29.11.2007
Opinber skilnaður í sjónmáli?
En áður en slíkt getur orðið verður að fara fram töluverð umræða í landinu, er ég hrædd um og verður enda að teljast eðlilegt, þar sem þetta er stór ákvörðun. Man reyndar ekki (ókei, veit ekki!) hvenær ríkiskirkju sem slíkri var komið á, má ekki rekja það alla leið aftur til siðbótar, eða jafnvel enn lengra aftur, í kaþólska tíð?
Ég tel bráðnauðsynlegt að slík umræða fari fram á vitrænum forsendum, en ekki með heift, ásökunum og upphrópunum, á hvorn veginn sem er. Það er næsta eðlilegt og eiginlega samkvæmt eðlislögmálum að ríkiskirkjan vilji viðhalda status quo, er ekki einhvers staðar talað um það sem heitir inerti í eðlisfræðinni, ég held það eigi líka við um samfélagsgerðina. Þess vegna álít ég bráðnauðsynlegt að þeir sem vilja algjöran jöfnuð, bæði milli trúfélaga og einnig fyrir þá sem standa utan þeirra, haldi fram sínum málstað af rökfestu og fordómalaust.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríki og kirkja voru aðskilin fyrir 10 árum á Íslandi. Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja en ríkið greiðir kirkjunni afgjald af þeim eignum sem það hefur í gegnum árin tekið til sín úr vörzlum kirkjunnar.
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 17:44
Það sem þú ert að velta fyrir þér væri þá frekar að leggja kristni niður sem þjóðtrú á Íslandi. Það er aftur meira mál og ekki afgreitt með einföldum hætti.
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 17:47
??? Það væri gott að fá nánari skýringar á þessum aðskilnaði fyrir 10 árum, ef þú mátt sjá af þeim...hann virðist hafa farið gjörsamlega fram hjá mér....???
Það er alls ekki hægt að leggja kristni niður sem þjóðtrú á Íslandi, því það hefur hún aldrei verið. Orðið þjóðtrú hefur nefnilega hingað til verið notað um það að leggja trú á eitt og annað sem lesa má um í þjóðsögum eins og þeim sem t.d. Jón Árnason skrifaði upp. Sú trú hefur ekki verið lögð niður, heldur hefur hún einfaldlega lognast út af að mestu, vegna aðsteðjandi utanaðkomandi áhrifa; það getur samt sem áður verið gaman að glugga í hana og nokkrir Vestfirðingar hafa meira að segja tekið sig til og útbúið minningarsetur henni til heiðurs, svo kallað Galdrasetur á Hólmavík (virðist ekki vera með vefsíðu, enda forneskja höfð í hávegum þar). Að vísu finnast þeir sem ástunda eitt og annað henni tengt enn þann dag í dag og meira að segja er að finna nornabúð í miðbæ Reykjavíkur.
Ég álít hæpið að það sé hægt að leggja trú niður með tilskipun frá Alþingi, þó það hafi verið reynt hér árið 1000. Sú tilskipun leiddi samt sem áður alls ekki af sér "niðurlagningu" þeirrar trúar sem fyrir var í landinu, þó til þess væri ætlast, heldur aðeins til þess að hún var ástunduð í laumi, þó hún blómstri nú aftur hér á landi.
*P.s. Ósköp ert þú ófríður Markús minn, hefur þú hugleitt að komast í lýtaaðgerð, eða í það minnsta að fá tíma hjá augnlækni og tannlækni?
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:19
Ha, ha, ég sé að þú ert búinn að drífa þig...
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:48
Ég sá þetta með þjóðtrúna um leið og ég hafði ýtt á enter.
Margir hafa haldið því fram hér í bloggheimum og víða annars staðar að Þjóðkirkjan á Íslandi sé ríkisskirkja og krefjast aðskilnaðar með látum. Sá aðskilnaður varð reyndar fyrir nokkrum árum og hefur greinilega farið hljóðar en þurft hefði. Þjóðkirkjan á Íslandi er ekki ríkiskirkja heldur rekin með svipuðum hætti og sænska kirkjan, meðan til dæmis sú danska og norska eru hreinar ríkiskirkjur. Þjóðkirkjan er EKKI á fjárlögum nema að því sem nemur afgjaldi af þeim gífurlegu eignum sem kirkjan átti en ríkið hefur tekið til sín í gegnum tíðina. Sem dæmi um slíkar jarðir má nefna allt byggingarland í Garðabæ og land það sem Kárahnjúkavirkjun stendur á. Byggir þetta á samningi milli ríkis og kirkju sem einhverjir hafa viljað rifta en spurningin er hversu mikið það myndi kosta ríkið. Reyndar setur ríkið kirkjunni rammalög sem það setur ekki öðrum trúfélögum og það er til kirkjumálaráðherra sem er kannski meira formsins vegna, enda muna menn sennilega að Björn Bjarnason hefur verið á því að leggja niður þetta embætti. Kirkjan ræður sjálf sínum innri og ytri málefnum en eins og aðrir reynir hún stundum að hafa áhrif á lagasetningu sem snertir hana beint. Ríkið innheimtir öll sóknargjöld fyrir þjóðkirkjuna eins og önnur trúfélög, sem er fyrst og fremst af praktískum ástæðum því innheimtumaður ríkissjóðs á auðveldara með að rukka en formenn hverrar sóknarnefndar eða trúfélags eins og gert var forðum.
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 20:00
Mikið skolli var þetta fróðlegt, Markús, örugglega rétt hjá þér að ekki nógu margir sem taka þátt í umræðunni vita þetta, virðist hafa farið nokkuð hljótt, eftir því að dæma. (Mikið er ég líka fegin að þú skiptir um mynd!)
Þakka þér fyrir þetta.
Mér þykir líklegt að það sem þú áttir við með þjóðtrú hafi verið þetta ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:,,Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda”
Þetta ákvæði las ég hér:
Baldur Kristjánsson: Kirkjunni kastað án umræðu
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:22
Já, spurning um að kalla kristnina þjóðartrú. En þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er örugglega stundum að þvælast fyrir þeim sem telja að með þjóðkirkju sé átt við ríkiskirkju, en svo er allavega ekki lengur. En stundum er það sem ekki gerist sterkari vísbending um ástand mála en það sem gerist. Eða hefur einhver heyrt ríkisstjórnina taka upp hanskann fyrir þjóðkirkjuna í öllu því sem á henni hefur dunið síðustu ár, núna seinast þetta með það að prestar hafa verið beðnir að boða ekki trú sína í leikskólum. Eins gott að jólin heita ekki Kristsmessa á Íslandi.
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 20:33
Já, því þá kæmi vafalaust fram krafa um að leggja þau (jólin) niður...
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:40
Held að þessi sé mynd sé skárri líka
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 20:43
Úff, já, það er skrítið hvað maður fer eftir myndinni sem fólk hefur í höfundarboxinu, ég sló því til að byrja með föstu að þetta væri einhver algjör vanviti að kvitta á síðuna mína - eða vissi ekki alveg hvað ég átti að halda - þangað til þú settir aðra skárri!
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:48
- ég held til dæmis að ef einhver vill láta taka mark á sér hér á blogginu þá ætti hann ekki að hafa mynd af ullandi ungbarni inni sem höfundarmynd -
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:51
Allavega yrði lagt til að "Kristmessan" yrði aflögð til að trufla nú engan í fjölmenningarsamfélaginu.
Markús frá Djúpalæk, 29.11.2007 kl. 21:01
Þá er nú miklu skemmtilegra að hafa fjölmenningarsamfélag þar sem haldið er upp á alla hátíðisdaga, sama hvaða trúarbrögðum þeir tilheyra, eins og ég kynntist þegar ég bjó í Afríku og Indverjarnir dönsuðu hinir kátustu með jólasveinahúfur á hausnum þrátt fyrir að vera hindúatrúar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.