7.12.2007
Trúboð - Vísindakirkja
Var að velta því fyrir mér:
1. Er hægt að kalla það trúboð að boða trúleysi? Verður ekki að kalla það trúleysisboð eða vantrúarboð?
2. Í fréttum áðan heyrði ég að Þjóðverjar hygðust banna Vísindakirkjuna þar í landi á þeim grundvelli að starfsemi hennar bryti á bága við stjórnarskrá landsins.
Væri okkur Íslendingum stætt á því að banna slíka kirkju, vegna þess ákvæðis í stjórnarskrá okkar sem gerir Þjóðkirkju hærra undir höfði en öðrum trúfélögum? Ég held að í það minnsta yrði þetta ákvæði ekki til að styrkja stöðu okkar, kæmist íslenska ríkið í þá erfiðu aðstöðu að standa frammi fyrir áþekkri ákvörðun. Á þessa hættu hefur bloggvinkona mín Anna bent hér í athugasemdum, - en hún þekkir vel til í Balkanlöndunum og gerir sér þess vegna ef til vill betur grein fyrir henni heldur en við hin, af ástæðum sem ætti að vera óþarfi að telja upp.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 121503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að nafninu til er trúfrelsi hér, það er enginn að boða trúleysi just face reality
DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:55
Veistu það Gréta...ég er að spá í að stofna trúfélag, ekki eins klikkað og vísindakirkjan, heldur byggt á Hringadróttinssögu! Við í því trúfélagi fengjum safnaðargjöld (ólíkt Siðmennt, sem ekkert fær úr þeirri átt). Myndum boða að hringurinn hafði verið endurgerður og Sauron í Mordor væri að vaxa...Ekki vitlausara en Jónas í hvalnum?
Eigum við?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 19:12
Doksi, ekki taka þetta hjá mér neitt alvarlega, þetta var bara svona spekúlasjón um orð, í framhaldinu af umræðu hjá Baldri K....
...Hins vegar er það alvarlegt fyrir Vantrú,...ég baunaði aðeins á þá þar, því sumt af liðinu sem kommenterar á síðu Andkristnihátíðar er hreint ekki geðslegt, held þú getir verið sammála því ef þú kíkir á það. Held þeir hjá Vantrú ættu aðeins að skoða betur það sem er sagt um þá á þeirri síðu, af einum þeim aðila sem heldur hátíðina og þeim sem skrifar síðuna, nefnilega að þeir boði trúleysi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 19:47
Þjóðverjar vilja banna Vísindakirkjuna á þeim forsendum að þeir telja sig geta sannað að að þar sé á ferð fjárplógsstarfssemi sem undir yfirskyni trúboðs. Þeir hafa verið mjög aðgangsharðir við fólk, á götum úti og annars staðar, og gjörsamlega ruglað fólk í ríminu, og fengið það til að borga háar fjárhæðir, eins og Tom Cruise er gott dæmi um. Það er forsendan fyrir því að Þjóðverjar vilja banna þessa kirkju, ekki að hún boði trú.
Æ, nei, Anna
...en ég væri til í að horfa á spólu með þér...
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 19:55
hahaha....má ekki banna ríkiskirkjuna a sömu forsendum? Hún fær 5000 milljónir á ári af skattpening, plús álag á hvern fermdan haus og hverja jarðsungna sál? Eða stofna hlutabréfafélag um svona peningaplokk?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 20:14
hvar er þetta um andkristnihátíð?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 20:21
Hvar er þessi síða? Og hvers vegna ætti það að vera alvarlegt fyrri Vantrú ef eitthvað fólk kemur með athugasemdir sem þér finnst ekki geðsleg á heimasíðu einhverrar rokktónleika?
Ó nei! Ég persónulega skil ekki hvað er rangt við það að segja að tala um boðun trúleysis.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2007 kl. 20:29
Aths. 6 og 7
Ég skal ekki um það segja, Anna, hef ekki skoðað fjármál Þjóðkirkjunnar í kjölinn.
Hefur þú gert það? Hvaðan færð þú töluna 5000 milljónir?
Ég hugsa að það þurfi nú líka að borga eitthvað fyrir borgaralega fermingu og jarðarför, eða hvað? Ert þú eitthvað inni í fjármálum Siðmenntar? Því einhvern pening hljóta þau samtök að þurfa að hafa til rekstrar. Kannski gjöld fyrir fermingar og jarðarfarir? Alla vega eru þau ekki styrkt af ríkinu. Kannski gæri þess vegna verið dýrara að fermast og jarðast þar?
Ég veit ekki hvort Sammennt birtir ársreikninga á heimasíðu sinni, eins og biskupsstofa gerir, hef hreinlega ekki gáð að því og nenni því ekki núna. Veist þú það kannski? Ert þú félagi í Siðmennt. Ég hef nánast bara lesið stefnuskrána þeirra og finnst hún fín, fari þeir eftir henni í einu og öllu eins og ætlast má til, finnst mér. En það gera nú stjórnmálaflokkar svo sem ekki...
Tengil á andkristnihátíð er í aths. 117 í umræðunni hjá Baldri, Eflum o.s.frv.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 20:44
Ég veit að einhverjir á Nýja Sjálandi (minnir mig, frekar en Ástralíu) sóttu um að lögleiða trúfélag byggt á Star Wars. Þeir höfðu víst nógu margir félagsmenn samkvæmt lögum landsins. Veit ekki hver niðurstaðan varð eða hvort málið hafi enn verið afgreitt.
Og megi þá "mátturinn" vera með okkur.
Ransu, 7.12.2007 kl. 20:51
nei Gréta, er ekki í Siðmennt...en á leiðinni að skrá mig þar. Líst voða vel á það starf. Veit ekkert um gjöldin annað en það stendur 3000 kr á man á ári.
'i fjárlögum síðasta árs fóru 4,7 milljarðar til ríkiskirkjunnar...þannig veit ég það. Þetta eru líka mínir skattpeningar!
sjá
Sóknargjöld og aðrar tekjur
Þjóðkirkjan fær sóknargjöld fyrir hvern skráðan safnaðarmeðlim skv. lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999. Þau nema um 8500 krónum árlega fyrir hvern einstakling sem orðinn er 16 ára og miðast við skráningu þann 1. desember. Auk þess fær kirkjan framlag úr Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjumálasjóði[5], svo að tekjur hennar af hverjum einstaklingi nema um 11.300 krónum árlega[6]. Fyrir utan þessi framlög greiðir ríkissjóður prestum, biskupi og starfsfólki biskupsstofu laun[7], samkvæmt samningi frá 1997, og kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum.
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslenska_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0kirkjan#Samband_e.C3.B0a_a.C3.B0skilna.C3.B0ur_r.C3.ADkis_og_kirkjuAnna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:01
Indversk dæmisaga um að boða trúleysi...
Maður nokkur eyddi öllum sínum stundum við að níða Guð og að sannfæra með rökum alla sem hann hitti um að Guð gæti ekki verið til. Þegar hann svo kvaddi jarðlífið stóð hann frammi fyrir skapara sínum og vænti hins versta. Guð opnaði þá arma sína og bauð honum faðm sinn að eilífu. Maðurinn var hissa og sagði; En ég hef útúðað þér við alla og talað gegn þér". Guð svaraði; "Já, þú helgaðir mér líf þitt".
Ransu, 7.12.2007 kl. 21:02
Hjalti Rúnar, kannski er þetta eintóm vitleysa í mér, auðvitað er það hið besta mál ef Vantrú boðar djöfladýrkendum trúleysi, kristið fólk ætti auðvitað að vera þakklátt. Því líklega lenda þær sálir þá í hreinsunareldinum, þar sem trúleysingjar eiga heima, en ekki í helvíti, þangað sem djöfladýrkendur fara. Kristnum er létt.
Auðvitað er Vantrú þarna með ótrúlega gott hjálparstarf fyrir Þjóðkirkjuna á þessari rokkhátíð, fyrir utan það sem ég nefndi áðan er hún þarna að losa hana við óværu sem ekki á heima undir hatti hennar, með því að hjálpa til við úrskráningu úr henni. Ef vel tekst til getur biskupinn kannski brátt lagt frá sér lúsakambinn og strokið um frjálst höfuð, hattlaus frammi fyrir Guði sínum.
Til stuðnings orðum mínum um að eitthvað sé um að djöfladýrkendur sæki þessa hátíð skaltu lesa sum kommentin á síðunni og það sem þar stendur, þar sem ég hef ekki lyst á að endurbirta það hér (þó ég hafi reyndar gert það á síðu Baldurs, og bið hann afsökunar á að gera mér mannamun, lesi hann þetta).
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:09
*leiðr.= og það sem stendur undir nöfnum höfunda þeirra
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:11
Ransu, ég hef reyndar heyrt líka um eitthverja Star Wars söfnuðar-stofnun; gott ef synir mínir höfðu ekki hug á að ganga í hann?
Góð saga!
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:17
Anna mín, takk fyrir upplýsingarnar, ég kíki kannski á þær seinna, þegar ég er hætt að vera alltaf að bloggast, búin í jólastússinu og...
(Segja ekki margir trúaðir þetta líka við Guð? )
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:21
Greta, þarna er vísun á umræðuþráð á hugi.is, ég skil ekki hvers vegna þú telur þær umræður vera "alvarlegar fyrir Vantrú". Hvernig í ósköpunum tengist það félaginu?
Ég sá eiginlega bara talað um djöfulinn í setningum á borð við: "Djöfull hlakkar mér [sic] til!"
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2007 kl. 21:34
Jú, þetta eru töluvert mikil hlunnindi sem Þjóðkirkjan nýtur sem þú talar um þarna. Verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki alveg áðan þar sem augun á mér byrja oft að snúast í hringi og ég fæ svima þegar ég sé svona tölur sennilega eftirstöðvar.
Las þetta nú betur sem þú skrifar og þetta eru vissulega háar upphæðir sem um er að ræða, og ekki vona að menn sleppi svo glatt því sem tak er á. Vald spillir. Og kemur sér vel að börn mæðra sem hafa verið skráðar sjálfkrafa til trúfélags skráist sjálfkrafa til sama trúfélags o.s.frv.
Hér verð ég eiginlega að taka undir með trúleysingjum, þó ekki sé með alveg sömu formerkjum og þeir oft og tíðum, þar sem ég er trúuð og ekki gjarnt að grípa til fortíðar synda og lyga kirkjunnar sem raka, heldur aðeins þeirra er varða lýðræði (frelsi, jafnrétti, bræðralag) og minna á:
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:37
Tek fram að ég var að tala við Önnu í athugasemd. nr. 18
Hjalti Rúnar, djöfullinn leynist víðar en í orðinu djöfull, ef þú gáir vel, eða ertu virkilega svo bókstafstrúaður að þú sjáir það ekki?
Að vísu má líklega slá því föstu í sumum tilvikum að um sé að ræða harðsoðinn töffaragang, en það breytir því ekki að svoleiðis töffarar eru oft ansi viðbjóðslegir. Vil helst ekki fara að setja dæmi hér, jú, skal gera það ef þú vilt:
Þetta hefur rokkarinn "necrobloodfukk" í undirskrift sinni:
"Blutgeoned bodies, Strangled and Fucked
Brute Impalement, by Rotten Cocks
Castigated, Sadism Unbound
Godforsaken, Drowning in Cum"
Saklaust grín? Ekki satt?
Það er alvarlegt fyrir Vantrúmenn að verða tvísaga, eða vísir að lygi, eins og margir myndu orða það; þeir hafa margendurtekið opinberlega að þeir "boði ekki trúleysi", en þarna á síðunni stendur að þeir veriði á staðnum og boði trúlesyi...lestu þar ef þú trúir mér ekki: Hér er kommentið:
"
SatanJarl 5. desember 2007 - 18:48
Skoða í nýjum glugga
Fyrra álit Vantrú boðar trúleysi og eru með ríkiseyðublöð sem þeir aðstoða þá sem áhuga hafa á að standa utan þjóðkirkjunnar við að fylla þau út.
"
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:55
já Gréta ég er líka "trúuð" í þeim skilningi að ég trúi á sammannlegt siðferði (ekki einkaréttur kirkjunnar) og er alin upp í kaþólskri trú. Sagði mig úr kirkjunni fyrir 20 árum og varð voða létt...en trúin býr ekki í kirkjunni!
Þessi safnaðargjöld sem þú talar um eru 8.500 kr á ári.
Þjóðkirkjan fær samt 11.300 á haus (líka okkar haus) plús að
Fyrir utan þessi framlög greiðir ríkissjóður prestum, biskupi og starfsfólki biskupsstofu laun[7], samkvæmt samningi frá 1997, og kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum.
Þessi laun eru af skattpeningi okkar allra og prestur (þeir eru um 220) fá tvöföld kennaralaun (plús álag eins og ég nefndi ofar fyrir "að vinna starfið sitt").
Í frjálsri verslun 2007 kom fram að biskup (sem kallar mitt hjónaband "sorphauga") hefur 1200.000 á mánuði í föst laun!
Mér ofbíður
Hitt er svo annað mál að auðvitað á að vera kristni og trúfélög (og vantrúarfélög) eins og Fríkirkjan, sem sér um sig sjálf!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:58
Anna, þetta er svakalegt! Von að biskup vilji ekki detta niður í launum!
"Sóknargjöld nefnast fjárframlög sem að íslenska ríkið útdeilir af innheimtum tekjuskatti til Þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs."
Samkvæmt þessu innheimtir kirkjan safnaðargjöld fyrir öll skráð trúfélög í landinu, annars til Háskólans. Sumir vilja ekki greiða til hans, en ekki væri samt hægt að ætlast til að kirkjan innheimti félagsgjöld fyrir t.d. félag trúleysingja? því þá gætu öll skráð félagasamtök í landinu komið og farið fram á það sama.
Þetta er vandræða-ákvæði, það væri hreinlegast að hver rukkaði fyrir sig þá sem eru skráðir, bæði trúfélög og venjuleg félög,eða það finnst mér. Kostar náttúrlega aukin útgjöld fyrir söfnuði, en ætti ekki að vera svo erfitt að framkvæma í dag þegar flestir eru með tölvu og netbanka og allir söfnuðir með einhvers konar skrifstofuhald.
"(sem kallar mitt hjónaband "sorphauga")" Anna, er þetta úr einhverju viðtali við hann? Því ég fæ nefnilega grænar, þú veist, þegar ég reyni að lesa.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:16
Menn eiga að hætta í trúarsöfnuðum og ganga í lið með mönnum, menn eru búnir að meee meee eins og sauðir allt of lengi og það er löngu ljóst að það virkar ekki
DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:18
Háskólinn fær auðvitað sitt af fjárlögum, þarf ekkert að vorkenna honum að missa þessu fáeinu aura sem ætla má að hann fái frá utan trúfélaga-fólki, ef marka má kirkjunar menn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:20
ég skrifaði þetta í Morgunblaðið um þetta...
agnasafn | mið. 1.3.2006 | Bréf til blaðsins | Vægi 98% | 339 orð
Opið bréf til kirkjumálaráðherraFrá Önnu Benkovic Mikaelsdóttur: "Á ÍSLANDI er þjóðkirkja. Hún er styrkt af ríkinu og starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn. Einn af þeim er biskupinn. Ísland er lýðveldi og hér ríkir frelsi. Frelsi fylgir ábyrgð."
Skoða Tengdar greinar Kaupa grein
Gagnasafn | fim. 2.3.2006 | Aðsent | Vægi 86% | 110 orð Opnu bréfi svaraðÍ MORGUNBLAÐINU 1. mars er opið bréf til kirkjumálaráðherra þar sem bréfritari fer þess á leit, að ráðherra leysi biskup Íslands frá störfum.
Skoða Tengdar greinar Kaupa grein
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:21
Doksi, það er líka nokkuð ljóst að það virkar ekki að segja sauðum að hætta að jarma. meeee. Ekki nema þeir breytist, fyrir kraftaverk, í....your guess
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:22
sjá einnig meira...
http://www.google.is/search?hl=is&q=hj%C3%B3nabandinu+%C3%A1+sorphaugana&btnG=Google+leit&lr=
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:22
Aths. 19 Það sem ég er að meina og sagði á bloggi Baldurs er að Vantrúarmenn ættu að taka manninn sem sagði þetta og dreifir þessu kannski víðar, "til bæna", ef þeir vilja að tekið sé mark á þeim.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:27
Anna, já svoleiðis
stundum er ég sein að fatta
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:30
Ég var að athugs þetta með vantrú og andkristnihátiðina Gréta. Vantrú hefur ekkert með þessa hátíð að gera, var hinsvegar boðið að aðstoða fólk við trúfélagaskráningu...afskráningu, vegna reynslu sinnar af slíkri aðstoð.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:32
...svoleiðis ...er ekki síður kærleikur og mjög sárt þegar "andlegur " leiðtogi þjóðarinnar í "kristilegu siðferði" tekur svona til orða.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:34
Greta, ég vara bara að leita að þessari djöfladýrkendum og sá aðallega talað um að hlakka djöfulli mikið til.
Ég bara á afar erfitt með að skilja hvernig undirskrift einhvers óþekkts aðila sem skrifar um atburð þar sem við verðum bara með bás, á einhverju spjallborði sem er algerlega óskylt okkur hefur eitthvað með okkur að gera.
Síðan ferðu að tala um að við séum tvísaga af því að einhver "SatanJarl" segir eitthvað um okkur á sömu síðu, er þér alvara? Þetta er álíka gáfulegt og halda því fram að Snorri í Betel vær tvísaga ef einhver myndi skrifa athugasemd hérna þar sem hann segði að Snorri tryði ekki á guð.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2007 kl. 22:38
Satan jarl er með síðuna og einn þeirra sem skipuleggja hátíðina. Nennti ekki að leita að staðnum á síðunni, svo ég skelli þessu inn frá í dag hjá B.:
Höfundarnafn greinarinnar er: SATAN JARL PLAYS ON ELEVEN
Sakvæmt þessu hér er hann lykilmaður á hátíðinni: "Ég er búinn að fá til liðs við okkur einn besta hljóðmann landsins en áform eru uppi að taka hátíðina upp, bæði hljóð og mynd og gefa út Andkristni DVD+CD jafnvel."
Þessi maður segir á spjallrás að Vantrú muni boða trúleysi á staðnum, eins og ég sagði áðan. Kannski segir hann það víðar. Sem er bara fínt ef það er það sem Vantrú gerir. En ekki fínt er það er ekki það sem Vantrú gerir. DoctorE sagði hér rétt áðan, orðrétt, í aths. 2:"[...], það er enginn að boða trúleysi just face reality"
Annars er mér nákvæmlega sama um þetta, því það káfar svo sem ekkert upp á mig þó Vantrúarmenn séu staðnir að lygum.
Hins vegar, varðandi hrottatöffarana sem sækja Andkristnihátíðina þar sem Vantrú stundar bæði hjálparstarf og trúleysisboð, þá er ég er ég fyrir löngu síðan (í aths.13) búin að taka þau orð mín aftur að þeir tengist því eitthvað að trúleysingjar séu staðnir að lygum (kannski betra að orða það þannig en "að verða tvísaga"). Lýsti einmitt í þeirri athugasemd ánægju minni með að þeir (trúleysingjarnir) bjargi þeim (hrottatöffurunum) frá víti yfir í hreinslunareld með góðverkum sínum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:12
Þess vegna hef ég sagt að Vantrú ætti að taka þennan mann til bæna, ef hann fer með fleipur. Annars klappa þeir honum bara á bakið og segja gott hjá þér.
Nenni þessu ekki lengur, farin að sofa.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:18
32 *leiðr.=trúleysingjar séu staðnir að lygum eða verði á staðnum
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:40
Sénsinn að ég væri á trúboð eða trúleysis eitthvað.. af hverju ætti ég að gera það... makes no sense, fremur færi ég í mannréttindasamtök þó fíla ég mig best einn í hóp
DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:42
Já Gréta, auðvitað ætti að leiðrétta það
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:51
Frábært. Hvernig gerir það okkur að einhverju leyti tvísaga að einhver aðili sem tengist félaginu ekki á neinn hátt segir eitthvað um okkur?
Frábært, og hvaða máli skipta orð DoctorE?
En í athugasemd 19. talarðu síðan um að við séum tvísaga.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 02:18
Hættu að snúast í hringi, Hjalti og reyndu finna samhengi í því sem þú lest.
Vonandi eru vaxinn upp úr Litlu gulu hænunni, eða hvaða bók sem þú varst látinn lesa í 1. bekk grunnskóla. ...Og nú heyri ég þig segja: hvað kemur litla gula hænan trúleysingjum við...???
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 04:54
Ég er orðinn afskaplega þreyttur , ,á þessu langlundarvæli í Önnu "bewitch" lessu .
Hún verður að gera sér grein fyrir því, að fólk útá landi vill ekki sleppa því að ferma börnin sín, og jarða látna ástvini . Þetta kostar allt pening manneskja ! ! Vilt þú kannski stofna tombólu til að láta þetta rúlla eða hvað ?
Ég veit alveg hvað samtökin 78 hafa fengið margar mill. á síðustu 10 árum !
Það er bara nokkuð þokkalegt miðað við fjöldann í samtökunum . Já, og krabbameins sjúk börn hafa fengið minni upphæð á sama tímabili ! Þetta er hræsni og viðbjóður ! Hvað hafa samkynhneigðir meira bágt en þessi börn ? Ekki skrýtið að fólki sé orðið vel í nöp við þetta samkynhneigða grenjuvæls lið !
conwoy (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:10
Ég veit alveg hvað samtökin 78 hafa fengið margar mill. á síðustu 10 árum !
Hvað kemur það málinu við?
fólk útá landi vill ekki sleppa því að ferma börnin sín, og jarða látna ástvini
Þetta gerir Fríkirkjan líka og Siðmennt án ölmusupeninga
ps; conwoy, þú ert voða dónalegur, svo kannski hefur eitthvað skolast til í þínu "kristilega" uppeldi?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 10:27
Ég fékk ekkert sérstakt kristilegt uppeldi . Kannski er það ástæðan fyrir því að ég er dónalegur . Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja !
Þess vegna tel ég brýnt að efla Guðfræði á dagheimilum og barnaskólum, svo að kjaftforir kristlingar eins og ég verði úr sögunni einn góðann veðurdag . Sammála þessu Anna mín ?
conwoy (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:14
Ef þú ert tilbúinn að útskýra það á málefnalegan hátt hvernig ummæli aðila sem tengjast Vantrú ekki (t.d. þessi SatanJarl og DoctorE) gerir okkur í Vantrú tvísaga, þá er ég til í að ræða það. En á meðan þú getur bara komið með svona barnalegar athugasemdir, þá sé ég lítinn tilgang í að ræða við þig.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 19:53
Hjalti Rúnar, ég bið þig að gaumgæfa það sem ég hef skrifað hér í fyrri athugasemdum. Ef þú gefur þér góðan tíma til lestrar muntu ef til vill á endanum skilja það sem ég skrifa þar. Ef ekki, er það þinn skaði og þú verður þá einfaldlega að standa áfram á gati um ummæli mín, því ég hef ekki í hyggju að fjölyrða frekar um það sem átti að vera stutt athugasemd (en sýnir sig að hefði þurft að vera styttri) til DoctorE. Að öðru leyti vísa ég þér á að leita frekari skýringa í umræðu á bloggi Baldurs Kristjánssonar við færsluna: Eflum trúarbragðafræðslu
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 20:16
Gréta mín...vantrú hefur ekkert með þetta að gera enda bíður hún auðvitað uppá þessa þjónustu, en hún er ekki bara að skrá fólk utan trúfélaga, líka í önnur trúfélög og í Þjóðkirkjuna ef því er að skipta.
Hjalt...reyndu að skilja Grétu...ef ég skil hana rétt?????????
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 21:01
"vantrú hefur ekkert með þetta að gera"
Anna mín, ég veit að Vantrú hefur ekkert með ógeðslegu hryllingsrokkarna sem skrifuðu athugsemdir á síðu rokkhátíðarinnar að gera. Og auðvitað mætir á þessa hátíð alls konar fólk, á öllum aldri, sem hefur heldur ekki neitt með Vantrú að gera.
Ég skil eiginlega ekki lengur sjálf af hverju ég var að blanda þeim inn í málið, eins og þú sérð ef þú lest athugsemd nr. 128 hjá Baldri.
Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að þeir eru ekki með neitt "vantrúar-trúboð", heldur mæta þeir þarna til að hjálpa því fólki sem vill skrá sig úr og í trúfélög til þess að gera það.
Samt finnst mér að það mætti alveg eins kalla þetta smölun, í staðinn fyrir hjálparstarf, vegna þess að mér finnst þetta svipað og stjórnmálaflokkar gera fyrir kosningar, - það er að segja að hjálpa fólki með því að ná í það heim til sín til að það geti kostið. Finnst þetta í svipuðum dúr, þó það sé ekki alveg sambærilegt. Þetta er auðvitað bara mitt álit og ef þú ert því ekki sammála því þá skil ég það alveg.
Varðandi Hjalta...þú skilur mig rétt!
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 22:08
Sæl Anna og öll hin, ykkur er tíðrætt um hvað kirkjan fær af safnaðargjöldum á ári. Haldið þið virkilega að þessi safnaðargjöld fari bara í laun presta ??? Þið gleymið algjörlega hvað kirkjan er að hjálpa mörgum af þeim sem minna mega sín og minna hafa á milli handanna, og þá er ekki verið að tala um trúboð heldur er verið að gefa fólki mat og drykk ásamt fatnaði og peningum. Hvernig væri nú að opna augun og átta sig á því að kirkjan lætur verkin þar tala, ég tek það
Gísli Kristjánsson, 9.12.2007 kl. 07:07
ég tel það sem eitt af hennar stærstu verkum að hjálpa náunganum en þetta er atriði sem margir virðast hafa gleymt !
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól
Gísli Kristjánsson, 9.12.2007 kl. 07:09
Boð og bönn lög eða lögleysi mun engu breyta með mannskepnuna,það er bara svo að í leit okkar að þroska og tilgangi lífsins.Þá munum við sem maður glíma við hina ýmsustu leiðir til að finna þennan sannleika,sem jú býr innra með okkur svo okkur líði vel og það finna allir sinn sannleik fyrr eða síðar.
Svo er bara spurningin þessi hvort ég virði síðan þann sannleik sem viðkomandi hefur fundið án þess að reyna að troða mínum sannleik ofaní kok á næsta manni.Ég vil meina að hver og einn´hafi fullann rétt að sínum skoðunum og hvort hann eða hún trúir á eitthvað sér æðra eður ei hvort það er guð eða hreinlega manninn sjálfan.
Málið er að mestu að geta skipst á skoðunum án þess að hrauna yfir og gera lítið úr lífsskoðun annarra enda réttur hvers og eins að trúa því og hann vill,enda gaf guð ekki manninum frjálsan vilja bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.12.2007 kl. 09:05
Takk fyrir gott innlegg Gísli og að minna á þetta.
Úlfar, færslan mín var um það að Þjóðverja hyggjast banna Vísindakirkjuna þar í landi, vegna þess að þeir telja sig hafa sannanir fyrir því að hún féfletti fólk. Í framhaldi af því velti Anna því fyrir sér hvort draga mætti samanburð af Vísindakirkjunni og íslensku Þjóðkirkjunni, vegna þess mikla fjármagns sem ætla má að hún hafi úr að spila.
Ég ætla ekki hér að leggja dóm á slíkan samanburð, tel rétt að menn afli sér upplýsinga og dæmi sjálfir. Anna bendir á há laun biskups, sem eru viðlíka og þau sem þjóðkjörinn þjóðhöfðingi okkar, forsetinn, hefur, skilst mér (er þó biskup ekki þjóðkjörinn). Gísli minnti hins vegar á að kirkjan vinnur góðverk meðal bágstaddra í landinu, ég þekki nokkuð til þess og get borið um að það er rétt. Veit ég til þess að fólk hafi leitað til hennar þegar Félagsmálastofnun Reykjavíkur hafði vísað því frá eða ekki tekist að greiða úr málum þess á viðunandi hátt.
Anna Benkovic á ýmissa harma að gjalda gagnvart íslensku Þjóðkirkjunni, Gísli hefur aðeins af henni góða reynslu, það þarf því engan að furða að ræða þeirra er á sinn hvorn veginn.
Ævinlega tel ég meðalhófið best, að gagnrýna það sem betur mætti fara, og gjalda þökk við því sem vel er gert. Munum að þeir sem í kirkjunni starfa eru mannlegir, eins og við, með sína kosti og galla. Ég veit að kirkjan vill ævinlega okkar minnstu bræðrum vel. Stundum spyr maður sig samt hvort hún hafi gleymt sögu Jesú um eyri ekkjunnar. Enginn held ég þó að geri kröfu til þess í nútímanum að kirkjunnar fólk lifi í meinlætum, heldur aðeins að laun þeirra séu í eðlilegu hlutfalli við það sem gerist í landinu. Eða er eðlilegt að prestar séu með meira en tvöföld laun kennara (þó kennarar séu að vísu með alltof lág laun)?
Ég tel að það eigi að vera heimilt að líta gagnrýnum augum á starfsmenn kirkjunnar og þeirra verk og kjör, þeir eru ekki heilagir, þó kirkjan sé það, í augum trúaðra. Í raun og veru er það öllum slíkum stofnunum ekki nema hollt að horft sé á þær gagnrýnum augum og að ferskir vindar fái að blása um þær. Slíkt verður þó að vera gert af velvilja og ekki í þeim tilgangi að rífa niður, nema til þess sé horft að byggja upp annað betra (heitir það ekki endurskipulag, eða "reformation" ? og var Lúter gamli kenndur við slíka). Ég veit að margir vinna mikið og gott starf innan hennar kirkjunnar, það ber að þakka.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 10:10
Gréta ég þakka þér svar þitt,nei nei ég er alls ekki að setja neitt út á neitt varðandi þessi málefni heldur vildi ég bara koma með smá innlegg um val manna.Þó ég tilheiri þjóðkirkjunni og sé Kristinn þá er ég ekkert að verja hana eitt eða neitt,og rétt er það mín kær sem þú segir prestar eru jú bara fólk eins og við.
Og ég get alveg sagt eins og mér finnst Kirkjan er ekkert laus við skít og það eru auðvitað jafnmörg svör um guð og við erum mörg,enda þykir jú hver sinn fugl fagur megi guð blessa ykkur öll kveðja Úlli. P.S eina kirkjan sem máli skiptir er Kristur sjálfur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.12.2007 kl. 10:40
Gísli og Gréta...alllt það góða sem kirkjan gerir er bara gott og ekkert annað. Ég vil ekki gagnrýna það, bara þakka.
Hinsvegar vil ég aðskilnað ríkis og einnar kirkjudeildar. Það eru nefnilega til fleiri kristnar kirkjudeildir í landinu og þær gera líka gott
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 10:56
Anna.B.M.Ertu fífl eða hvað að halda þessu fram?
fólk útá landi vill ekki sleppa því að ferma börnin sín, og jarða látna ástvini,
Vilja borgarbúar EKKI JARÐA ÁSTVINI SÍNA? Hvað gera þeir þá við líkin?Og af hverju er siðmennt með fermingar? Til hvers?Ferming er staðfesting á skírn í kristinni kirkju. Get a live kona og fáðu þér áhugamál og taktu DoktorE með þér.Kannski þið getið í sameiningu fengið áfallahjálp á LSH vegna þess að nýja testamentið var gefið í grunnskólana og þið eruð búin að lesa svo mikið og skrifa svo mikið um GUÐ.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:27
Anna, ég ætla að benda þér á að lesa athugasemdina sem ég skrifaði við þessa færslu hjá Svavari. Þetta eru eiginlega einu góðu rökin sem hef getað fundið fyrir því að hafa áfram Þjóðkirkju hér í landinu, önnur en þau sögulegu. Ég er hins vegar búin að biðja Svavar annars staðar að svara mér og koma með góð og gild rök fyrir Þjóðkirkju í nútímanum á Íslandi, önnur en söguleg rök. Hann sagðist ætla að gera um það sér færslu. Hann er ekki kominn með hana enn, en ég við auðvitað bíða eftir góðri færslu en að hann geri hana á hlaupum; prestar hafa auðvitað mikið að gera fyrir jólin og kannski meira en aðrir. Og auðvitað er hann líka að velta skólamálunum fyrir sér þessa dagan, meira en stjórnarskránni sennilega.
Þó hugsa ég að það mætti alveg greiða úr þessu með Þjóðkirkjuna í dreifbýlinu á annan veg en að hafa Þjóðkirkju, það yrði bara að skoða vel áður en til kæmi. Kirkjan á nú töluverðar eignir og fær áfram mikið af safnaðargjöldum þó hún ryfi tengsl við ríkið, það er ég viss um. Eins gæti hún kannski samið við ríkið um minnstu sóknirnar á einhvern hátt, til dæmis varðandi húsakostinn (kirkjurnar) o.þ.h. - Þú sérð að ég er á fullu að skipuleggja reformeraða lúterska kirkju hér á landi í huganum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:43
Birna, bara ein spurning - er minnst á trúfélagið þitt í stjórnarskránni?
Það er enginn að segja, að minnta kosti í mínu bloggi! að það eigi að leggja Þjóðkirkjuna niður, - það er aðeins verið að velta fyrir sér spurningunni um hvort hér eigi að vera þjóðkirkja eða ekki, - og hvort það eigi að vera til (áfram) sérákvæði í stjórnarskránni sem kveði á um að ríkið eigi að vernda hana og styrkja, þ.e.a.s. Þjóðkirkjuna, ekki kristni eða önnur þau trúarbrögð sem finnast í íslensku samfélagi. - Við höfum velt því fyrir okkur hvort slíkt stjórnarskrárákvæði samrýmist hugsjón um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Endurtek: Það er enginn að fara að leggja niður Þjóðkirkjuna á morgun!
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:57
Birna...ég skil hreinlega ekki hvað þú ert að tala um?
Gréta ég hlakka til að lesa þau rök...vil samt benda á að ef sögulegu rökin eiga að gilda má einnig segja að kirkjan eigi einmitt EKKI að vera ríkiskirkja. Siðaskiptin urðu þegar Ísland var ekki sjálfstæð þjóð.
Auðvitað má dreifbýlið hafa sína kirkju og landið allt...bara ekki ríkiskirkju! Hef ekkert á móti trúarsöfnuðum ef þeir eru ekkert að abbast upp á mig og mína
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:57
" Siðaskiptin urðu þegar Ísland var ekki sjálfstæð þjóð."
1550, var það ekki? Góður punktur há þér, Anna. Við vorum hluti konungsveldis, einræðisríkis, man nú ekki sögu danska konungsveldisins nógu vel, minnir að það hafi ekki verið fyrr en á 18-19 öld sem Danir fengu þjóðstjórn.
Hvenær var það annars sem við færðumst frá Norðmönnum yfir á Dani, manstu það?
Vorum við kannski enn undir Norðmönnum 1550? Guð minn góður, hvað ég er farin að gleyma Íslandssögunni, var nú aldrei sleip í henni, hafði lítinn áhuga sem krakki og skildi ekkert í henni, meiri áhugi núna vel fullorðin.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 12:11
Siðaskiptin á Íslandi urðu um miðja 16. öld og markast gjarnan af lífláti Jóns Arasonar biskup á Hólum 1550, en hann var tekinn af lífi ásamt sonum sínum í Skálholti haustið 1550. Mótmælendur höfðu hafið siðbreytingar töluvert fyrir líflát Jóns Arasonar, sem var einn mesti andstæðingur siðbreytinganna, en aftakan markaði þáttaskil vegna þess að það reyndist auðveldara að koma á breytingum eftir hana. Við siðaskiptin fluttust eignir kirkjunar í hendur Danakonungs sem tók við stöðu æðsta manns innan hennar í stað páfa. Við þetta jukust ítök Dana hér á landi, þá sérstaklega í verslunarmálum, sem leiddi til verslunareinokunar Dana sem hófst 1602. Almenn löggjöf varð strangari. Stóridómur var settur á 1564 sem dæmdi í siðferðisafbrotamálum.
http://is.wikipedia.org/wiki/Si%C3%B0askiptin_%C3%A1_%C3%8Dslandi
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 12:20
Takk fyrir þetta, Anna.
Mér finnst nú, svona í gríni sagt, að það mætti alveg eins hafa ákvæði í stjórnarskránni sem hljóðar svona, vegna þess að að Hagkaup er elsta lágvöruverslunin á Íslandi:
,,Hin kjarabótaboðandi lágvöruverslun Hagkaup skal vera þjóðarverslun á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda”
En nú verð ég að drífa mig...
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 12:49
hahaha...Gréta! Góður punktur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 13:25
Varðandi athugasemd mína nr. 54, þar sem ég tala um hugsanlegan stuðning ríkisins við húsakost kirkjunnar í litlu/minni sóknum, yrðu ríki og kirkja aðskilin að fullu, vil ég minna á að margar kirkjur á landsbyggðinni eru ekki eingöngu kristilegar byggingar (Guðs hús), heldur einnig þjóðminjar, eða mun brátt mega flokka þær sem slíkar, vegna aldurs þeirra og byggingarlags.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 15:51
Er það ekki rétt skilið hjá mér að Vísindakirkjan svokallaða er ekki að boða trúarbrögð, heldur skoðanir. Í það minnsta fæst Vísindakirkjan ekki viðurkennd í Danmörku og fleiri löndum, þar sem því er haldið fram að þarna sé á ferðinni félagsskapur en ekki trúarbrögð.
Njáll Harðarson, 9.12.2007 kl. 16:31
Ég copy-pestaði það sem er skáletrað í fyrri athugasemd minni af athugasemdarfærslu nr 40.Anna á þá athugasemd.Er í Þjóðkirkju og Hjálpræðishernum.Þjóðkirkju er held ég getið í lögum en veit ekki með herinn.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:21
ok Birna, nú skil ég...en athugasemd 40 er svar við athugasemd 39 og verður að lesast í því samhengi...svona...
Ég er orðinn afskaplega þreyttur , ,á þessu langlundarvæli í Önnu "bewitch" lessu .
Hún verður að gera sér grein fyrir því, að fólk útá landi vill ekki sleppa því að ferma börnin sín, og jarða látna ástvini . Þetta kostar allt pening manneskja ! ! Vilt þú kannski stofna tombólu til að láta þetta rúlla eða hvað ?
Ég veit alveg hvað samtökin 78 hafa fengið margar mill. á síðustu 10 árum !
Það er bara nokkuð þokkalegt miðað við fjöldann í samtökunum . Já, og krabbameins sjúk börn hafa fengið minni upphæð á sama tímabili ! Þetta er hræsni og viðbjóður ! Hvað hafa samkynhneigðir meira bágt en þessi börn ? Ekki skrýtið að fólki sé orðið vel í nöp við þetta samkynhneigða grenjuvæls lið !
conwoy, 8.12.2007 kl. 10:10
40Ég veit alveg hvað samtökin 78 hafa fengið margar mill. á síðustu 10 árum !
Hvað kemur það málinu við?
fólk útá landi vill ekki sleppa því að ferma börnin sín, og jarða látna ástvini
Þetta gerir Fríkirkjan líka og Siðmennt án ölmusupeninga
ps; conwoy, þú ert voða dónalegur, svo kannski hefur eitthvað skolast til í þínu "kristilega" uppeldi?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 10:27
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 17:45
Njáll, nú hef ég ekki kynnt mér mál Vísindakirkjunnar neitt sérstaklega, þetta var bara eitthvað sem ég heyrði í fréttum, það má vel vera. Vafalaust mætti finna eitthvað um þetta á alnetinu. Ég held ég nenni ekkert að standa í því að kynna mér það að svo stöddu (ætla að fara í jólatússið) sem ég hefði þó kannski átt að gera áður en ég kastaði þessu fram, hefði ég viljað geta gert efninu góð skil. Kannski geri ég það seinna, og þó ekki, þar sem -
Ég hef satt að segja afar lítinn áhuga á sértrúarsöfnuðum hvers kyns, Lúterstrúin hefur dugað mér ágætlega, mér liggur við að segja biblíusögurnar úr barnaskóla hafi nægt mér. Svona er ég einföld sál, satt að segja. Ég reyni yfirleitt að beita innsæinu í bland við það sem ég hef lært um kristna trú og önnur trúarbrögð.
Ég veit satt að segja ekki hvað hin ýmsu ríki styðjast við, hvað mælikvarða er beitt, þegar kemur að því að banna félög, hvort heldur eru trúfélög eða önnur félög. Vafalaust gæti verið akkur í að vita eitthvað um það. Ég myndi halda að í lýðræðisríkjum þurfi, til að hægt sé að banna félög, viðkomandi félög að vera bert að því að standa fyrir starfsemi sem brýtur í bága við refsilöggjöf og /eða stjórnarskrá þess ríkis, þó einræðisríki/herrar geti bannað að vild sinni. Þar skilur vitanlega á milli lýðveldis og einræðis. Þjóðverjar beita fyrir sig stjórnarskránni í þessum tilgangi í þessu tilviki, eftir því sem fréttin hermir. Ég hef að vísu ekkert fylgst með ferlinu síðan ég heyrði þessa frétt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:02
Aðvörun: Kurteis, conwoy - vertu landi þínu til sóma. Ef þú kemur hér aftur með athugasemd með niðrandi orðbragði verður hún fjarlægð og þú settur á bannlist.
Birna, er Hjálpræðisherinn ekki skráð trúfélag? Nú er ég hissa, ég taldi víst að svo væri. Hafa prestar ykkar ekki leyfi...nei, þið eruð ekki með presta, heldur majóra og svoleiðis...ég ætlaði nefnilega að fara að spyrja hvort prestar ykkar hefðu ekki leyfi til að ferma og jarða. En Herinn er með einhverja allt öðruvísi uppbyggingu. Geri mér núna grein fyrir að ég veit ósköp lítið um innra starf hans, veit bara að þeir reka Herkastalann, eru með lúðrasveit, safna peningum fyrir jólin og eru með fínan jólamat fyrir alla sem vilja koma á aðfangadagskvöld, sem mér finnst alveg æðislegt.
Ég held ég fari og gúgli Hjálpræðisherinn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:16
HJÁLPRÆÐISHERINN OG VERKEFNI HANS
Alþjóðleg yfirlýsing
- Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelisk hreyfing, hluti af
hinni almennu kirkju.
- Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni.
- Þjónustan er knúin af kærleika til Guðs.
- Verkefnið er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og í
nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki.
Hjálpræðisherinn hóf starfsemi sína í London um miðja 19. öld.
Árið 1895 kom hreyfingin til Íslands og hefur síðan verið sýnileg í íslensku samfélagi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:47
Varla hægt að kalla það sem Vísindakirkjan boðar, trúboð eða hvað það mætti kalla það.... Það er í raun ekki verið að boða nokkurn skapaðan hlut, heldur eingöngu er þetta peningaplokk, enda fólk heilaþvegið (má þar nefna til dæmis að L. Ron Hubbard skrifaði bók um heilaþvott og hvernig eigi að framkvæma hann)... Bókinni um Vísindatrúnna var víst breytt eftir dauða Hubbards, í hag þeirra sem að kirkjunni stóð.... Hef ég lesið frá fyrrum meðlimum kirkjunnar. Vitað er að fólk hefur gefið alla sína peninga til kikjunnar og endað með því að ganga frá sér vegna fjárskorts og hreinnar geðveilu. Og því er (ef menn virkilega hugsa aðeins út í það) sálfræðihjálp ekki viðurkennd af "kirkjunni" þar sem sálfræðingur (geðlæknir eða vistun á geðsjúkrahúsi) gæti einfaldlega snúið einstaklingnum frá trúnni.
Minn punktur er... þú getur ekki boðað eitthvað sem byggir engan veginn á því sem þú boðar...
En alltaf finnst mér fyndið að lesa bæði það sem mjög trúað fólk og hinir mjög vantrúuðu skrifa og svara hvoru öðru... Með öfgum hægri vinstri... Hinn trúaði vitnar og vitnar í trúnna og biblíuna og orð almættisins og nánast fordæmir einstaklinginn (sem btw samkvæmt trúnni er ekki einu sinni hans verk að gera) og hinn vantrúaði svarar með rökum gegn guði og hvað hinn trúaði er vitlaus að trúa o.s.frv. og rökin með minnstu móti virðist oft vera.
Báðir aðilar halda í ákveðna trú (trúin að trúa ekki (ef svo má segja) og trúin að trúa eða hvernig má orða það :Þ ) og þeir stangast svo á móti hvorum öðrum að það getur vart annað en talist fyndið þegar slíkir aðilar deila. Bara gaman.
ViceRoy, 9.12.2007 kl. 22:52
Til fróðleiks:
Af vef Hjálpræðishersins:" - Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelisk hreyfing, hluti af
hinni almennu kirkju. "
Wikipedia: Evangelical
Samkvæmt Birnu (63) er "hin almenna kirkja" í tilviki íslenskra hermanna íslenska þjóðkirkjan.
Þakka þér fyrir gott innlegg í umræðuna, Sæþór!Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:13
Meiri fróðleikur (ætlaði nú að setja tengil á þetta í síðustu færslu, en gleymdi því, skelli þessu bara hér í staðinn: Wikipedia: Íslenska þjóðkirkjan.
Eins og sjá má er Wikipedia mitt aðal, ekki veit ég hver samdi eða hverjir sömdu þetta sem stendur þar um þjóðkirkjuna, en þarna er ýmsan fróðleik að finna, hverju sem menn trúa.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:21
Takk fyrir þessar upplýsingar Gréta...þú ert svo námsfús að yngri kynslóð íslendinga mætti taka þig til fyrirmyndar
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:46
Anna, knús til þín, vinkona
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 12:48
Við vorum samt kristin fyrir siðaskiptin, í næstum 600 ár, þannig að söguleg rök eiga vissulega rétt á sér
Margrét Elín Arnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 18:23
Margrét alveg sammála...höfum reyndar verið kaþólsk lengur en mótmælendatrúar...á ekki kaþólskan þá að vera ríkiskirkja?
Þessi rök eru eins og hríðlek fata
Hvað með að Ísland var sjálfstætt án kristni til ársins 1000?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 18:36
Söguleg rök nefnast öðru nafni hefð. Það er oft að hefðin hafi reynst vel...mjög oft. Það er hinsvegar alltaf hollt að endurskoða hana, eins og til dæmis gerðist við upplýsinguna. Þá hafði verið hefð að líta á jörðina sem miðju alheimsins og að hún væri flöt. Konur fengu fyrst kosningarétt fyrir sirka 100 árum þvert ofaná hefðina og sögulegu rökin fyrir öðru og svo mætti lengi telja!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.