa þróað út frá athugunum sínum!

Þetta er rugl, ekki falla fyrir áróðri sköpunarsinna.  Vísindamenn eru alls ekki ofsóttir, þeir eru aftur á móti gagnrýndir þegar þeir setja fram ruglkenningar sem eru ekki vísindi

...andi kommúnisma og nazisma svífur yfir vötnum vísinda vegna "Vantrúar"

Snorri legst ákaflega lágt í þessari athugasemd sinni. 

Matthías Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvar sagði ég að Einstein hefði trúað á "persónulegan" Guð, Matthías. Skilur þú ekki ensku? ...

"My religion consists of a humble admiration of the illimitable superior spirit who reveals himself in the slight details we are able to perceive with our frail and feeble mind. - Albert Einstein"

Reyndu ekki að afneita þessum orðum Einsteins, Matthías, þó þau falli ekki í kramið hjá þér. Annars ert það þú sjálfur sem ferð með lygi.

Hvað myndir þú kalla það annað en ofsókn að manni sé útskúfað úr vísindasamfélaginu og að missi atvinnu sína vegna þess að hann hefur dirfst að láta uppskátt um trúarsannfæringu sem fer í bága við það sem það sama samfélag telur vera viðtekna staðreynd? - Mundu að það sama henti Darwin á sínum tíma, og ég held að nú á tímum komi mönnum saman um um að hann hafi á þeim tíma verið ofsóttur fyrir skoðanir sínar... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þeir trúleysingjar sem hafa á lofti slagorð eins og "bönnum trúarbrögð" leggjast nú ansi lágt, ef út í það er farið, þar sem það var akkúrat það sem bæði Hitler (nasisti) og Stalín (kommúnisti) gerðu, eða reyndu að berja í gegn í "sæluríkjum" sínum, þó þeim tækist það að vísu ekki fullkomlega, af ástæðum sem trúuðu fólki er kunnugt um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 03:27

7 identicon

Gréta

Rökin fyrir því að afnema kristinfræði úr skólum vegna "fjölmenningar" fá ekki háa einkunn hjá þessum múslimsku konum (t.d. Ali Hirsi) sem benda á að bestu þjóðfélög veraldar er að finna þar sem kristni er viðurkennd sem trúin og siðferði kristninnar samofið mannréttingum. Ég ætla að sú hugsun sem þú aðhyllist er undirlægjuháttur fyrir Islam t.d. og við á Íslandi þurfum allt annað en slíka trú. Nægir að benda á glímu Rússa við Grosný, Ísraela við múslima, Líbanon og fl. o.fl.

Kristin trú hefur engan eyðilagt, enda Guðs gjög til mannanna svo allir megi vita hvað fæst með Jesú Kristi - eilíft líf!

kveðja

Snorri

Snorri

snorri í betel (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:27

8 identicon

Gréta

Rökin fyrir því að afnema kristinfræði úr skólum vegna "fjölmenningar" fá ekki háa einkunn hjá þessum múslimsku konum (t.d. Ali Hirsi) sem benda á að bestu þjóðfélög veraldar er að finna þar sem kristni er viðurkennd sem trúin og siðferði kristninnar samofið mannréttindum. Ég ætla að sú hugsun sem þú aðhyllist er undirlægjuháttur fyrir Islam t.d. og við á Íslandi þurfum allt annað en slíka trú. Nægir að benda á glímu Rússa við Grosný, Ísraela við múslima, Líbanon og fl. o.fl.

Kristin trú hefur engan eyðilagt, enda Guðs gjög til mannanna svo allir megi vita hvað fæst með Jesú Kristi - eilíft líf!

kveðja

Snorri

snorri í betel (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:29

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Reyndu ekki að afneita þessum orðum Einsteins, Matthías, þó þau falli ekki í kramið hjá þér. Annars ert það þú sjálfur sem ferð með lygi.

Lestu orð Einstein í samhengi, Einstein trúði ekki á neina yfirnáttúrulega Gvuði.

Hvað myndir þú kalla það annað en ofsókn að manni sé útskúfað úr vísindasamfélaginu og að missi atvinnu sína vegna þess að hann hefur dirfst að láta uppskátt um trúarsannfæringu sem fer í bága við það sem það sama samfélag telur vera viðtekna staðreynd?

Lestu það sem þú skrifaðir.  Hvað er það sem þessi vísindamaður gerði?  Af hverju ætti "vísindasamfélagið" að umbera það?   Vísindasamfélagið gengur út á að sannreyna kenningar - þeir sem setja fram óprófanlegar tilgátur eiga ekki heima í vísindasamfélaginu.

Sköpunarsinnar sem kenna sig við gáfaða sköpun (intelligent design) eru ekki og hafa aldrei verið vísindamenn.  Þetta er trúarnöttarar sem reyna að kúga vísindasamfélagið til að viðurkenna barnalega trúaróra.

Matthías Ásgeirsson, 27.11.2007 kl. 09:22

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Matthías viltu vera svo góður að þýða þessi orð fyrir mig á íslensku: the illimitable superior spirit

Þeir menn sem um ræðir í myndbandinu og settir voru út af sakramentinu hjá vísindasamfélaginu höfðu gerst "sekir" um það annars vegar að birta í tímariti sínu grein sem fór í bága við viðtekna skoðun, hins vegar að hafa aðra skoðun. Þeir höfðu mér vitanlega t.d. ekki reynt að breyta kennsluefni í skólum eða því um líkt, eins og þeir sem vilja að nemendum sé kennt um "intelligent design". - Annars held ég að það sé allt í lagi að gera grein fyrir því í kennslu að til sé fólk sem aðhyllist þá kenningu, samhliða þróunarkenningunni - á ekki góð menntun að vera sem víðfeðmust og sýna fleiri en eina hlið mála? Síðan er það nemandans að taka sjálfstæða afstöðu. Annað er helber ítroðsla.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Snorri,

Sjálf kalla ég ekki þá hugsun eða lífsstefnu sem ég aðhyllist undirlægjuhátt, heldur umburðarlyndi. Veit ekki betur en að Kristur sjálfur hafi brýnt slíkt fyrir okkur, á fleiri en einum stað í því sem ritað er í Nýja Testamentinu og komið er frá lærisveinum hans, eftir því sem við komumst næst. Ég held að öll öfgalaus iðkun trúar geti þrifist samhliða (eins og sjá má ef farið til eyjarinnar Mauritius í Kyrrahafi). Það eru öfgarnar sem eru hættulegar.

kveðja,

Greta 

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:40

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, afsakið - Mauritius er nú víst reyndar í Indlandshafi, ekki Kyrrahafi!

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband