Leita í fréttum mbl.is

Tölur Hagstofunnar um mannfjölda innan og utan trúfélaga 2005

Mannfjöldi 1. desember 2005 eftir trúfélögum og sóknum

Nú liggja fyrir hjá Hagstofu Íslands upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan sókna og prestakalla og tvö prófastsdæmi hafa sameinast í eitt, Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi í Vestfjarðaprófastsdæmi. Um breytingar á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma má lesa nánar í skýringum við töflur á vefnum. 

Undanfarin áratug hefur sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkað hlutfallslega. Hinn 1. desember 2005 voru 84,1% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en fyrir áratug var þetta hlutfall 91,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur - Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni í Hafnarfirði - úr 3,3% í 4,6%.

Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 23 en voru 14 fyrir 10 árum. Þessum trúfélögum tilheyra 4,6% íbúa, samanborið við 2,7% árið 1995. Kaþólska kirkjan er þeirra fjölmennust en þar hefur meðlimum fjölgað um meira en helming frá árinu 1995, úr 2.553 í 6.451. Árið 2005 tilheyrðu því 2,2% þjóðarinnar kaþólsku kirkjunni samanborið við 1% árið 1995. Hvítasunnusöfnuðurinn er næst stærsta trúfélagið utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða. Þar eru meðlimir nú 1.854 samanborið við 1.148 árið 1995 (0,6% þjóðarinnar 2005, samanborið við 0,4% árið 1995). Önnur trúfélög hafa innan við 1.000 meðlimi og í engu þeirra er hlutfall meðlima yfir 0,3% af íbúafjölda.

Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 3,9% þjóðarinnar samanborið við 1% árið 1995. Utan trúfélaga voru 2,5% samanborið við 1,5% árið 1995.

*Fann engar nýrri tölur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst dálítið sorglegt þegar fólk samsamar innsta eðli manneskjunnar um kærleika og umburðarlyndi, kristinni trú.  Auðvitað eru þessir eðlisþættir innan kirkjunnar en líka fyrir utan hana.  Meira að segja mjög margir trúaðir gleyma þessum tveimur eiginleikum og eru eins og farísearnir berja sér á brjóst og segja Guði sé lof fyrir að ég er ekki eins og annað fólk.  Ég hef hitt kærleiksríkt fólk bæði innan og utan trúfélaga.  Það hefur einfaldlega ekkert með það að gera hvaða trú þú játar eða fylgir, heldur hvað býr í þínu eigin hjarta.  Mér finnst líka einhvernveginn fólk sem er mjög trúað, hafi gefið hugsun sína forræði yfir til annars aðila, sem er þá milligöngumaður milli einstaklingsins og Guðs.  Ég vil enga slíka milliliði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála þér að mörgu leyti  Ásthildur, en vil aðeins í þessu sambandi minna á orð Krists: 

Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
Því að með þeim dómi, sem þér dæmið,
munuð þér dæmdir, og með þeim mæli,
sem þér mælið,
mun yður mælt verða.
Hví sér þú flísina í auga bróður þíns,
en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

Varðandi frjálsa hugsun og trú, og það að fólk fái sér milligöngumann til Guðs, þá eru það kaþólikkar sem þannig trúa og mér finnst að það sé bara allt í lagi fyrir þá að gera það, ef þeir vilja. Mótmælendur boða ekki slíka milliliði til Guðs, því í þeirri kenningu hefur trú á dýrlinga verið aflögð. Man ekki betur en að þetta væri eitt af þeim atriðum sem Lúter gagnrýndi hjá kaþólsku kirkjunni og breytti í sínu nýja trúformi, sem kallaðist jú á þeim tíma siðbót eða "reformation".

Ég ætla mér samt ekki þá dul að fara hér að halda uppi einhvers konar vörnum fyrir þjókirkjuna, þar sem ég aðhyllist hana ekki alls kostar, eins og fram kemur í athugasemdum við fyrri færslur mínar, þó það komi ekki í veg fyrir að ég telji mig færa um að sinna starfi á vegum hennar. 

Ég vil samt leyfa mér að segja að mér finnst margir þeirra sem eru vantrúaðir (þeir sem tjá sig hér á netinu) fara fram með álíka offorsi og af jafn mikilli vanvirðingu við þá sem eru trúaðir og þeir hinir sem trúa einstrengingslega á það sem þeir sjá í því litla horni trúarbragðanna sem þeir hafa gert að sínu, gagnvart þeim sem ekki trúa því sama og þeir, það er að segja (öðrum) trúarbrögðum og trúfélögum, það er að segja afganginum af mannkyninu. Í mínum huga er umurðarlyndi á meðal æðstu dyggða og nátengt kærleiksríku hugarfari. - En annski finnst vantrúarmönnum slík dyggð ekki eftirsóknarverð, frekar en strangtrúarhópunum, í þeirra huga virðist gilda fyrst og fremst að koma sínum sannleika að.

Bendi á þessa síðu þar sem lesa má ýmislegt gott sem haft er eftir Albert Einstein, nýjustu hetjunni minni, og það sem meira er, sagt frá samhenginu sem það var sagt í og hugsanlegum breytingum og/eða rangfærslum sem gerðar hafi verið á því síðar. Á eftir að fara oft inn á þess síðu í framtíðinni:

Albert Einstein - Wikiquote 

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

annski=kannski

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það má segjast að "mín trú" krystallist eða megi sjá í hnotskurn (hvernig er nú það orðatiltæki til komið?) í þessum orðum Einsteins:

If one purges the Judaism of the Prophets and Christianity as Jesus Christ taught it of all subsequent additions, especially those of the priests, one is left with a teaching which is capable of curing all the social ills of humanity.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég á bók sem inniheldur aðeins orð Jesú Krists og lýsing á þeim kringumstæðum, þar sem orðin voru sögð. Í orðum Jesú er öll spekin sem við þurfum en hins vegar er alltaf gaman að lesa orð fleiri spámanna og spekinga líka

Bestu kveðjur í rokinu

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:00

6 identicon

Leitt að Kaþólskum skuli fjölga hér á landi .

Það er enginn uppgangur í Kaþólskum löndum sem ég þekki til . Allavega er þetta Kaþólska fólk sem ég þekki hér á landi, á bullandi niðurleið í flestu sem það gerir .

Enda getur Guð ekki blessað þá, sem styðjast við kirkju er kennir boðorðin vitlaust . 

conwoy (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Conwoy, hvað kallar þú að vera á niðurleið?

Og að hvaða leyti kennir kaþólska kirkjan boðorðin vitlaust? Ertu að segja að boðorð kaþólskra séu önnur en lúterskra? Því þá hljóta lúterskir að hafa breytt út af þeim sem kaþólskir kenna, þar sem lúterskan varð til sem mótmæli við kaþólska trú (sbr. mótmælendur). Eftir hvaða heimildum hefðu þá lúterskir talið sig þess umkomna að breyta þeim boðorðum sem kaþólskir viðurkenna?

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 23:00

8 identicon

Rómversk Kaþólska kirkjan ákvað eitt sinn að breyta fjórða boðorðinu .

( 336 árum eftir Krist ) Hvíldardagur er á Laugardegi . Nema að þú sért Kaþólskur .

Hvar leyfir Guð mönnum að breyta sínum boðorðum ?

Svar : Hvergi !

Sá sem brýtur eitt boðorð, brýtur þau öll .

Svo segir eitt af boðorðunum : Þú skalt eigi gjöra þér líkneski eða myndir af því sem er á himnum .

Það sjá allir hversu óhlýðnir Kaþólikkar eru í þeim málunum, ekki satt ?

Blessar Guð svona boðorðaníðinga ?

Ég svara þessu bara sjálfur : NEI 

conwoy (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ert þú kannski 7. dags aðventisti, conwoy, fyrst þú ert svona gallharður á þessu með hvíldardaginn?

Og þú svaraðir ekki spurningunni um það hvað felist í því að þeir kaþólikkar sem þú þekkir hér á landi séu á bullandi niðurleið

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 00:39

10 identicon

Ef menn túlka boðorðin rétt, fá þeir þá stimpill eins og : Sjöunda dags aðventisti ?

Ég þekki allnokkra Kaþólikka hér á landi, og eru þeir allir með sín mál í vafasömum farvegi . Ætla ekki að útlista það frekar . En uppgangur er ekki þeirra sterka hlið allavega . 

conwoy (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.