Leita í fréttum mbl.is

Móðir Teresa

motherHvernig er hægt að efast um að kona eins og móðir Teresa hafi verið einlæg í trú sinni og verkum?

Hún horfði upp á þær mestu hörmungar og þá dýpstu neyð sem finnast meðal mannkyns. Engan skal undra að oft hafi hún efast og verið við það að bugast við það sem hún fékk að reyna í sínu starfi.

Hvað tók hún þá til bragðs? Hún bað einfaldlega aðra  trúaða um að biðja fyrir sér, og leitaði þannig  í sameiginlegan kærleikssjóð trúaðra manna.

Það er ekki von að vantrúaðir geti skilið hin mjög persónulegu bréf hennar sem rætt er um í myndbandinu sem ég  tengi á hér fyrir neðan, því slíka trú og þvílíkan styrk skilja þeir einfaldlega ekki.

Myndband:
Christopher Hitchens & "Crazy" Bill Donohue on Mother Teresa

Aths. kl. 11:47, 8. des. Ég tók út orðið "kristinna" í trúaðra (kristinna) manna, því auðvitað er slíkur sjóður sameiginlegur öllu kærleiksríku fólki. Var víst að hugsa um að móðir Teresa var kaþólsk þegar ég skrifaði þetta. Ég er heldur ekki að segja með þeirri setningu að þeir sem ekki eru trúaðir geti ekki verið kærleiksríkir, heldur tel ég aðeins að þeir sem eru trúaðir hafi fundið kærleika sínum greiðfæra leið að þeim sjóði sem ég tala um, í gegnum trúna.  Vitanlega bað hún ekki vantrúaða um að biðja fyrir sér, þar sem þeir trúa ekki, og í dag leitast sumir þeirra við að kasta rýrð á þá mynd sem heimurinn hefur af henni, í krafti þess að í einkabréfum, sem birt hafa verið að henni látinni (og hún hefur örugglega ekki ætlast til að yrðu lesin af almenningi) efast hún um trú sína. Líka bætti ég við "og verkum" aftan við "trú sinni" í fyrstu setningunni, því ég tel verk hennar sanna staðfastan vilja hennar til að starfa samkvæmt því sem trú hennar boðar, þó hún hafi á stundum efast um búðguma sinn, Jesú Krist. Minni um það á það sem haft er eftir henni á myndbandinu að hún hafi svarað bandarískum blaðamanni í gamansemi, aðspurð um hjónaband, sem sé: - að hún sé í erfiðu hjónabandi.

9.des. kl. 22: Tók út orðið "sann" í "sanntrúaðra", vegna þess að ég komst að raun um að það bauð upp á að ég yrði misskilin og það herfilega, þar sem mér virðist fólk ef til vill leggja mjög mismundandi merkingu í það. Eftir stendur orðið "trúaðra". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

What can I say... hún trúði ekki en reyndi hvað hún gat til þess að öðlast trú.. not hers to have

DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 01:49

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvernig er hægt að efast um að kona eins og móðir Teresa hafi verið einlæg í trú sinni?

Hefurðu kynnt þér innihald bréfa hennar? 

Hún horfði upp á þær mestu hörmungar og þá dýpstu neyð sem finnast meðal mannkyns. Engan skal undra að oft hafi hún efast og verið við það að bugast við það sem hún fékk að reyna í sínu starfi.

Þú áttar þig líka á því að hún taldi þjáningar fólksins vera blessun að einhverju leyti? Þú ættir að skoða það sem Hitchens bendir á í sambandi við hana.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 02:12

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjalti, horfðir þú ekki á myndbandið?Þar er lesið upp úr þessum bréfum. Þar stóð ekkert um að þjáningar væru blessun.

Hitchens er lygalaupur, það kom fram í myndbandinu, skrifaði bækling fullan af rógi um án einnar einustu tilvitnanir í heimildir, bók sem nemandi á fyrsta ári í háskóla hefði fengið falleinkunn fyrir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 04:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki um á hvað móðir Theresa trúði.  En verk hennar lifa, og hún gerði góða hluti, það er aðalatriðið í hennar lífi, hvort hún trúði á biblíuna eða ekki, skal ósagt látið, hafi hún ekki gert það, gerir það hana bara að skynsamari konu ef eitthvað er.  Því biblían er full af mótsögnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2007 kl. 11:23

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...sumir sögðu Díönu prinsessu aldrei hafi viljað annað en hún fékk???....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 19:12

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, horfðir þú ekki á myndbandið?Þar er lesið upp úr þessum bréfum. Þar stóð ekkert um að þjáningar væru blessun.

Ég sá þetta myndband löngu áður en þú vísaðir á það. Þekking mín á þessu máli einskorðast heldur ekki bara við þetta myndband. Ég sagði aldrei að þetta kæmi fram í þessu myndbandi.

Hitchens er lygalaupur, það kom fram í myndbandinu, skrifaði bækling fullan af rógi um án einnar einustu tilvitnanir í heimildir, bók sem nemandi á fyrsta ári í háskóla hefði fengið falleinkunn fyrir.

Nei, það kom ekki fram í myndbandinu. Í myndbandinu kom fram að Bill Donohue, forseti "The Catholic League for Religious and Civil Rights", hélt því fram. Ekki beint hlutlaus aðili.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 19:51

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Grétar, ég er heldur ekki að biðja um fólk dáist að henni, heldur fer ég aðeins fram á að minning góðrar konu sé ekki ötuð auri.

Ég hef aldrei komið til Indlands (hefur þú komið þangað?) og þekki ekki mikið til aðstæðna þar, annað en það sem berst manni í fréttum, í myndum og máli og lesefni þaðan. Þess vegna ætla ég ekki að leggja dóm á það sem sagt er í greininni, að öðru leyti en því, í sambandi við skort á hreinlæti, að víða er vatnsskortur á Indlandi og hreinlætisstaðall þar alveg örugglega ekki sá sami og gerist á vesturlöndum. Einnig hvað varðar harðræði, að oft velst örugglega þarna til starfa lítið menntað fólk, hvað þá menntað á heilbrigðissviði, hreinlega vegna þess að ekki er völ á öðru (er ekki sama staðan uppi hér, ef út í það er farið?) .Ég bendi líka á, eins og tekið er fram í athugasemd við greinina sem ég birti hér á eftir, að nú eru starfandi 5.000 fátækra- og sjúkraskýli á vegum reglu móður Teresu. - Það leynist misjafn sauður í mörgu fé, á Indlandi jafnt og á Íslandi, og útilokað má telja að móðir Teresa hafi getað haft persónulegt eftirlit með hverju einasta þessara heimila.

Ég birti þessa athugasemd vegna þess að mér finnst sá sem skrifar hana hitta naglann þráðbeint á höfuðið:

"Mother Teresa has been criticised by Evangelical Protestant fundamentalists for saying that her mission was to encourage people to be 'the best Hindus they could be, the best Muslims they could be, the best Buddhists they could be'. They claimed that this wasn't evangelistic enough and that she was going contrary to the spirit of the Bible. And yet other people accuse Mother Teresa of being out to convert everybody.

People take a lot of pleasure in stripping down public icons in the hope of revealing something nasty, which is possibly why there are so many contradictory criticisms of Mother Teresa. I have only this to add: there are over 5,000 Missionaries of Charity now, plus an unknown number of volunteers. There is no guarantee that becoming a religious sister will make you kind, gentle, or holy. When you are dealing with such significant numbers of people, there is a lot of potential for things to go horribly wrong in places.

This doesn't mean that Mother Teresa was the callous opportunist that some people try to label her as. For one thing, if all she was interested in was making money then she wouldn't have become a nun as a teenager. It's also important to remember that she was working with the poor of Calcutta for nineteen years before she was 'discovered' and made famous. A woman just out to make a fabulous sum of money is unlikely to have the patience for that.

She had her faults, like everyone else. But I think she had integrity and a genuine desire to do what was right.

As for her 'dark night of the soul' being the result of her reason rebelling against her faith, that doesn't make any sense at all. Anyone who reads Mother Teresa's theological insights will see that she had very clear and profound ideas on an intellectual level. Her pain was entirely emotional, and this is where atheists like Hitchens get confused - they will insist on labelling faith as a feeling, and vice versa."(feitletrun er mín).

 Mig langar í lokin að bæta við sögu af móður Teresu sem maður sagði mér sem hafði hitt hana og drukkið með henni te (því hún drakk jurtate). Hún sagði við hann um kærleikann.: "Ef Saddam Hussein kæmi til mín og bæði mig um plástur myndi ég láta hann fá hann og segja svo bless. En ef Nelson Mandela kæmi og bæði um plástur myndi ég láta hann fá hann og bjóða honum svo tesopa."

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 20:04

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

úff sko óeigingjarnar manneskjur eins og Móðir Teresa eiga skilið virðing.  ÞAð er nátturulega fullt af fólki sem hefur fórnað lífi sínu svona fyrir aðra.  En þeir sem eru að dæma hana ættu aðeins að staldra við og spyrja sjálfan sig hvað hafa þeir gert til að breyta heimnum til góðs?  Trúi ekki að fólk sé það hrokafullt að það geti líka dæmt þá sem ætla sér bara gott og virkilega framkvæma.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.12.2007 kl. 20:17

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marija theresa er ein og ég hefði verið án mömmu minnar (í þjóðkirkjunni). Eg vildi alltaf gera SVO GOTT TIL AÐ ÞÓKNAST KAÞOLSKUNNI og var á leiðinni í klaustur (í Hafnarfirði) þegar elskulega mamma mín sagði "nei"....þú ferð ekki í klaustur 13 ára...þú skilur ekki um hvað þetta snýst?...þegar þú ert 18 ára mun ég ekki standa í vegi fyrir þér!

Elsku mamma, frú Sigríður Ósk Guðmundsdóttir...TAKK!

Þín dóttir, Anna

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:34

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Wikipedia (tengill er í færslu):

"According to a biography by Joan Graff Clucas, in her early years Agnes was fascinated by stories of the lives of missionaries and their service, and by age 12 was convinced that she should commit herself to a religious life.[5] She left home at age 18 to join the Sisters of Loreto as a missionary. She never again saw her mother or sister.[6]"

Anna, þetta er svipað, nema hvað Agnes fór í klaustur þegar hún var 18.

Þú átt örugglega mjög góða mömmu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:57

11 Smámynd: Ragnheiður

Öfund og illgirni seilast víða. Mér er alveg sama hvort móðir Theresa var sann/strangtrúuð. Hún gerði gott meðal manna meðan hún var hérna, það er nóg fyrir mig

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 18:50

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það segir þú satt, Ragnheiður.

Mig langar að útskýra dálítið, - kannski er þetta bara mín einkatúlkun á orðinu sanntrúaður, ég veit það ekki:

Ég legg mismunandi merkingu í orðin strangtrúaður eða sanntrúaður. Strangtrúaður versus sanntrúaður. Í mínum huga mælir sá strangtrúaði kærleika sinn eftir bókstafnum, - hins vegar mælir sá sanntrúaði  bókstafinn eftir kærleikanum. Þess vegna tala ég stundum um að einhver sé sanntrúaður, í staðinn fyrir að nota aðeins orðið trúaður.

"Meikar þetta sens" hjá einhverjum? Einhvern veginn hélt ég að aðrir skildu þetta svona, því ég vandist þeirri orðanotkun heima hjá mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 20:31

13 Smámynd: Ragnheiður

Já skil hvað þú átt við. Mér finnst þetta orð vera það sama en það þarf ekki að vera rétt hjá mér, alls ekki.

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 20:56

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sennilega er best fyrir mig að halda mig við að nota orðið trúaður í framtíðinn, ef fólk á ekki að misskilja mig herfilega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:43

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Varla er hægt að ætlast til að trúaður einstaklingur efist aldrei. Móðir Teresa var að því er ég best veit góð manneskja en eflaust breysk eins og við hin. Hún var enginn dýrlingur. En hún gerði meira fyrir annað fólk en ég mun nokkurn tíma geta gert og fyrir það get ég ekki annað en virt hana.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 00:24

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Brynjólfur. Þakka þér fyrir hlýleg orð um góða konu, gott að heyra frá ótrúuðum einstaklingi sem virðir hana.

Ég er sammála því að hún var enginn dýrlingur, aðeins mjög góð kona sem lifði fyrir trú sína og starfaði í samræmi við það sem hún áleit vera köllun sína. Það að hún efaðist þykir mér einmitt vænt um, það sýnir að þó hún væri mjög viljasterk þá var hún jafn mannleg og við hin, eins og þú talaðir líka um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 00:41

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Greta..það er ekki hægt annað en að virða verk Theresu.

Hitt er svo allt annað mál hvernig kaþólska kirkjan plantar sektartilfinningu hjá mönnum og konum... 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 14:13

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Örugglega, Anna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband