Leita í fréttum mbl.is

Hvað fór fram hjá mér?

speedyEftirfarandi er tekið út úr athugasemd sem ég fékk við eina af færslum mínum hér á síðunni:

"og þetta með jólin, ef þú heldur virkilega að kristin trú sé astæða fyrir því að þessi tími árs er haldinn hátíðlegur. úff , þá þarftu að lesa þig til kona Smile "

Nú velti ég því fyrir mér hvað það sé sem hafi farið svona rækilega fram hjá mér í öll þessi ár sem ég hef lifað og haldið jól, í hverju þessi meinta vanþekking mín felist, og í hvaða rit ég ætti helst að leita til að bæta úr henni?

Allar ábendingar eru vel þegnar!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vetrarsólstöður? og þar með hátíð hækkandi sólar. Mér finnst það reyndar alltaf passa mjög vel saman að halda upp á fæðingu sólarinnar (lenging dagsins) og fæðingu frelsarans. Hvort tveggja er fæðing Ljóssins í myrkrinu. Ekki satt? Skiptir engu hvort hátíðin var upphaflega heiðin eða ekki. Alveg eins með vorhátíð Páskanna: upprisa Náttúrunnar og upprisa Krists.  Við erum alltaf öll að reyna að túlka það sama, bara á svo margan hátt, það er einmitt fjölbreytnin sem mér finnst svo skemmtileg.

knús og kveðjur Gréta og góða nótt, hvað er maður alltaf að gera "vakandi" svona seint

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er ekki rétt að gera greinarmun á jólum og kristsmessu.  Ég held jólin hátíðleg, er alveg sama um þessa kristsmessu

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jáá, ég var nú reyndar búin að nefna þær/þá hátíð annars staðar, í svari til annars aðila... Maður lærði nú reyndar sitthvað um forn norræn trúarbrögð og þar á meðal hina fornu jólahátíð í grunnskóla (sem þá hét barnaskóli), var reyndar kallað heiðni þá, en veit ekki hvort það má kalla það því nafni núna. Myndi kallast trúarbragðafræðsla í dag.

Þessi virðist ekki hafa lesið akkúrat þær línur, ef það er sú hátíð sem hann telur mig skorta vitneskju um. Að vísu gerir hann athugasemd við sitthvað það sem ég sagði fyrr í þessum umræðum, en kannski hefur honum yfirsjést um þetta, maður les nú kannski ekki alltaf allt . Var samt eitthvað að spá í hvort það væri þetta sem hann meinti, eða kannski átti hann einfaldlega við að þetta væri fyrst og fremst hátíð kaupmanna? Sem má kannski til sanns vegar færa núorðið...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnheiður, segi það nú líka, ég sem ætlaði að fara snemma að sofa í kvöld...

Það er alveg satt að það er einmitt mjög skemmtilegt að gera samanburð á þessum hugmyndum öllum...

Sem leiðir að því sem Matthías skrifar, ég get verið sammála því að kannski væri rétt að tala um tvær hátíðir, eins og þú gerir - og þó ekki, því ég held að við getum ekkert verið að sundurgreina okkur svona einmitt á þessari hátíð - það verður held ég hver bara að fá að haga henni eins og hann vill.

Ég ætla að kíkja á þetta um Kristsmessuna seinna, því nú ætla ég að standa við það að fara að sofa!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:42

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, RagnhIldur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 01:22

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahah Greta, (heitirðu í alvöru Greta? ég bara hélt það væri Gréta) svo nú erum við kvitt!

Ég var að lesa athugasemdirnar við trúarfærsluna þína fyrir neðan, hafði alveg misst af þessu næstum öllu saman. NÚ skil ég hvað þú varst að segja með þessari færslu     veistu Greta, ég held ég ætti að vera lööööööööngu sofnuð nú rölti ég mig inn með litlu Dúfu og fer að lúlla, oh já kannski ég kalli í kallinn líka

góða nótt

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 01:31

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jæja, sofnuð og vöknuð aftur...nei, búin að fara inn í rúm og bylta mér aðeins og er að fara að fá mér te...Ragnhildur, ég var að velta því fyrir mér í framhaldi af því sem okkur ber saman um að það sé gaman að spá í trúarbrögðin og bæði hin ólíku, en oft hin mjög líku viðhorf og hugmyndir, að kannski er það einmitt það sem pirrar mig við trúleysingja, - það hvað mér finnst þeir flestir eitthvað lausir við að vilja gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og virðast vilja hafa allt einhvern veginn klippt og skorið...finnst ekkert varið í eins og okkur tveimur að velta trúarhugmyndum fyrir sér og reyna að gera sér grein fyrir hvaðan þær eru komnar og af hvaða rótum þær eru runnar, heldur vilja afgreiða þær allar sem hindurvitni og skröksögur aftan úr grárri forneskju, húmbúkk og vitleysu, kúgunartæki og skaðvalda. En reyndar get ég líka sagt það sama um hina heit-trúuðu (á hinn veginn, ef svo má segja!).

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 03:35

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta hefur Vísindavefur Háskóla Íslands að segja um jól og jólahald:

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember.

Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árstíma tíma og hét hún, líkt og nú, jól.

Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga og með tímanum festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir aldamótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðargleðinnar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristnina sem fæðingarhátíð Jesú.

Í vesturkirkjunni hafa jól fengið jafnmikið vægi og páskarnir sem eru mesta hátíð kristninnar. 

Höfundur: Sigurjón Árni Eyjólfsson, stundakennari við guðfræðideild. 

Sami texti á Vísindavefnum

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 04:39

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"og þetta með jólin, ef þú heldur virkilega að kristin trú sé astæða fyrir því að þessi tími árs er haldinn hátíðlegur. úff , þá þarftu að lesa þig til kona "

Ég myndi satt að segja halda að 1600 ár væru nægjanlega langur tími til að að það megi telja að jólin hafi fest sig í sessi sem kristin hátíð. Þó svo að fólki eigi að sjálfsögðu að vera í sjálfsvald sett hvort það vill halda jólin sem Kristsmessu eða sólstöðuhátíð, eftir því hver trúarbrögð þess eru. Einnig tel ég að þeim hljóti að jafn frjálst og öðrum að halda hátíð á þessum tíma og gera sér glaðan dag, sem ekki leggja aðra merkingu í hátíðina en að verið sé að fagna árlegri breytingu á möndulhalla jarðarinnar sem við byggjum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 04:56

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í síðustu athugasemd kemur því miður fyrir tvítekning hjá mér. Í fyrra tilvikinu þegar ég tala um sólstöðuhátíð á ég að sjálfsögðu við sólstöðuhátíð að fornum sið, það er að segja sið Ásatrúarmanna (sem vilja víst reyndar láta kalla sig öðru nafni sem ég man ekki), þar sem ég held að þeir tengi þá hátíð við trú sína að meira leyti en einfaldlega því að fagna því halli jarðarinnar breytist. Sem ég veit hins vegar fyrir víst að algjörir trúleysingjar telja eina markmið hátíðarinnar, - fyrir utan það að fá að vera heima hjá sér og fá gott að borða og gjafir, - þó þeir séu náttúrlega með því að fagna ljósinu, eins og við hin. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 05:33

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góðan daginn Greta. Nokkur síðastliðin ár hef ég farið á sólstöðuhátíð Ásatrúarmanna í Öskjuhlíðinni 22. des, þegar daginn byrjar að lengja á ný. Það er mjög falleg, þjóðleg og yndisleg athöfn.  Og svo held ég mín Kristnu jól þar sem við lesum Jólaguðspjallið fyrir matinn á Aðfangadag. Mér finnst hvorutveggja passa vel á þessum árstíma og get á engann hátt séð að annað eyðileggi fyrir hinu. Ætli ég sé ekki kristinn Heiðingi eða Heiðinn eeeeehmm "kristingi" haha?

Ef Guð skapaði Jörðina og allt sem á henni er, þá passar mjög vel að halda Heiðnum siðum líka sem fjalla um Náttúruna og allt sem henni fylgir. Ég er kannski svona undarleg en mér finnst ég aldrei eins nálægt Guði eins og þegar ég er úti í Náttúrunni. Ég get líka mjög auðveldlega séð fyrir mér Óðinn og Jesú að tilbiðja Alföðurinn/Guð saman, hvor á sinn hátt en báðir að tala um þann sama.      Það er sennilega eins og ég hef stundum sagt: ég er í svo miklum sértrúarsöfnuði að ég er ein í honum

Við hittumst nú fljótlega vinkona, er það ekki, í kaffi í næstu viku?

bless í bili

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:38

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, veistu, annað hvort erum við tvær í þessum söfnuði, eða þá að þú ert í þínum og ég í mínum, sem einn Biblíufróður vantrúarmaður, sem segist vera búinn að sjá út að ég sé alls ekki kristin, kallar minn einka Gretusöfnuð, eða segir að ég gæti farið að stofna hann. Þínar hugmyndir samrýmast mjög vel mínum, ætli ég sé ekki heiðin kristin, eða kristin heiðin líka .

Enskir kalla ásatrú og fleiri þeim skyld Neo-Paganism. Set hér nokkra tengla, sem ég hef að vísu ekki skoðað nema að litlu leyti:

 Beliefnet

 Religious Tolerance

The Neopagan Religious Archive

Þessar trúarhugmyndir samrýmast að sjálfsögðu alls ekki hinni ferköntuðu hugsun trúleysingja - hvað þá hugmyndum þeirra um hvað það sé að vera kristinn! - sem segja lok, lok og læs við öllum hugmyndum æðri mátt og virðar hræðast það eins og Skrattann sjálfan velta fyrir sér eða hugsa eitthvað út fyrir hið efnislega eða að nota hugarflugið. 

En ég bendi á hvað Albert Einstein, höfundar einnar af frægustu vísindakenningum heimsins sagði um hugarflugið/ímyndunaraflið:

When I examine myself and my methods of thought, I come to the conclusion that the gift of fantasy has meant more to me than any talent for abstract, positive thinking.
Albert Einstein 

Meira gott frá Einstein: 

He who can no longer pause to wonder and stand rapt in awe, is as good as dead; his eyes are closed.
Albert Einstein

The process of scientific discovery is, in effect, a continual flight from wonder.
Albert Einstein 

When the solution is simple, God is answering.
Albert Einstein 

Til að gleðja trúleysingja: 

Whoever undertakes to set himself up as a judge of Truth and Knowledge is shipwrecked by the laughter of the gods.
Albert Einstein 

Og til að gleðja þig:

I live in that solitude which is painful in youth, but delicious in the years of maturity.
Albert Einstein 

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:22

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, kaffi í næstu viku!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:25

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Biðst afsökunar á innsláttarvillum og orðum sem hafa fallið úr texta hjá mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:29

15 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært Greta, gott að vera ekki alltaf ein í þessum söfnuði, messurnar og safnaðarfundirnir eru svo einmanalegir....

Orð Einsteins eru náttúrulega snilld eins og við er að búast.  

Ég ætla að kíkja á þessa linka, takk fyrir þá

bless í bili

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:35

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Annars er kannski ágætt að geta þess hér að samkvæmt spurningaprófi á Belief.net þá aðhyllist ég mest hindúisma og búddisma, næst á eftir Unitarisma...

Kannski á ég bara ekkert með að kalla mig kristna...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:55

17 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Held það sé nokkuð ljóst að þínar skoðanir falli ekki fullkomlega að skoðunum kirkjunnar. En munu þeir spyrja og setja út á það? Nei.

Þeir vilja bara peningana þína (og ábótina frá ríkinu sem önnur trúfélög fá ekki).

Þórgnýr Thoroddsen, 29.11.2007 kl. 17:02

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það hefur mér verið ljóst nokkuð lengi, Þórgnýr. Ég er farin að hallast meir og meir að því að það eigi að aðskilja ríki og kirkju, það er varla eðlilegt að íslenska ríkið, ef það vill geta talist lýðræðislegt, taki eina trúarstefnu fram yfir aðra.

En áður en slíkt getur orðið verður að fara fram töluverð umræða í landinu, er ég hrædd um og verður enda að teljast eðlilegt, þar sem þetta er stór ákvörðun. Man reyndar ekki (ókei, veit ekki!) hvenær ríkiskirkju sem slíkri var komið á, má ekki rekja það alla leið aftur til siðbótar, eða jafnvel enn lengra aftur, í kaþólska tíð?

Ég tel bráðnauðsynlegt að slík umræða fari fram á vitrænum forsendum, en ekki með heift, ásökunum og upphrópunum, á hvorn veginn sem er. Það er næsta eðlilegt og eiginlega samkvæmt eðlislögmálum að ríkiskirkjan vilji viðhalda status quo, er ekki einhvers staðar talað um það sem heitir inerti í eðlisfræðinni, ég held það eigi líka við um samfélagsgerðina. Þess vegna álít ég að þeir sem vilja algjöran jöfnuð, bæði milli trúfélaga og einnig fyrir þá sem standa utan þeirra, haldi fram sínum málstað af rökfestu og fordómalaust.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 17:28

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta reyndar svo góð athugasemd hjá sjálfri mér að ég er að hugsa um að setja hana inn sem sjálfstæða færslu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 17:33

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef þú villt ekki að sóknargjöld þín fari til Ríkiskirkjunnar, heldur t.d. annars trúfélags eða Háskóla Íslands á næsta ári hefur þú einungis einn sólarhring til að breyta trúfélagaskráningu þinni. 

Ef þú ert sátt þar sem þú ert þarftu náttúrulega ekkert að gera.  Ég held að það séu ekki margir sem gera sér grein fyrir að skráningu þarf að breyta fyrir 1. des

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 17:45

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þessa ábendingu Matthías.

Ég hef að vísu hingað til látið mitt framlag renna til Þjóðkirkjunnar, þar sem ég hef ekkert upp á hana að klaga þannig séð og nýti mér ýmsa þjónustu hennar, hef sótt messur hennar, látið skíra, ferma og hef gift mig (þó ekki nema einu sinni) innan hennar. Starfa meira að segja sem sjálfboðaliði innan hennar, við þjónustu við aldraða, þó ég hafi fyrir löngu mér grein fyrir að skoðanir mínar í trúmálum samrýmast ekki algjörlega því sem þessi kirkjudeild boðar, þó svo ég hafi látið ferma mig fyrir allmörgum árum síðan (öfugt við karl föður minn).

En eins og Þórgnýr bendir réttilega á þá hef ég svo sem aldrei verið krafin um neina greinargerð fyrir skoðunum mínum af þeim söfnuði sem ég starfa við. Ég tel þó að ég geti alveg að vissu leyti fallið inn í það form sem þar er boðið upp á, þó svo ég hafi ekki treyst mér að halda áfram í djáknanámi sem ég byrjaði eitt sinn á, einmitt að hluta til vegna þess að ég sá fram á að ég gæti engan veginn játast undir þá sannfæringu sem ég taldi að þeir yrðu að hafa sem tækju slíka vígslu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:41

22 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Hér er ég að svara:

„Man reyndar ekki (ókei, veit ekki!) hvenær ríkiskirkju sem slíkri var komið á, má ekki rekja það alla leið aftur til siðbótar, eða jafnvel enn lengra aftur, í kaþólska tíð?“

og „En eins og Þórgnýr bendir réttilega á þá hef ég svo sem aldrei verið krafin um neina greinargerð fyrir skoðunum mínum af þeim söfnuði sem ég starfa við“

Þegar rómarveldi var sameinað þá var stofnun kirkjunnar hluti af plottinu. Á wikipedia má meðal annars finna þessa klausu sé leitað að church: „in the 4th century Constantine declared it the official religion of the Empire“. Haldin var löng ráðstefna þar sem fulltrúar hinna ýmsu hópa innan veldisins komu saman og ræddu um það hvernig kirkjumálum skyldi hagað og hvaða textar skyldu vera inní biblíunni svo allir gætu verið sáttir innan veldisins.

Kirkjan er þannig hugsuð sem sameiningartákn og það er allt gott um það að segja í sjálfu sér. En í minnkandi heimi eru sífellt meiri kröfur gerðar til nákvæminna skilgreininga og ég er ekki viss um að það sé jákvætt. Það er því undir hverjum og einum komið hvort hann telji sig eiga heima innan ríkiskirkjunnar. Frá mínum sjónarhóli séð er hún öðru fremur staður fyrir fólk sem hefur ekki hugsað sinn trúarlega status. Reglulega trúað fólk t.a.m. myndi frekar finna sér stað innan einhverra af þessum smáu kirkjum, minna trúaðir utan þeirra o.s.frv.

En nú spyr ég, er hægt að vera minna trúaður en meira? Er það ekki annaðhvort af eða á?

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 12:46

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessu vil ég svara þannig Þórgnýr, að til er fólk sem telur sig hafa algjöra fullvissu í trúnni og myndi það fólk sennilega telja sig sjálft meira trúað en aðra. Síðan eru aðrir sem eru ekki eins vissir, efahyggjumenn, sem eru kannski sáttir við að vera kallaðir minna trúandi en þeir hinir sem eru meira trúandi í eigin augum. Annars veit ég þetta bara ekki og held að það sé engan veginn hægt að negla neitt niður um þetta. Varðandi það að trúa minna finnst mér Camus hafa sagt þetta snilldarlega:

 I would rather live my life as if there is a God and die to find out there isn't, than live my life as if there isn't and die to find out there is.

- Albert Camus

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:23

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála þér um það Þórgnýr að það er örugglega margt fólk innan þjóðkirkjunnar, skráð í hana við fæðinu, sem aldri hefur leitt hugann að trúmálum í neinni alvöru. Við aðskilnað ríkis og kirkju myndi það fólk líklega neyðast til að taka afstöðu til þess hvort það vildi vera áfram innan hinnar evangelísk-lútersku kirkjudeildar, eða velja sér aðra kirkju/trúarbrögð eða ekki neitt og vera algjörlega utan slíks. Á þennan hátt held ég að aðskilnaður gæti á vissan hátt leitt til andlegrar/hugarfarslegrar vakningar, þar sem svo margir þyrftu allt í einu að fara að hugsa sinn gang. Hér fyrir ofan líkti ég þessu við ungling sem flytur að heiman af hótel mömmu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:29

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það var nú víst reyndar í athugsemd við færsluna mína um aðskilnað ríkis og kirkju sem ég sagði þetta, ég er farin að rugla þessu saman, best að taka sér smá pásu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:31

26 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Ah, gamla góða Pascal's Wager:

You live as though God exists.

If God exists, you go to heaven: your gain is infinite.

If God does not exist, you gain nothing & lose nothing.

You live as though God does not exist.

If God exists, you go to hell: your loss is infinite.

If God does not exist, you gain nothing & lose nothing.

Fyrir mitt leyti þá er ég sannfærður um að guð sé ekki til. Áður en ég sannfærðist fullkomlega (áður en ég byrjaði að lesa mér til um málið það er að segja) þá var sannfæring mín meira eins og tilfinning þess efnis að ég gæti ekki mögulega trúað á guð. Að innst inni myndi raunveruleg sannfæring þess eðlis aldrei vera til staðar, sem gerði mig jafn slæman í augum guðs og ef ég myndi bara ekki trúa á hann, væri hann til auðvitað. Þar af leiðandi á Pascal's wager ekki vel við mig.

Hvað varðar þessa lógík Camusar þá á hún ekki við ef við skoðum þá staðreynd að trúaðir og trúlausir breyta jafnrétt. Eða, þannig skynjar maður það. Ég er jafn líklegur til að drepa mann og trúaður einstaklingur til dæmis.

kv.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 14:37

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samkvæmt minni "Gretutrú" (sem einn góður maður á moggabloggi nefndi svo fyrir mig), þá er það nú ekkert pottþétt að þú eigir vísa helvítisvist, þó þú hafir vitað af Guði allt þitt líf en ekki trúað á hann. Því eins og Megas sagði: "Þó að þú gleymir Guði, þá gleymir Guð ekki þér" og ég held að Megas hafi ekki átt við að hann myndi muna eftir að senda þig á heita staðinn (sem var að vísu skítkaldur hjá norrænum mönnum í þeirra trú).

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:48

28 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

...og þar með var bundinn endi á umræðurnar. Greta setti punktinn yfir i'ið. Þórgnýr hafði engin svör á reiðum höndum.

Bíðum við... ef hann er kaldur hér í norðri, og heitur við Miðjarðarhaf, má þá ekki áætla sem svo að himnaríki sé í Sviss?

kv.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 15:26

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he, jú, það hugsa ég að sé nokkuð nærri lagi. Já, þetta með punktinn minn, svona einföld er mín trú víst, eins og sjá má...meiri hugsuðir en ég hafa þó lagt áherslu á einfaldleika sannrar trúar...en hætti mér ekki lengra út í þá sálma og kveð, því nú má ég til að slíta mig frá tölvunni og lifa lífinu.

Bestu kveðjur, það er gaman að spjalla við þig Þórgnýr, eins og ég þóttist vita þegar ég bað þig um að verða bloggvinur minn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 15:41

30 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Hafðu þökk fyrir hólið, ég sá á athugasemd þinni (og ekki síst þessu spjalli hér) að þú værir jafn hófsöm í trú og ég þykist stundum vera í trúleysi. Það er, hófsamur en algerlega staðfastur.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband